Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 36
24 7. desember 2009 MÁNUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Hörður Þorsteinsson skrifar um Lottó Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, skrifaði grein um ágóða af lottórekstri og skiptingu hans sem hann nefnir, Lítið eitt um Lottó. Þar tekur hann undir þau sjónarmið sem fram komu í grein forseta Bandalags íslenskra listamanna um sama málefni þar sem Ágúst Guðmundsson fer fram á endurskoðun á skiptingu Lottóhagnaðar. Í grein fyrrverandi sendiherra og fyrrverandi ráðherra greinir hann frá umræðum á Alþingi sem fram fóru fyrir tæpum ald- arfjórðungi og er þar að finna greinargóða lýsingu á því hvern- ig vélað var um þetta mál á þeim vinnustað. Þar staðfestir Eiður það sem við vissum, sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar, að Ellert Schram var betri en eng- inn þegar kom að málefnum er vörðuðu íþróttahreyfinguna og stóð dyggan vörð um hagsmuna- mál hreyfingarinnar. Það væri betra ef fleiri jafnaðarmenn átt- uðu sig á mikilvægi íþróttahreyf- ingarinnar fyrir samfélagið með sama hætti og Ellert Schram gerði á þessum árum. Eiður óskar eftir því að endur- skoðað verði fyrirkomulag á skiptingu Lottóhagnaðar og að nauðsynlegt sé að gefa fleiri sam- tökum möguleika á að starfrækja starfsemi af því tagi, því að Lottó- hagnaðurinn eigi ekki að fara í að greiða innlendum eða innflutt- um atvinnumönnum í íþróttum ofurlaun. Þessi skilgreining á ráð stöfun Lottóhagnaðar er sett fram af vanþekkingu og ber þess merki að slík röksemdarfærsla á vondan málstað að verja. Allir sem vilja kynna sér ráðstöfun á hagnaði Lottó hér á landi sjá að þessir fjármunir hafa nýst vel til samfélagslegra verkefna hvort sem er á vettvangi íþrótta- eða mannúðarmála. Öryrkjabanda- lagið hefur byggt upp fjölda íbúða fyrir sína skjólstæðinga og hefur getað stutt við þá sem standa höllum fæti í okkar sam- félagi og íþróttahreyfingin og Ungmennafélag Íslands hefur nýtt þessa fjármuni til að efla íþrótta- og félagsstarf á þeirra vettvangi. Þrátt fyrir að vel hafi tekist til í rekstri Lottó frá stofnun þess er þó rétt að geta þess að hagnaður þess skiptist víða og ekki koma stórar upp- hæðir í hlut hvers aðila. Undir- ritaður, sem er í forsvari fyrir næststærsta sérsamband innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands, getur upplýst að hlutur golfsambandsins af Lottó- hagnaði 2008 var kr.7.561.343 og ef með er talið framlag til sam- bandsins sem greitt er í gegnum Íþrótta- og Ólympíusambandið sem fjármagnað er að hluta með Lottóhagnaði og hins vegar beint framlag til afrekssjóðs af fjár- lögum og að auki reiknað inn framlag til sérsambanda sem sérgreint er á fjárlögum eru heildargreiðslur til sambandsins kr.16.653.654 á árinu 2008. Þessi styrkur er ætlaður til að reka næststærsta sérsam- band Íslands með um 16 þúsund félaga, þjóna 65 klúbbum og halda úti landslið- um í fullorð- insflokki og unglinga- flokkum. Að sjálfsögðu dugar stuðn- ingur opin- bera aði la engan veg- inn ti l að standa undir starfseminni o g e r u þessar tekjur einungis um 13% af heildar veltu sambandsins á því ári. Í samanburði við frænd- þjóðir okkar á Norðurlöndunum sem fyrrverandi sendiherra þekkir eflaust miklu betur en undirritaður, er stuðningur opinberra aðila margfalt meiri við sérsamböndin þar í landi og miklir fjármunir lagðir í að efla afreks- og útbreiðslustarf þeirra. Þar er viðurkennt samfélagslegt gildi íþróttastarfs og sú mikla forvarnar vinna sem felst í því að halda úti öflugu íþróttastarfi og skilningur á að slík starfsemi skapi samfélaginu mikinn sparn- að í útgjöldum á heilbrigðis sviði og á sviði