Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 48

Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 48
36 7. desember 2009 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Manchester City getur þakkað markverði sínum Shay Given að liðið slapp við áttunda jafnteflið í röð og vann glæsilegan 2-1 sigur á toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Shay Given varði vítaspyrnu Franks Lampard sjö mínútum fyrir leiks- lok en áður höfðu Emmanuel Ade- bayor og Carlos Tevez komið City yfir. „Við höfum enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Við erum að gera góða hluti þessa stundina en leikur- inn í dag var mjög erfiður þar sem Manchester City spilaði mjög vel,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chel- sea, eftir leikinn og hann sagði líka að Frank Lampard yrði áfram víta- skytta liðsins. „Stundum gerast óvæntir hlutir og ég bjóst ekki við að Frank myndi klikka á vítinu,“ sagði Mark Hughes, stjóri City, og hrósaði markverði sínum. „Við byrjuðum eins illa og við gátum með því að fá á okkur þetta ólukkumark í byrjun en það eru ekki mörg lið sem geta komið til baka á móti Chelsea. Það eitt sýnir sterkan karakter og getu þessa liðs,“ sagði Hughes en hans menn eru að breytast í mikla áhrifavalda í topp- baráttunni enda búnir að ná í sjö stig á móti stóru liðunum á þessu tíma- bili. City er búið að vinna Chelsea og Arsenal og gera jafntefli við Liverpool. Sir Alex Ferguson lenti í miklum vandræðum með varnarlínu sína á móti West Ham á Upton Park en það hafði engin áhrif á liðið, sem vann 4-0 sigur. Paul Scholes skoraði fyrsta markið í uppbótartíma fyrri hálf- leiks og Darron Gibson, Antonio Valencia og Wayne Roon- ey bættu síðan við mörkum í þeim síðari. „Evra hlýtur að vera minnsti miðvörður í heimi en hann les leik- inn vel og er fljótur og áræðinn,“ sagði Ferguson eftir leik en Evra kláraði leikinn í miðri vörninni þar sem Rio Ferdinand var meiddur, Nemanja Vidic var veikur, Gary Neville tognaði í fyrri hálf- eik og Wes Brown meiddist í þeim síðari. Þegar Wes Brown meiddist í seinni hálfleik varð Ferguson að færa Patrice Evra í mið- vörð við hliðina á Carrick og Ryan Giggs niður í vinstri bak- vörð. Miðjumaðurinn Darren Fletcher spilaði síðan hægri bak- vörð allan leikinn. Liverpool missti bæði Aston Villa og Manchester City upp fyrir sig í töflunni eftir að hafa aðeins náð markalausu jafntefli á móti Blackburn í 500. leik Stevens Gerr- ard fyrir félagið. Arsenal komst aftur á sigur- braut með 2-0 sigri á Stoke þar sem Andrey Arshavin átti flottan leik; skoraði eitt, lagði upp annað fyrir Aaron Ramsay og fiskaði víti sem Cesc Fabregas lét Thomas Søren- sen verja frá sér. Tottenham mistókst að ná aftur 3. sætinu af Arsenal þegar liðið missti niður tveggja marka forskot á síðustu tólf mínútum. Jermain Defoe gat tryggt Tottenham sigur- inn í uppbótartíma en lét Tim How- ard verja frá sér vítaspyrnu. ooj@frettabladid.is sport@frettabladid.is Fyrirtæki á Höfuðborgar svæðinu og Akureyri. Bjóðum upp á örugga og hraða sendingar þjónustu fyrir jólin. Pakkar, bögglar og nafnamerkt blöð. Nánari upplýsingar veiti r Pósthúsið í síma 585-8300 eða á posthusid.is Helena Sverrisdóttir er áfram í stóru hlutverki hjá TCU í bandaríska háskólaboltanum. TCU tapaði óvænt á móti Minnesota á móti á Bahamaeyjum á dögunum og tapið fór mjög illa á Jeff Mittie, þjálfara liðsins. Hann gerði Helenu að blóraböggli. „Leikurinn gegn Minnesota var bara hreint út sagt hræði- legur. Það gekk ekkert upp hjá mér né liðinu,” sagði Helena, sem var með 3 stig. „Ég og TK, sem erum fyrirliðarnir hérna, vorum „leystar af störfum” í Kansas-leiknum, og tveir nýliðar settir í það hlutverk þann daginn. Það var kannski mesta „wake-up call” sem ég hef fengið. Mittie hefur mikla trú á mér, og hann kann alveg á mig, það virkar ekkert endilega að