Fréttablaðið - 07.12.2009, Side 23

Fréttablaðið - 07.12.2009, Side 23
JÓLABASAR KLÚBBSINS GEYSIS verður haldinn fimmtudaginn 10. desember í húsnæði klúbbsins að Skipholti 29. Til sölu verður fjölbreytt handverk og hannyrðir sem klúbb- félagar hafa unnið að á síðastliðnu hausti. Basarinn stendur frá 16 til 18 og allur ágóði rennur til starfsemi klúbbsins. Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordis@365.is 512 5447 Karl á heima í Þingholtunum í Reykjavík og þegar hann er spurð- ur hvort hann eigi einhvern ein- stakan hlut sem hann hafi meiri mætur á en öðrum er hann fljót- ur til svars. „Já, reiðstígvélin hans afa.“ Þetta þarf hann að útskýra nánar. „Afi var ekki stóreigna- maður; hann starfaði sem rútu- bílstjóri og keypti fáa en vandaða hluti. Reiðstígvélin mun hann hafa fengið sér um miðja síðustu öld.“ Karl segir afa sinn ekki hafa átt hross þótt hann félli fyrir stígvél- unum. „En hann hélt alltaf tengsl- um við sína sveit sem var Gríms- nesið. Hann var frá Vaðnesi og þar fóru þau á hestbak sér til gam- ans hjónin. Svo féll afi frá 1986 og amma gaf mér stígvélin fyrir svona fimmtán árum. Ég ber nafn afa og kannski hefur það átt sinn þátt í að mér áskotnuðust þau og líka það að ég var á kafi í hesta- mennsku þar til ég flutti til Dan- merkur árið 2000, þá seldi ég hest- ana sem ég átti. Sé eftir þeim? Það er til fullt af hestum og einhvern tíma kaupi ég mér nýja. Þangað til fæ ég útrás fyrir bakteríuna með því að skreppa á bak gæðingum Valbergs bróður míns sem býr vestur í Dölum. Þar tek ég þátt í smölunum á haustin.“ Ekki hefur Karl þó stíg- vélin með sér vestur. „Þau eru númer 41 en ég er með talsvert stærri býfur en svo að ég komist í þau,“ segir hann hlæjandi. Nú býr Karl með fjölskyldu sinni í húsinu sem amma hans og afi áttu og er að gera það upp smátt og smátt. Í ljós kemur að stígvél- in eru á góðum stað í stofunni með öðrum munum sem í húsinu fundust. „Já, það má segja að þau séu komin heim aftur,“ segir Karl brosandi. „Svo eru þau full af dag- blöðum frá því um 1960 sem eru auðvitað forngripir líka og merkar heimildir.“ gun@frettabladid.is Stígvélin hans afa aftur komin til síns heima Karl Sigfússon verkfræðingur sinnir sínum rótum vel. Hann býr ásamt konu og börnum í húsi sem afi hans og amma áttu í áratugi og eitt af því sem prýðir stofuna þar eru hin brúnu reiðstígvél afa hans. „Þau eru númer 41 en ég er með talsvert stærri býfur en svo að ég komist í þau,“ segir Karl um reiðstígvélin hans afa síns, Karls Magnússonar bifreiðarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Fyrst og fremst í heilsudýnum JÓLATILBOÐ á stillanlegum rúmum 6 mán. vaxtalausar greiðslur Strandgötu 43 | Hafnarfirði | Sími 565 5454 Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld Kringlunni - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is Frábært úrval af gjafavörum frá Weber Könnur með dýrum og traktorum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.