Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 24
GJAFAPAPPÍR þarf ekki að vera dýr en hann getur sannar- lega verið skemmtilegur. Notast má við ýmislegt sem til fellur á heimilinu en ein hugmynd er að láta börnin teikna myndir og nota þær til að pakka inn gjöfum, sérstaklega til ömmu og afa. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 7. desember Miðvikudagur 9. desember Fimmtudagur 10. desember Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng- um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00. Jólaaðventan - leiðir til sáttar og vellíðunar– Ráð- gjafar Lausnarinnar (lausnin.is) benda á leiðir til að draga úr spennu og ráðaleysi. Tími: 13.15-14.30. Skiptifatamarkaður - Úti- og spariföt barna - Tími: 13.30 -17.00. Jesús og jólasveinarnir - Af hverju notar páfinn jóla- sveinahúfu? Tími: 15.00-16.00. Föndur, skrapp-myndaalbúm og jólakort - Nýr tími! Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 12.00-14.00. Saumasmiðjan - Ertu stopp í saumaskapnum? Getur þú ekki klárað flíkina? Fáðu leiðbeiningar og komdu með saumavél ef þú getur. Tími: 13.00-15.00. Aðventuhátíð velunnara Rauðakrosshússins - Tími: 15.30-17.30. Hvað er list? - Gunnar Gunnarsson listamaður ræðir spurninguna og gestir sleppa sköpunargleðinni lausri. Tími: 12.30 -13.30. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri! Tími: 12.30 -13.30. Íslenskuspilið – Viltu læra meiri íslensku? Komdu og spilaðu með! Allir velkomnir. Tími: 13.00-15.00. Brjóstsykursgerð – Gerðu gómsæta mola með Jónu Svandísi og lærðu undirstöðuatriðin. Tími: 14.00-15.30. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 11. desember Facebook - Lærðu á samskiptavefinn. Tími: 12.15-14.00. Hvernig stöndumst við álagið - Fjallað er um áhrif hugsana á líðan okkar og viðbrögð okkar í mótlæti af ýmsu tagi. Tími: 12.30-14.00. Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00. Tálgunarnámskeið - Lærðu nýjar aðferðir við að tálga með beittum hníf í ferskan trjávið. Tími: 14.30-16.00. Skákklúbbur - Komdu og tefldu! Tími: 15.30-17.00. Allir velkomnir! Skokkhópur - Við skokkum saman og förum svo í heita pottinn í Laugardalslaug. Tími: 13.00-16.00. Tölvuaðstoð - Fyrir alla. Tími: 13.30-15.30. Bridds - Lærðu Bridds hjá fyrrum heimsmeistara. Tími: 14.00-16.00. Bókaklúbbur - Ræðum bókina Leyndardómur Býflugnanna eftir Sue Monk Kidd. Tími: 14.00-15.00. Jólakortin - Við skrifum á jólakort og hlustum á nota- lega tónlist við kertaljós. Komdu með jólakort til að skrifa á og smákökur fyrir alla að smakka. Tími: 13.30-15.00. Biblíulestur - Hefur þig alltaf langað að lesa Biblíuna? Tími: 15.30-16.30. Spænska í daglegu lífi - Lærðu nýtilegar setningar fyrir almenna tjáningu á spænsku. Tími: 15.00-16.30. Þriðjudagur 8. desember Rauðakrosshúsið Slökun og öndun - Elín Jónasdóttir kennir einfaldar en áhrifaríkar aðferðir til að slaka á. Tími: 12.00-13.30. Áhugasviðsgreining - Taktu áhugasviðskönnun og fáðu einkaráðgjöf í framhaldinu. Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00-15.00. STÚDENTASTJARNA Hún er hörð samkepnin í heimi arkitektúrsins og því viðurkenning að komast í umræðuna á alþjóðleg- um vettvangi. Íslenski sendiherra- bústaðurinn í Berlín í Þýskalandi hefur vakið mikla athygli þar í landi en hann hönnuðu Arkitektar Hjördís & Dennis árið 2003. „Við fengum þá 1. verðlaun í opinni arkitektasamkeppni um sendi- herrabústaðinn sem haldin var hér á Íslandi en þá voru 45 tillög- ur sendar inn en bústaðurinn var tekinn í notkun 2006,“ segir Denn- is Davíð Jóhannesson. Á þessu ári kom út hjá útgáfu- félaginu „DOM Publishers“ í Berlín bókin „Salon der Diplomatie,“ eftir Kirsten Baumann og Natascha Meuser en hún kom einnig út á ensku undir nafninu „Ambassadors´ Residences in Berlin“ en í bókinni er fjallað um nokkra sendiráðsbústaði, þar á meðal hinn íslenska sem fær átta blaðsíður. „Í tilefni af útgáfu bókarinnar var gerður sjónvarps- þáttur sem sýndur var á sjónvarps- stöðinni Rundfunk Berlin Branden- borg en aðeins tveir bústaðir voru valdir til sýningar í sjónvarpinu, sá íslenski og sá spænski. Við Hjör- dís hönnuðum einnig allar innrétt- ingar hússins og völdum öll hús- gögn og annan búnað eftir íslenska hönnuði. Bústaðurinn er því í raun alíslenskur en það fannst okkur mjög mikilvægt. Þjóðverjum finnst bústaðurinn bæði látlaus og smekk- legur, hreinn og tær og laus við alla yfirborðsmennsku.“ En hvaða þýðingu hefur það fyrir ykkur persónulega og svo íslenskan arkitektúr? „Það veit maður ekki en hugsanlega fáum við fleiri verkefni í kjölfarið. Þó virðast þau vera fleiri innanlands en utan. Það er eins og það þurfi að hafa sig enn meira eftir þeim,“ segir Dennis sem í lokin minnist á enn eina umfjöllun. „Já, það kom sex síðna umfjöllun um bústað- inn í hinu virta þýska fagtíma- riti „Md moebel interior design“ þar sem farið er lofsamlegum orðum um arkitektúr byggingar- innar og hönnun innréttinganna,“ segir hann og brosir. Það er ljóst að íslenski sendiherrabústaðurinn baðar sig í þýskri athygli. unnur@frettabladid.is Baðar sig í þýskri athygli Íslenski sendiherrabústaðurinn í Berlín í Þýskalandi hefur vakið athygli og verið fjallað um hann bæði í riti og sjónvarpi. Hann hönnuðu arkitektarnir Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir. Sendiherrabústaðurinn í Berlín sem Dennis og Hjördís hönnuðu. Marcel Lajos Breuer (1902-1981) var arkítekt og hús- gagnahönnuður. Hann fæddist í Ungverjalandi og kenndi í Bauhaus-skólanum á þriðja áratugnum. Á þriðja og fjórða áratugnum gerði hann tilraunir með húsgögn úr stálrörum sem þóttu ansi merki- leg. Einn þekktasti stóll hans kall- ast Wassily-stóllinn og er nefnd- ur eftir málaranum Wassily Kand- insky. Breuer flutti til London þegar nasistar komust til valda í Þýska- landi en hann endaði að lokum í Bandaríkjunum þar sem hann kenndi við Har- vard. Næstu áratugi hannaði hann fjölda húsa sem þykja tímamótaverk og standa enn í dag fyrir sínu. Hönnuðurinn Marcel Breuer MARCEL BREUER VAR UNGVERSKUR EN DVALDI LENGST AF Í BANDARÍKJUNUM. Wassily-stóllinn. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.