Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 35

Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 35
MÁNUDAGUR 7. desember 2009 23 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Björgvin E. V. Arngrímsson skrifar um Icesave Tilefni þessara skrifa eru ummæli sem viðhöfð voru í umræðunni um Icesave á Alþingi 30. nóvember síðastliðinn. Þing- maður Framsóknar sagði að fjöl- miðlar væru hið þriðja vald, og hinsvegar þau orð sjálfstæðis- manns, að allir flokkar ættu að standa saman í Icesave-deilunni eins og í landhelgisdeilunni. Lengra er ekki hægt að komast frá sannleikanum. Það má segja að margt sé líkt með landhelgisdeilunni upp úr 1957 og Icesave í dag. Árið 1956 sleit Framsóknarflokkurinn stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Í kjölfarið var mynduð þriggja flokka vinstristjórn Fram- sóknar, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Í dag er tveggja flokka vinstristjórn. Varðandi ummæli þingmannsins um samstöðu allra flokka í land- helgisdeilunni þá er þetta að segja. Allan þann tíma sem barist var fyrir útfærslu landhelginnar í 12 sjómílur gekk Sjálfstæðisflokkur- inn erinda Breta, Bandaríkja- manna og NATO. Það eina sem skipti sjálfstæðismenn máli var að ná völdum hvað sem það kost- aði. Þjóðarhagur var þar hvergi inni í myndinni. Öllum meðulum var beitt til að reka fleyg í stjórnar- samstarfið og fella ríkisstjórn- ina. Þeim varð lítið ágengt nema að einu leyti, sem var að Alþýðu- flokkurinn gekk á laun til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, en hafði ekki hugrekki til að segja sig úr stjórnar samstarfinu. Það hefði verið pólitískt sjálfsmorð, því þjóð- in vildi stækkun. Það var þjóðin sem stóð heilshugar að baki ríkis- stjórnarinnar í landhelgisdeilunni, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, svo því sé haldið til haga. Sjálfstæðis- flokkurinn verður seinna spor- göngumenn í frekari útfærslu á efnahagslögsögunni. Núlifandi Íslendingar geta þakkað Lúðvík Jósepssyni fyrir hans baráttu- þrek og Alþýðubandalaginu með Hannibal Valdimarsson sem for- mann, að útfærsla landhelginnar í 12 mílur varð að veruleika. Þessir menn höfðu þor til að svara hót- unum fullum hálsi. T. d. að kæra Breta fyrir hin freklegustu brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, en í henni segir: „Allir meðlimir skulu í milliríkjaviðskiptum varast hótanir um valdbeitingu eða beit- ingu valds gegn landamærahelgi eða stjórnmálasjálfstæði nokkurs ríkis eða á neinn annan hátt sem kemur í bága við markmið hinna Sameinuðu þjóða.“ Í dag stöndum við í slag vegna Icesave, ein og óstudd að undan- skildum Færeyingum. Bretar voru með valdbeit- ingu þegar þeir beittu fyrir sig hryðjuverka- lögunum og brutu frek- lega á okkur. NATO er ekki með hótanir, en allar þjóðir í þeim samtök- um styðja við bakið á Bret- um og Hollend- ingum og eru því samsek og hafa því brotið 1. grein Norður- Atlants- hafssamningsins: „Aðilar takast á hendur, svo sem segir í sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, að leysa hverskonar milliríkjadeilumál, sem þeir kunna að lenda í, á frið- samlegan hátt, þannig að alþjóða- friði, öryggi og réttlæti sé ekki stofnað í hættu, og að beita ekki hótunum né valdi í milliríkjavið- skiptum á nokkurn þann hátt, sem ósamrýmanlegur er markmiðum Sameinuðu þjóðanna.“ Í Icesavemálinu duga engin vett- lingatök frekar en í landhelgis- málinu. Það hefur valdið mér von- brigðum, raunar farið óskaplega í taugarnar á mér hvernig núver- andi ríkisstjórn og þær tvær þar á undan hafa haldið á málum varð- andi lendingu í Icesave-málinu. Allt svo yfirþyrmandi máttlaust og fálmkennt þegar kemur að því að verja okkar málstað erlendis. Það er skipuð fjölmenn nefnd sérfræð- inga vegna viðræðna um inngöngu í Evrópubandalagið sem á eftir að kosta þjóðarbúið milljónatugi fyrir utan allan annan kostnað sem fell- ur til varðandi umsóknina. En að skipa nefnd færustu sérfræðinga bæði innlendra og erlendra til að gæta okkar hagsmuna erlendis vegna Icesavedeiluna, nei það má ekki. Í staðin er sett á lagg- irnar sendinefnd íslenskra emb- ættismanna, sem gerði það eitt að semja af sér. Hefði ekki verið betra að hafa Lee Buchheit, sér- fræðing í milliríkjasamningum og lánamálum ríkja, með í för. Hann hefði skilið 100% það sem stóð á prenti og það sem sagt var og spar- að okkur ef til vill milljarða. Alla- vega hefði hann unnið fyrir kaup- inu sínu. Að lokum til að fyrirbyggja misskilning. Ég er ekki að væna Sjálfstæðisflokkinn um að ganga erinda andstæðinga okkar í Icesa- ve né í öðrum málum í dag. En ég tel nokkra þingmenn vanhæfa í umræðunni um Icesave. Vegna þess að þeir voru ráðherrar og þingmenn í ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar fyrir og eftir hrun. Einnig set ég siðferði- legt spurningarmerki við setu Kjartans Gunnarssonar þá fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins í stjórn Landsbankans þegar Icesave-óskapnaðurinn var búinn til. En gamla formúlan lifir góðu lífi, að ná völdum hvað sem það kostar. Höfundur er félagi í Frjálslynda flokknum. Landhelgismálið og Icesave BJÖRGVIN E. V. ARNGRÍMSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.