félagsmála. Enda ef skoðuð eru fjárlög ársins 2009 sem hljóða upp á rúmar 555 milljarða, þá er hlutfall þess- ara málaflokka 229 milljarðar, eða um 50% af heildar útgjöldum ríkisins. Sú leið ríkisvaldsins að úthluta íþróttahreyfingunni einkaleyfi á lottó og talnagetraunum var skynsamleg á sínum tíma og samkvæmt tölum sem fram koma í ársskýrslu ÍSÍ fyrir árið 2008 þá koma 219.390.840 krónur til skiptanna af hagnaði Lottó og Getrauna til íþróttahreyfingar- innar. Því miður hefur þessi leið orðið til þess að annar stuðning- ur ríkisins við íþróttahreyfing- una mælist varla. Ef skoðuð eru fjárlög ársins 2009 þá eru heildar- útgjöld til íþróttamála um 400 milljónir á meðan t.d. Sinfóníu- hljómsveit Íslands fær 652 millj- ónir, Þjóðleikhúsið 720 milljón- ir, Kvikmyndamiðstöð Íslands 668 milljónir, Listasjóður 362 milljónir, Liðurinn Listir, fram- lög 918 milljónir, Íslenski dans- flokkurinn 122 milljónir, Lista- safn Íslands 165 milljónir svo þeir stærstu séu teknir. Ef Bandalag íslenskra lista- manna vill hlutdeild í lottóhagn- aði íþróttahreyfingarinnar er þá ekki líka sjálfsagt að taka upp þá umræðu hvort ekki sé rétt að endur skoða heildarútgjöld til þessara málaflokka og athuga á hvern er hallað. Íslensk íþrótta- hreyfing hefur hingað til verið rekin að mestu af sjálfboðaliðum og þurft að velta hverjum aur til að láta enda ná saman. Ósann- gjörn og villandi umræða í takt við það sem fram kemur í grein sendiherrans fyrrverandi er engum til framdráttar og mikil- vægara er að forystumenn íþróttahreyfingarinnar og for- ystumenn listamanna snúi bökum saman, því samfélagslegt gildi lista og íþrótta er ómetanlegt og aldrei eins og nú þegar að okkur er sótt og fyrirsjáanlegur er mik- ill samdráttur á öllum sviðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands. Lítilræði frá Lottó HÖRÐUR ÞORSTEINSSON UMRÆÐAN Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir skrifar um rannsóknar- nefnd Alþingis Síðustu daga hefur verið nokk-ur umfjöllun í fjölmiðlum um væntanlega skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis og birtingu hennar, sem og kosningu sér- stakrar þingmannanefndar til að fjalla um niðurstöður skýrslunn- ar. Til að eyða öllum misskilningi vil ég taka skýrt fram að skýrsla rannsóknarnefndarinnar verður birt í heild sinni um leið og hún verður afhent Alþingi. Aldrei hefur staðið til að hafa annan hátt á í þeim efnum. Jafnframt er mikilvægt að Alþingi, sem setti rannsóknina af stað, sé vel undir það búið að taka við skýrsl- unni. Frumvarpi forsætisnefndar Alþingis, um kosningu sér- stakrar þingmannanefndar, er ætlað að tryggja að niðurstöður rannsóknar nefndarinnar fái eðli- lega meðferð innan þingsins. Rannsókn á ábyrgðinni á banka- hruninu Þegar rannsóknarnefnd Alþingis var komið á fót var meginhlutverk hennar að leita sannleikans um ástæður bankahrunsins og lýsa afstöðu sinni til þess hverjir beri ábyrgð á því. Rannsóknarnefnd- inni var hins vegar ekki falið að úrskurða um sekt og sakleysi manna eða ákveða hvernig bregð- ast eigi við. Málinu lýkur því ekki þegar skýrsla rannsóknarnefndar- innar liggur fyrir heldur verður að fylgja niðurstöðum hennar eftir. Þannig munu sérstakur saksóknari og einstök ráðuneyti, dómstólar og stjórnvöld þurfa að vinna úr ábendingum rannsóknar- nefndarinnar um mögulega ábyrgð einstakra manna á því sem gerðist í aðdraganda banka- hrunsins. Það kemur hins vegar í hlut Alþingis að fjalla almennt um skýrsluna m.a. í þeim tilgangi að draga megi lærdóm af því sem gerðist haustið 2008. Nokkuð hefur borið á efa- semdum um að Alþingi sé réttur aðili til að fylgja skýrslu rann- sóknarnefndarinnar eftir. Í okkar lýðræðis- samfélagi