Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 16

Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 16
16 7. desember 2009 MÁNUDAGUR MIZUHO FUKUSHIMA Ráðherra neyt- endamála í Japan ræðir við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfund í gær. Fukushima, sem fer fyrir einum stjórnarflokka, segir stjórnarslit kunna að fylgja ef herstöð sjóhers Bandaríkjanna á Okinawa verður færð á norðurhluta eyjunnar, líkt og ráð er fyrir gert í áætlun frá 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Norskir útflytjend- ur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evr- ópusambandsins. Þetta kemur til vegna tilrauna til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. Reglugerð þar að lútandi tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi. Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1.875 upp- runavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi. Þetta kemur fram í frétt vefmið- ilsins IntraFish þar sem rætt er við þá Matthias Keller, framkvæmda- stjóra samtaka fiskvinnslustöðva í Þýskalandi, og Jurgen Meinert, framkvæmdastjóra samtaka fram- leiðenda sjávarafurða í Noregi. Meinert segir breytingarnar kalla á „pappírsflóð“ og Keller segir það orðið augljóst að ógern- ingur sé að uppfylla þær kröf- ur sem ætlað er að ná fram með breytingunum. Samkvæmt tilkynningu frá sjávar útvegsráðuneytinu hafa íslensk stjórnvöld óskað eftir upp- lýsingum frá framkvæmdastjórn ESB um um hvernig framkvæmd umræddrar reglugerðar ESB verður háttað í aðildarríkjum sam- bandsins. - shá Ný reglugerð ESB útheimtir gríðarlega skriffinnsku hjá fiskútflytjendum: Þurfa 1.875 upprunavottorð LÖNDUN Útflutningur á litlu magni af ferskfiski getur útheimt gríðarlega skrif- finnsku taki ný reglugerð gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Um helmingur íslenskra bænda hefur lent í vinnu- slysi og þurft að vera frá vinnu vegna þess. Rúm átján prósent höfðu þurft að vera frá vinnu í meira en tvær vikur. Þetta kemur fram í könnun sem tveir læknar hafa gert á meðal ríflega þúsund bænda. Greint er frá niðurstöðum hennar í nýjasta hefti Læknablaðs- ins. Rannsóknin leiðir í ljós að lang- flest vinnuslysanna, um helmingur, verða við meðhöndlun búpen- ings. Segir í greininni að umhirða búpenings geti enda verið erfið, einkum stórra skepna á borð við nautgripi. Viðhald og endurnýjun húsa er næstalgengustu aðstæð- urnar sem slys verða við. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna, segir að þessar niðurstöður komi sér í sjálfu sér lítið á óvart. Hann segir til dæmis algengt að menn sinni verkum einir sem þeir ættu ef til vill að hafa aðstoð við. Það bjóði hættunni heim. „Við höfum í nokk- urn tíma hvatt til þess að menn hugi að vinnuaðstæðum, að þær séu öruggar og heilnæmar. En mér heyrist á þessu að við þurfum að gera betur og vera markvissari í þessari vinnu,“ segir Haraldur. Þá segir í niðurstöðunum að um fimmtungur bænda hafi einhvern tímann verið ölvaður við störf, og að vinnuslys meðal þess hóps séu tíðari en hjá hinum sem aldrei hafi sinnt bústörfum undir áhrif- um áfengis. Þrátt fyrir þetta séu áfengisvandamál fátíðari meðal bænda en annarra. Þetta undirstriki þá staðreynd að bóndinn sé í raun alltaf í vinnunni, „þannig að líkurnar á að bóndi sem neytir áfengra drykkja þurfi að sinna starfi sínu undir áhrifum eru í eðli sínu miklar“. Segir í grein- inni að þessar niðurstöður kalli á að átak verði gert í forvörnum vegna slysa af búpeningi ann- ars vegar, og hins vegar að umræðu og átak þurfi meðal bænda til að taka á þeim vanda sem er notkun áfengis við bústörf. „Ég fatta þetta nú ekki alveg,“ viðurkennir Haraldur. Vissulega geti menn þurft að sinna vinnu hvenær sem er, en hann hafi ekki litið á þetta sem stórvægilegt vandamál. „En auðvitað er algjör- lega óásættanlegt ef menn eru til dæmis að vinna á vélum undir áhrifum, það vita menn.