öskra á mig, frekar að ná inn á mig andlega,” segir Helena, sem var líka tekin út úr byrjunarliðinu. „Það var mjög skrýtið þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu hérna í öll skiptin nema tvö. Ég ber fullkomið traust til Mittie þjálfara og ég veit að þetta var rétt í stöðunni. Ég set liðið númer eitt. Þó svo að ég hafi kannski verið ósátt með þetta lét ég engan vita af því, heldur kom bara af bekknum og reyndi að gera mitt besta. Við spiluðum síðan við Kansas, sem er án vafa eitt besta lið sem ég hef spilað við, og unnum þær,” sagði Helena. Helena fannst aðgerðir þjálfarans ekki hafa verið ósanngjarnar. „Ég vil verða betri, ég vil fá alla þá hjálp sem ég mögulega get til þess að ná sem lengst. Ein af ástæðum þess að ég ber svona mikla virðingu fyrir honum er að engin fær neitt auðvelt, hann ýtir öllum áfram og ögrar manni á hverjum degi. Mér fannst ég eiga þetta skilið, ég spilaði ekki vel gegn Minnesota og eftir að horfa á vídeó af þeim leik skil ég Mittie hundrað prósent,” sagði Helena, sem stefnir á að vinna Mountain West deildina með TCU og komast í úrslitakeppnina. Helena er með góða heimsókn þessa dagana því foreldrar hennar eru komnir út. „Það verður frábært að fá þau. Þau hafa alltaf verið til staðar, og ég tala við þau nánast daglega í gegnum skype eða síma, en það verður gott að fá alvöru knús. Pabbi hefur alltaf eitthvað gott að segja um körfuboltahlið leiksins og mamma er besta klappstýra sem finnst. Sama hvernig fer er hún alltaf til staðar til að peppa mig upp,” segir Helena að lokum. HELENA SVERRISDÓTTIR: ÞURFTI AÐ ÞOLA SÉRSTAKAR REFSINGAR ÞJÁLFARANS EFTIR EINN SLAKAN LEIK Mamma er besta klappstýran sem finnst > Ólafur Ingi samdi við SønderjyskE Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmiðjumaður og fyrrum leikmaður sænska liðsins Helsingborg, hefur gert þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE en þetta var tilkynnt um helgina. SønderjyskE-liðið hélt upp á komu hans með því að vinna 2-0 heimasigur á Aalborg BK en sigurinn kom því upp um tvö sæti og í 8. sæti deildarinnar. „Við erum mjög stoltir yfir því að Ólafur skuli hafa valið SønderjyskE framyfir önnur lið,“ sagði Jacob Gaxe Gregersen, Íþróttamála- stjóri SønderjyskE, á heimasíðu félagsins. Enska úrvalsdeildin ARSENAL-STOKE CITY 2-0 1-0 Andrei Arshavin (25.), 2-0 Aaron Ramsey (78.). ASTON VILLA-HULL CITY 3-0 1-0 Richard Dunne (12.), 2-0 James Milner (28.), 3-0 John Carew, víti (87.). MANCHESTER CITY-CHELSEA 2-1 0-1 Sjálfsmark (8.), 1-1 Emmanuel Adebayor (36.), 2-1 Carlos Tevez (55.). PORTSMOUTH-BURNLEY 2-0 1-0 Hermann Hreiðarsson (64.), 2-0 Aruna Dindane (83.). WEST HAM-MANCHESTER UNITED 0-4 0-1 Paul Scholes (45.), 0-2 Darron Gibson (60.), 0-3 Antonio Valencia (70.), 0-4 Wayne Rooney (71.). WIGAN ATHLETIC - BIRMINGHAM CITY 2-3 1-0 Charles N‘Zogbia (32.), 1-1 Sebastian Larsson (60.), 1-2 Christian Bene tez (65.), 1-3 Sebastian Larsson (71.), 2-3 Jordi Gomez (88.). WOLVES-BOLTON 2-1 1-0 Jody Craddock (2.), 2-0 Nenad Milijai¡ (62.), 2-1 Johan Elmander (78.). Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton. FULHAM-SUNDERLAND 1-0 1-0 Bobby Zamora (7.) EVERTON-TOTTENHAM 2-2 1-0 Jermain Defoe (47.), 2-0 Michael Dawson (59.), 2-1 Louis Saha (78.), 2-2 Tim Cahill (86.) STAÐAN Í DEILDINNI: Chelsea 15 12 0 3 37-10 36 Man.United 15 11 1 3 34-13 34 Arsenal 14 9 1 4 38-18 28 Tottenham 15 8 3 4 35-21 27 Aston Villa 15 7 5 3 25-14 26 Man. City 14 6 7 1 26-18 25 Liverpool 15 7 3 5 31-20 24 Fulham 15 6 4 5 19-16 22 Birmingham 15 6 3 6 15-16 21 Sunderland 15 6 2 7 21-21 20 Stoke City 15 5 5 5 13-17 20 Blackburn 15 5 3 7 16-28 18 Burnley 15 5 2 8 19-33 17 Wigan Athletic 15 5 2 8 17-34 17 Everton 15 4 4 7 19-27 16 Hull City 16 4 4 8 17-34 16 West Ham 15 3 5 7 24-30 14 Wolves 15 3 4 8 14-28 13 Bolton 14 3 3 8 17-29 12 Portsmouth 15 3 1 11 