Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 46

Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 46
34 7. desember 2009 MÁNUDAGUR Andri Ásgrímsson hefur sent frá sér sólóplötuna Orrustan um Esjuna. Andri er einnig í hljómsveitinni Leaves og segist alltaf vera að nostra við einhverja músík. „Þetta er háalvarleg tónlist og alveg jafn dramatísk og umslagið gefur til kynna,“ segir Andri Ásgrímsson um fyrstu sólóplötu sína, Orrust- an um Esjuna. Á umslaginu fljúga fljúgandi furðuhlutir yfir Reykja- vík og ofurhetjan, Andri í hlut- verki Sveimhugans, stendur keik með leysibyssu. Þetta er konsept- plata. „Ég vildi fara eitthvað með þetta, hafa eitthvert form til að vinna út frá,“ segir Andri. „Sagan á plötunni er að geimverur hafa ráðist á Reykjavíkurborg og það er allt brjálað. Leysigeislaskothríð, sprengingar og læti. Svo kemur Sveimhuginn og bjargar Reykja- vík frá geimverunum.“ Lögin bera nöfn eins og „Borgin brennur“ og „För sniglanna“ og tónlistin er bæði hljóðgervlaknúin og spiluð með kammerhljóðfærum. Andra þykir ekki óvitlaust að kalla tónlistina „sci-fi klassík“. „Annars vegar dregur músíkin áhrif sín frá þýska krautrokkinu og hins vegar frá klassíkinni.“ Auk þess að berjast við geim- verur á plötu spilar Andri á hljóm- borð og gítar með Leaves. „Maður hefur alveg ágætis tíma fyrir utan bandið og mig hefur alltaf langað lengi til að gera eitthvað í þessa átt- ina. Ég er alltaf að nostra við ein- hverja músík. Sum lögin eru orðin mjög gömul. Maður er búinn að taka gamlar hugmyndir og vinna þær almennilega.“ Fyrir Leaves var Andri í hinu frá- bæra post-rokkbandi Náttfari, sem hætti áður en hjólin fóru að snú- ast. „Það band gerði best-of demó sem ekkert varð út. Við vorum bara ekki nógu þroskaðir á þeim tíma til að taka Náttfara lengra. Því miður, þetta var gott efni. Við fokkuð- um þessu bara upp,“ segir Andri. Hann langar til að spila nýju plöt- una á tónleikum en það gæti verið snúið því þetta er mikið hljóðvers- verk. „Það væri erfitt að feika þetta á tónleikum. Strengir og sprengjur og fimm effektar á röddinni. Maður reynir samt.“ Andri er búinn að keyra plötuna í allar helstu plötubúðir og hún fæst líka á Gogoyoko. drgunni@frettabladid.is NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 L L 16 L 10 10 JULIE AND JULIA kl. 5.20 - 8 - 10.35 ARTÚR 2 kl. 4 - 6 THE BOX kl. .5.30 - t8 - 10.30 LOVE HAPPENS kl. 8 2012 kl. 4.45 - 8 - 10.30 2012 LÚXUS kl. 4.45 - 8 SÍMI 462 3500 2012 kl. 8 THE BOX kl. 8 - 10.10 LOVE HAPPENS kl. 6 9 kl. 6 10 16 L 7 7 12 10 L 16 WHATEVER WORKS kl. 5.50 - 8 - 10.10 A SERIOUS MAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 2012 kl. 5.45 - 9 DESEMBER kl. 6 - 8 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 10 SÍMI 530 1919 L 16 10 16 16 JULIE AND JULIA kl. 5.20 - 8 - 10.35 PARANORMAL ACTIVITY kl. 8 - 10 2012 kl. 6 - 9.15 ZOMBIELAND kl. 6 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 6 - 9 SÍMI 551 9000 SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐ UST U S ÝNI NG AR .com/smarabio AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR 30.000 MANNS! 32.000 MANNS! JÓLAMYNDIN Í ÁR! FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNASÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. J i m C a r r e y ROBERT PATTINSON OG KRISTEN STEWART ERU MÆTT Í EINNI STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA! Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna16 16 16 NINJA ASSASSIN kl. 5:50 - 8 - 10:10 NINJA ASSASSIN kl. 8 - 10:10 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:20 - 8 - 10:10 - 10:40 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:20 A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 5:50(3D) Ótextuð A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 5:50 A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 8 - 10:10 PANDORUM kl. 8 LAW ABIDING CITIZEN kl. 8 COUPLES RETREAT kl. 5:50 NINJA ASSASSIN kl. 8 - 10:40 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 6 - 8 - 9 - 10:10 A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 5:50(3D) A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 5:50(3D) Ótextuð THE TWILIGHT SAGA: NEW MOON kl. 8 - 10:30 MORE THAN A GAME kl. 8 NINJA ASSASSIN kl. 10 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MATRIX HÖRKU HASARMYND 12 12 12 12 V I P V I P 7 7 7 7 7 7 7 16 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 EXTRACT kl. 6, 8 og 10 12 ARTHÚR 2 - Íslenskt tal kl. 6 L COCO BEFORE CHANEL kl. 8 og 10.10 L 2012 kl. 7 og 10.10 10 HUGLJÚF OG HEILLANDI MYND UM ÆVI COCO CHANEL JÓLAMYNDIN Í ÁR „Þetta byrjar allt voða vel,“ segir Ragnar Ólafs- son úr þjóðlagasveitinni Árstíðum. Hún hefur gert samning við sænska útgáfufyritækið Adore Music um útgáfu á sinni fyrstu plötu, sem kom út hér á landi í sumar. „Þetta er miðlungsstórt óháð fyrir- tæki í Gautaborg og ágætlega vel tengt hvað varðar dreifingu á Norðurlöndunum. Ég er nokkuð sáttur við þennan samning og ég held að hann muni skila sínu,“ segir Ragnar en bætir við: „Þetta er mest kynning. Við verðum ekkert ríkir á þessu.“ Áhugi Svíanna á Árstíðum hófst á tónlistarhátíð- inni Réttum þegar hljómsveitin hélt vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni. Margir höfðu þá samband við sveitina en hún vildi bíða með að semja þangað til eftir norsku hátíðina By:Larm þar sem Árstíð- ir áttu að spila næsta vor. Ekkert verður af þeim tónleikum og því var ákveðið að semja við Adore Music. Platan kemur líklega út í apríl í Svíþjóð og þriggja vikna tónleikaferð um landið er síðan fyrir- huguð í lok maí til að fylgja henni eftir. Sænskir fjölmiðlar hafa verið áhugasamir um Árstíðir að undanförnu. Nýlega birtist stórt viðtal við sveitina í blaðinu Sydsvenskan og einnig tók tón- listartímaritið Zero Music viðtal við hana. Þar hefur platan þegar fengið mjög jákvæða dóma, átta af tíu mögulegum. Jafnframt birtist viðtal við Ragnar í ítalska tísku- og lífsstílstímaritinu Salad Days eftir áramót þar sem hann var spurður út í lopapeysur og annað sem tengist Íslandi. Árstíðir áttu að spila á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar en ekkert varð af því. Í staðinn heldur hljómsveitin sína eigin jólatónleika í Frí- kirkjunni 23. desember. - fb Útgáfusamningur í Svíþjóð ÁRSTÍÐIR Þjóðlagasveitin Árstíðir hefur gert útgáfusamning við sænskt fyrirtæki. MYND/ÓSKAR PÁLL ELFARSSON Litlu munaði að illa færi þegar glerhurð í sturtu Ross Jarman, trommara The Cribs, brotnaði. Jarman skarst illa, en harkaði það af sér. Íslandsvinurinn Ross Jarman, trommari bresku hljómsveitarinn- ar The Cribs, slasaðist illa í sturtu á mánudag. Jarman var að hressa upp á sig á hótelherbergi sínu eftir tónleika í O2-höllinni í Birming- ham þegar glerhurðin losnaði frá sturtunni og brotnaði með þeim afleiðingum að hann hlaut nokk- ur djúp sár. Jarman var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. The Cribs neyddist ekki til að hætta við fyrirhugaða tónleika vegna atviksins, en Jarman lætur slysin ekki stoppa sig. Hann úln- liðsbrotnaði fyrr á þessu ári þegar hljómsveitin var í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Þrátt fyrir það kláraði hann að taka upp trommurnar á plötunni, en bruddi verkjalyfið vicodin inni á milli laga. The Cribs kom til Íslands árið 2006 og spilaði á Iceland Airwaves- hátíðinni. Félagarnir létu vel af dvölinni og fóru á marga tónleika á hátíðinni. atlifannar@frettabladid.is Íslandsvinur slasar sig SKORINN Trommari The Cribs slasaði sig í sturtu. GEIMVERUR RÁÐAST Á REYKJAVÍK Á NÝRRI PLÖTU MEÐ LEYSIBYSSUNA Á LOFTI Andri Ásgrímsson úr Leaves hefur gefið út konsept- sólóplötu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.