Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 40
BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 28 7. desember 2009 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þessar frönsku kartöflur hefðu verið miklu betri með sjávarsalti. Ónei, ekki smámunasami dómarinn aftur. MMMM. Já. Ég veit það ekki. Nei, takk. Nei, sko! Ég fann heilan kassa af íspinnum. Við tölum saman seinna. Vel grip- ið! Það var nú miklu frek- ar rúllað yfir hana. 10. HVERVINNUR! VILTU MIÐA? Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. JÓLAMYNDIN Í ÁR FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA FULLT AF AUKAVIN NINGUM TÖLVULE IKIR · DVD MYNDIR · PEPSI M AX OG MARG T FLEIRA! SENDU SM S SKEYTIÐ ESL ART Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆ TIR UNNIÐ MIÐ A! FRUMSÝN D 4. DESE MBER Fréttastofa Ríkissjónvarpsins sagði frá því fyrir viku að verð á bókum hefði hækkað frá því í fyrra. Eins og flestir hafa gert sér grein fyrir hefur býsna margt hækkað í verði síðan þá. Og það þarf ekki einu sinni að fara svo langt aftur því verð- lag hefur hækkað heilmikið frá því bara í sumar sem leið. Í ágúst keypti ég borðspil á verði sem nú er orðið 80% hærra. Hér er um að ræða fjóra trékalla, tréhettur sem hægt er að hvolfa yfir þá, tening, sjálft spjaldið og loks kassann utan um herleg- heitin. Skýringin sem mér var gefin í búðinni á þessari hækkun var sú að það hefði komið ný sending af vör- unni. SPILIÐ er að mestu leyti úr pappír – líkt og bækur – og pappír hefur hækkað í verði. Það er gott að íslenskar bækur hafa ekki hækkað jafnskarpt og umrætt spil, heldur aðeins um nokkur hundruð krónur hver og sumar ekki neitt. Þeir sem ætla að gefa börnum jólagjafir í ár reka sig fljótt á að verð á bókum er mun viðráðanlegra en á mörgum vinsælum innfluttum leikföngum. Þessi jólin er það útsjónarsemin sem gildir og um að gera að bera saman verð og þjónustu áður en innkaupin hefjast. Fjöldi manns nýtti sér bókamarkaðina sem stóðu fram í október og runnu þar með saman við jólabókaflóðið. Þar sást til fólks velja klassískar og góðar bækur til jóla- gjafa. Bók er og verður góð gjöf, hvort sem hún er nýkomin út eður ei. BÆKUR eru nefnilega ekki bara kækur. Þær eru líka lækur sem seytlar um heila- búið og svalar þörf mannsins fyrir ævin- týri og lönguninni til að skilja annað fólk og sjálfan sig helst líka. Fréttaflutningur Ríkissjónvarpsins á mánudagskvöld, dag- inn fyrir fullveldisdaginn, minnir á frétt- irnar af skólabókaverðinu sem þjóðinni var boðið upp á í haust. Viðtöl við háskólanema sem greiddu tugi þúsunda króna fyrir skólabækur runnu saman við foreldra sem tuðuðu yfir því að þurfa að greiða 10.000 kr. fyrir skólavörur handa sex ára börnum – eins og menntun væri einskis virði. ÉG HVET FÓLK sem finnst bókaverð út úr öllu korti að tölta nú út í búð og glugga til dæmis í Gásasöguna eftir Brynhildi Þór- arinsdóttur, Komin til að vera nóttin eftir Ingunni Snædal, Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson eða Auði eftir Vilborgu Davíðs- dóttur og velta því fyrir sér hvort það sé ekki einhvers virði að svona bækur séu skrifaðar hér á landi á íslenskri tungu fyrir íslenska þjóð. Og hvort ekki megi þá greiða eilítið fyrir þær líka eins og eldhúsinnrétt- ingar, jólaljósaseríur og kort í skíðalyftu. Komin til að vera bókin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.