13-23 10 MARKAHÆSTIR: Jermain Defoe, Tottenham 12 Wayne Rooney Manchester United 11 Didier Drogba, Chelsea 11 Fernando Torres, Liverpool 10 Darren Bent, Sunderland 9 Louis Saha, Everton 9 ÚRSLITN Í ENSKA Grannagreiði City-liðsins Manchester United minnkaði forskot Chelsea í tvö stig um helgina þökk sé 2-1 sigri Manchester City á Chelsea þar sem Shay Given var hetjan. United vann 4-0 sigur á West Ham og Liverpool datt niður í 7. sæti eftir markalaust jafntefli. HETJA LEIKSINS Shay Given sést hér búinn að verja vítaspyrnu frá Chelsea- manninum Frank Lampard sjö mínútum fyrir leikslok. MYND/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson var allt í öllu þegar Portsmouth vann 2-0 sigur á Burnley á Fratt- on Park í gríðarlega mikilvæg- um leik í baráttu liðsins á botni deildar innar. „Það er fullt af stigum eftir í pottinum,“ sagði Hermann, sem skoraði fyrra mark Portsmouth og fiskaði einnig víti í fyrri hálf- leik sem nýttist ekki. „Þetta var ekki víti. Ég var að bíða eftir sparkinu sem kom aldrei. Þetta var samt ekki dýfa því það er ekki það sem ég stend fyrir,“ viðurkenndi Hermann, sem hefur staðið í launakrísu Portsmouth fyrir hönd leikmanna liðsins. „Allir leikmenn liðsins hafa staðið saman í þessari erfiðu stöðu og það hefur enginn verið að kvarta. Þetta hefur kannski bara þjappað hópnum saman,“ sagði Hermann. - óój Mikilvægur sigur Portsmouth: Hermann allt í öllu í sigurleik MIKILVÆGUR Hermann Hreiðarsson fór fyrir liði Portsmouth. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo sýndi á sér tvær ólíkar hliðar í 4-2 sigri Real Madrid á Almeria í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Ronaldo var lykilmaðurinn á bak við endurkomu Real, sem lenti 1-2 undir í leiknum, en hann lét einnig reka sig út af í lok leiks fyrir að sparka í leikmann Almeria sem hafði ögrað honum. Spænsku fjölmiðlarnir voru fljót- ir að líkja honum við hina frægu sögupersónu R.L. Stevenson, Dr. Jekyll og Hr. Hyde. Ronaldo fór í gegnum allan skalann í leiknum, hann skoraði, lagði upp mark, fiskaði víti, klikkaði á víti, fékk gult fyrir að fagna treyjulaus og fékk síðan rautt spjald. „Þetta voru ósjálfráð viðbrögð en ég veit að ég gerði mistök. Ég er bara mannlegur. Ég hef beðið félaga mína í liðinu um að fyrirgefa mér,“ sagði Ronaldo, sem verður í leikbanni á móti Val- encia um næstu helgi. - óój Cristiano Ronaldo hjá Real: Líkt við Dr. Jek- yll og Hr. Hyde SVEKKTUR Cristiano Ronaldo fagnaði ekki marki Real sem kom eftir mis- heppnaða vítaspyrnu hans. MYND/AFP SIGURMARKIÐ Carlos Tevez fagnar hér marki sínu. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Valskonur náðu þriggja stiga forskoti í N1-deild kvenna um helgina eftir 39 marka sigur, 52-13, á nýliðum Víkings í Vík- inni. Valsliðið nýtti sér það að Íslandsmeistarar Stjörnunnar spila ekki næst fyrr en á nýju ári þar sem Florentina Stanciu er að keppa með Rúmeníu á HM í Kína. Línumennirnir og varnar- tröllin Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hildigunnur Einars- dóttir fengu að njóta sín í leiknum og brutu báðar tíu marka múrinn. Anna Úrsúla skoraði 12 mörk úr 13 skotum og Hildigunnur var með 10 mörk úr 13 skotum. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar unnu bæði góða úti- sigra á sama tíma. FH vann 39- 30 sigur á KA/Þór fyrir norðan á sama tíma og Haukar unnu 34-25 sigur á HK í Digranesi. FH-ingurinn Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir hélt áfram að spila frábærlega með FH og skoraði 11 mörk í sigrinum á KA/ Þór. Þrátt fyrir tap tókst HK-liðinu þó að halda Haukakonunni Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í 7 mörkum en hún hafði skorað 14,7 mörk að meðtali í þremur leikjum á undan þessum. - óój Topplið Vals í N1-deild kvenna í handbolta: Þriggja stiga forskot 12 MÖRK Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.