Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 43

Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 43
MÁNUDAGUR 7. desember 2009 Auglýsingasími – Mest lesið Jólako rt og jólafr ímerk i Ætting jar vil ja sjá myndi r. Nú ge tur þú hann að þín eigin jólako rt og j ólafrím erki á www. postu r.is  Bókmenntir ★★ Byltingarmenn og bóhemar Ólafur Ormsson Villta vinstrið Í Byltingar- mönnum og bóhemum fer Ólafur Ormsson yfir sögu vinstri- hreyfingarinnar hér á landi á blómatíma hugsjónanna. Ólafur lýsir því hvernig ungt fólk fann eldheitum skoðunum sínum farveg innan hinna ýmsu vinstri samtaka og tekist var á um hvaða spámanni ætti að fylgja; Maó, Stalín, Trotskí, Lenín eða Marx. Þetta var litríkur tími og þó vissulega sé á stundum grátbros- legt að lesa um deilur fólks um landbúnaðarstefnu Maós, verður það ekki frá fólkinu tekið að það hafði skoðanir. Bókin er skemmtileg heimild um horfinn tíma. Hún er þokka- lega skrifuð og mjög persónuleg, en hún hefði vel þolað betri yfirlestur. Hún er full af stafsetn- ingarvillum og sömu menn eru oft kynntir til sögunnar þegar eitt skipti hefði dugað. Kolbeinn Óttarson Proppe Niðurstaða Skemmtileg heimild um horfinn tíma. Bókmenntir ★★★ Eitt sinn gangster, ávallt gangster Spennusaga Josh Bazell Hjúkrað og hefnt Við nýjan tón kveður í þessari spennusögu, nokkuð sem ekki er auðvelt að ná í þessum heimi sem fullur er af spennusögum. Sagan segir frá einni vakt í lífi læknisins Brown, sem poppar sig upp á örvandi til að komast í gegnum erfiða vakt. Fortíðin bankar á dyrnar á sjúkrahúsinu og það verður til þess að hann rifjar hana upp. Og vart má á milli sjá hvort er blóðugra, minningar hans um lífið og hefndina eða núið í skurðaðgerðunum. Sagan er fersk og skemmtilega hrá, óþægilega brútal á köflum en falleg á köflum. Hress andvari í glæpa- sagnaheiminn. Þýðing Arnars Matthíassonar er fín, þótt vissulega sé umhugsunarefni hvernig titillinn fór úr Beat the Reaper í Eitt sinn gangster, ávallt gangster. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Grimm og grípandi saga, full af húmör og spennu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.