Fréttablaðið - 07.12.2009, Side 24
GJAFAPAPPÍR þarf ekki að vera dýr en hann getur sannar-
lega verið skemmtilegur. Notast má við ýmislegt sem til fellur á
heimilinu en ein hugmynd er að láta börnin teikna myndir og
nota þær til að pakka inn gjöfum, sérstaklega til ömmu og afa.
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Mánudagur 7. desember
Miðvikudagur 9. desember
Fimmtudagur 10. desember
Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir æfingar sem hjálpa
fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann.
Tími: 12.00-13.00.
Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng-
um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00.
Jólaaðventan - leiðir til sáttar og vellíðunar– Ráð-
gjafar Lausnarinnar (lausnin.is) benda á leiðir til að draga
úr spennu og ráðaleysi. Tími: 13.15-14.30.
Skiptifatamarkaður - Úti- og spariföt barna -
Tími: 13.30 -17.00.
Jesús og jólasveinarnir - Af hverju notar páfinn jóla-
sveinahúfu? Tími: 15.00-16.00.
Föndur, skrapp-myndaalbúm og jólakort - Nýr
tími! Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 12.00-14.00.
Saumasmiðjan - Ertu stopp í saumaskapnum? Getur
þú ekki klárað flíkina? Fáðu leiðbeiningar og komdu
með saumavél ef þú getur. Tími: 13.00-15.00.
Aðventuhátíð velunnara Rauðakrosshússins -
Tími: 15.30-17.30.
Hvað er list? - Gunnar Gunnarsson listamaður ræðir
spurninguna og gestir sleppa sköpunargleðinni lausri.
Tími: 12.30 -13.30.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri! Tími: 12.30 -13.30.
Íslenskuspilið – Viltu læra meiri íslensku? Komdu og
spilaðu með! Allir velkomnir. Tími: 13.00-15.00.
Brjóstsykursgerð – Gerðu gómsæta mola með Jónu
Svandísi og lærðu undirstöðuatriðin. Tími: 14.00-15.30.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri
og gleði? Tími: 15.30-16.30.
Föstudagur 11. desember
Facebook - Lærðu á samskiptavefinn. Tími: 12.15-14.00.
Hvernig stöndumst við álagið - Fjallað er um áhrif
hugsana á líðan okkar og viðbrögð okkar í mótlæti af
ýmsu tagi. Tími: 12.30-14.00.
Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00.
Tálgunarnámskeið - Lærðu nýjar aðferðir við að tálga
með beittum hníf í ferskan trjávið. Tími: 14.30-16.00.
Skákklúbbur - Komdu og tefldu! Tími: 15.30-17.00.
Allir velkomnir!
Skokkhópur - Við skokkum saman og förum svo í heita
pottinn í Laugardalslaug. Tími: 13.00-16.00.
Tölvuaðstoð - Fyrir alla. Tími: 13.30-15.30.
Bridds - Lærðu Bridds hjá fyrrum heimsmeistara.
Tími: 14.00-16.00.
Bókaklúbbur - Ræðum bókina Leyndardómur
Býflugnanna eftir Sue Monk Kidd. Tími: 14.00-15.00.
Jólakortin - Við skrifum á jólakort og hlustum á nota-
lega tónlist við kertaljós. Komdu með jólakort til að skrifa
á og smákökur fyrir alla að smakka. Tími: 13.30-15.00.
Biblíulestur - Hefur þig alltaf langað að lesa Biblíuna?
Tími: 15.30-16.30.
Spænska í daglegu lífi - Lærðu nýtilegar setningar
fyrir almenna tjáningu á spænsku. Tími: 15.00-16.30.
Þriðjudagur 8. desember
Rauðakrosshúsið
Slökun og öndun - Elín Jónasdóttir kennir einfaldar
en áhrifaríkar aðferðir til að slaka á. Tími: 12.00-13.30.
Áhugasviðsgreining - Taktu áhugasviðskönnun og
fáðu einkaráðgjöf í framhaldinu. Skráning nauðsynleg.
Tími: 13.00-15.00.