“ Könnunin var send 2.042 bænd- um með bú stærra en 100 ærgildi og svöruðu 54 prósent þeirra. Könnunin var hluti af stærri könnun á heilsufari íslenskra bænda. Meðal annarra helstu niður staðna var að bændur væru almennt viðlíka heilsuhraustir og aðrir, þrátt fyrir hærri meðalaldur. Þetta var skýrt með því að ef heilsa bænda brysti þyrftu þeir jafnan að bregða búi. Þá kom í ljós að andleg heilsa bænda væri almennt betri en ann- arra og þeim fyndist vinnuálag síður of mikið. stigur@frettabladid.is Annar hver bóndi slasast við störf sín Talsverðar líkur eru á að bændur slasist við með- höndlun búpenings. Rannsókn sýnir að slík slys eru tíð. Fimmtungur bænda hefur sinnt störfum ölvaður. VARASAMUR VINNUSTAÐUR Í greininni segir að algengt sé að menn slasist við með- höndlun stórra gripa. Myndin er úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HARALDUR BENE- DIKTSSON VIÐURKENNING Norðlingaskóli í Reykjavík, MS á Selfossi og List án landamæra hlutu Múrbrjótinn, við- urkenningu Landssamtaka Þroska- hjálpar. Verðlaunagripurinn er smíðaður af fötluðum listamönnum á hand- verkstæðinu Ásgarði. Landssamtök- in Þroskahjálp hafa á síðustu árum veitt viðurkenningar til þeirra aðila sem að mati samtakanna hafa staðið sig vel í því að ryðja fötluðum nýja braut í samfélaginu, sýnt ábyrgð og frumkvæði og stuðlað að þátttöku og jafnrétti fatlaðs fólks. Norðlingaskóli í Reykjavík fær verðlaunin fyrir skólastefnu sína um nám fyrir alla nemendur, án aðgreiningar. MS á Selfossi fær viðurkenninguna fyrir atvinnu- stefnu sem hefur stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á. List án landamæra, er menningarhátíð með það hlutverka að stefna saman fötluðum og ófötluðum listamönn- um. - sbt Þrír hlutu Múrbrjótinn, viðurkenningu Þroskahjálpar: Stuðla að þátttöku og jafnrétti fatlaðs fólks MÚRBRJÓTURINN AFHENTUR Fulltrúar Norðlingaskóla taka við verðlaununum úr hendi Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra. LÖGREGLUMÁL Þrír góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir á stolinni bifreið á Laugaveginum í gær. Mennirnir, sem eru allir á þrí- tugsaldri, stálu bílnum á Snorra- braut, skammt frá lögreglustöð- inni, og óku sem leið lá niður Laugaveg. Eigandi bílsins var á leið upp Laugaveginn þegar hann mætti þjófunum. Þegar hann átt- aði sig á því að bílnum hans hafði verið stolið lét hann lögregluna vita og brást hún skjótt við. Mennirnir voru handteknir skömmu síðar og fengu að dúsa í fangageymslum á lögreglustöð- inni á Hverfisgötu. Góðkunningjar lögreglunnar: Stálu bíl hjá löggustöðinni KAUPMANNAHÖFN Tæplega sex- tugur þýskur kaupsýslumaður var handtekinn á Kastrup-flug- velli í Kaupmannahöfn í síðustu viku eftir að hann kvaðst vera með sprengju. Öryggisverðir hugðust líta í tösku mannsins þegar hann sagði þeim að taskan spryngi væri hún opnuð. Maðurinn ætlaði sér þó ekki annað en að slá á létta strengi en var handtekinn tafarlaust. Lögreglan á Kastrup-flug- velli segist líta það mjög alvar- legum augum að talað sé um sprengjur á flugvellinum. Stutt er síðan kona hlaut tíu daga fangelsisdóm bara fyrir það eitt að segja orðið „sprengja“ í flugstöðvarbygg- ingunni á Kastrup. Handtekinn á Kastrup: Grínið féll ekki í góðan jarðveg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.