er Alþingi eina stofnunin sem hefur lýðræðis- legt umboð til að ráða fram úr sameigin- legum hags- munamálum þjóðarinnar og segja hand- höfum fram- kvæmdar- valdsins fyrir verkum. Þá bera ráðherrar ábyrgð á embættis- athöfnum sínum gagnvart Alþingi og þingið getur eitt tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé til að ákæra ráðherra samkvæmt 14. gr. stjórnarskrárinnar. Þess vegna er það beinlínis hlutverk Alþingis að leggja mat á viðbrögð ráðherra og annarra stjórnvalda í þessu máli, draga lærdóm af mistökum og bæta úr því sem aflaga hefur farið. Þó að hrun fjármálakerfis- ins sé á ýmsan hátt sneypa fyrir ríkisvaldið verður ekki undan því vikist að Alþingi fjalli um það út frá þessum forsendum. Tryggja þarf vandaða þing- meðferð Í frumvarpi forsætisnefndar er umfjöllun Alþingis um niður- stöður rannsóknarnefndarinnar sett í ákveðinn farveg. Þar er leitast við tryggja að skýrslan fái vandaða og ítarlega meðferð og að viðbrögð þingsins verði bæði fum laus og skýr. Á Alþingi er engin föst eftirlitsnefnd eins og víða í nágrannalöndum okkar. Því er fyrirhugað að kjósa níu manna þingmannanefnd sem er ætlað að fara vandlega yfir skýrslu rann- sóknarnefndarinnar og móta við- brögð Alþingis við niðurstöðum hennar. Henni er síðan ætlað að skila skýrslu til Alþingis ásamt tillögum að öðrum þingmálum eftir því sem efni máls krefur. Þingmannanefndin getur leitað aðstoðar sérfræðinga í störfum sínum. Eins getur hún falið einum eða fleiri sérfróðum aðilum að rannsaka einstök atriði og gefa sér skýrslu um niðurstöðuna. Stjórnskipanin leyfir aftur á móti ekki að aðrir en þingmenn eigi hlut í flutningi þingmála. Því verður nefnd sem er ætlað þetta hlutverk að vera skipuð þingmönnum, en ekki utanþings- mönnum. Þá er mikilvægt er að skipan nefndarinnar endurspegli eftir fremsta megni litróf stjórn- málanna á Alþingi. Því hefur forsætisnefnd mælst til þess að þingflokkarnir komi sér saman um einn lista við kjör í nefndina þar sem allir þingflokkarnir eiga a.m.k. einn fulltrúa. Ekki er á þessu stigi hægt að ákvarða viðfangsefni þingmanna- nefndarinnar. Það mun ráðast af umfjöllun rannsóknarnefndar- innar og niðurstöðum hennar. Væntingar standa þó til þess að skýrsla hennar geti orðið faglegur grundvöllur að almennu uppgjöri málsins og að íslensk stjórnmál og samfélagið í heild geti dregið af því einhvern lærdóm. Þá má ætla að þingmannanefndin muni fylgja eftir ábendingum rann- sóknarnefndarinnar um breyt- ingar á lögum og reglum. Við það er miðað að þingmanna- nefndin geri grein fyrir athugun sinni í áliti sem lagt verður fyrir Alþingi. Þar verður eftir atvikum unnt að gera tillögu eða tillögur til þingsályktunar sem kæmu til afgreiðslu við lok umræðunnar um skýrsluna. Þó að ekki sé í frumvarpi forsætisnefndar settur ákveðinn tímafrestur fyrir athugun þingmanna nefndar- innar er eftir sem áður mikil- vægt að hraða meðferð málsins eftir fremsta megni og að þing- mannanefndin setji sér skýr markmið í þessu efni. Þá mun ég sem þing forseti gera mér far um að tryggja þingmannanefndinni sem besta aðstöðu til að sinna verkefni sinu, bæði með aðstoð skrifstofu þingsins og sérfræð- ingum utan hennar. Höfundur er forseti Alþingis. Hlutverk þingsins við meðferð skýrslu rannsóknarnefndarinnar ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Væntingar standa þó til þess að skýrsla hennar geti orðið faglegur grundvöllur að al- mennu uppgjöri málsins og að íslensk stjórnmál og samfélagið í heild geti dregið af því ein- hvern lærdóm. lta klingafata egundir og cl Pepsí dó alltaf í leiðinni! Ho kjú 2 t 33 598 kr.pk. ÓDÝRT ALLA DAGA!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.