STÚDENTASTJARNA
Hún er hörð samkepnin í heimi
arkitektúrsins og því viðurkenning
að komast í umræðuna á alþjóðleg-
um vettvangi. Íslenski sendiherra-
bústaðurinn í Berlín í Þýskalandi
hefur vakið mikla athygli þar í
landi en hann hönnuðu Arkitektar
Hjördís & Dennis árið 2003. „Við
fengum þá 1. verðlaun í opinni
arkitektasamkeppni um sendi-
herrabústaðinn sem haldin var
hér á Íslandi en þá voru 45 tillög-
ur sendar inn en bústaðurinn var
tekinn í notkun 2006,“ segir Denn-
is Davíð Jóhannesson.
Á þessu ári kom út hjá útgáfu-
félaginu „DOM Publishers“ í Berlín
bókin „Salon der Diplomatie,“ eftir
Kirsten Baumann og Natascha
Meuser en hún kom einnig út á
ensku undir nafninu „Ambassadors´
Residences in Berlin“ en í bókinni er
fjallað um nokkra sendiráðsbústaði,
þar á meðal hinn íslenska sem fær
átta blaðsíður. „Í tilefni af útgáfu
bókarinnar var gerður sjónvarps-
þáttur sem sýndur var á sjónvarps-
stöðinni Rundfunk Berlin Branden-
borg en aðeins tveir bústaðir voru
valdir til sýningar í sjónvarpinu,
sá íslenski og sá spænski. Við Hjör-
dís hönnuðum einnig allar innrétt-
ingar hússins og völdum öll hús-
gögn og annan búnað eftir íslenska
hönnuði. Bústaðurinn er því í raun
alíslenskur en það fannst okkur
mjög mikilvægt. Þjóðverjum finnst
bústaðurinn bæði látlaus og smekk-
legur, hreinn og tær og laus við alla
yfirborðsmennsku.“
En hvaða þýðingu hefur það
fyrir ykkur persónulega og svo
íslenskan arkitektúr? „Það veit
maður ekki en hugsanlega fáum
við fleiri verkefni í kjölfarið. Þó
virðast þau vera fleiri innanlands
en utan. Það er eins og það þurfi
að hafa sig enn meira eftir þeim,“
segir Dennis sem í lokin minnist á
enn eina umfjöllun. „Já, það kom
sex síðna umfjöllun um bústað-
inn í hinu virta þýska fagtíma-
riti „Md moebel interior design“
þar sem farið er lofsamlegum
orðum um arkitektúr byggingar-
innar og hönnun innréttinganna,“
segir hann og brosir. Það er ljóst
að íslenski sendiherrabústaðurinn
baðar sig í þýskri athygli.
unnur@frettabladid.is
Baðar sig í þýskri athygli
Íslenski sendiherrabústaðurinn í Berlín í Þýskalandi hefur vakið athygli og verið fjallað um hann bæði í
riti og sjónvarpi. Hann hönnuðu arkitektarnir Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir.
Sendiherrabústaðurinn í Berlín sem Dennis og Hjördís hönnuðu.
Marcel Lajos Breuer (1902-1981) var arkítekt og hús-
gagnahönnuður. Hann fæddist í Ungverjalandi og
kenndi í Bauhaus-skólanum á þriðja áratugnum.
Á þriðja og fjórða áratugnum gerði
hann tilraunir með húsgögn úr
stálrörum sem þóttu ansi merki-
leg. Einn þekktasti stóll hans kall-
ast Wassily-stóllinn og er nefnd-
ur eftir málaranum Wassily Kand-
insky.
Breuer flutti til London þegar
nasistar komust til valda í Þýska-
landi en hann endaði að lokum
í Bandaríkjunum þar sem hann kenndi við Har-
vard. Næstu áratugi hannaði hann fjölda húsa sem
þykja tímamótaverk og standa enn í dag fyrir sínu.
Hönnuðurinn Marcel Breuer
MARCEL BREUER VAR UNGVERSKUR EN DVALDI LENGST AF Í BANDARÍKJUNUM.
Wassily-stóllinn.
Auglýsingasími
– Mest lesið