Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 50
38 7. desember 2009 MÁNUDAGUR Eimskipsbikar karla FH-Haukar 37-38 (18-15) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/6 (12), Ásbjörn Friðriksson 8 (13), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Ólafur Gústafsson 3 (8), Hermann Ragnar Björnsson 1 (1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2). Varin skot: Pálmar Pétursson 4 (11/3) 36%. Daníel Andrésson 16/1 (27/3) 59% Hraðaupphlaup: 7 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm. 2, Bjarni Fritzson, Sigurgeir, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 5 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm, Örn Ingi, Hermann Ragnar) Utan vallar: 12 min. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (22), Björgvin Hólmgeirsson 6 (17), Guðmundur Árni Ólafsson 6/4 (6), Einar Örn Jónsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (6), Freyr Brynjarsson 4 (7), Elías Már Halldórsson 3 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (35/4) 46%. Aron Rafn Eðvarðsson 1. Hraðaupphlaup: 4 (Freyr Brynjarsson 3, Stefán) Fiskuð víti: 7 (Pétur 3, Björgvin, Einar Örn, Elías, Freyr). Utan vallar: 10 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhansson, misstu tökin á leiknum oft á tíðum. Selfoss-HK 18-25 Markahæstir: Atli Kristinsson 7, Helgi Héðinsson 3 - Ólafur Víðir Ólafsspon 9/3, Már Þórarinsson 3, Ragnar Hjaltested 3, Valdimar Þórsson 3, Hákon Bridde 3. Subway-bikar karla Skallagrímur-Fjölnir 63-84 Stigahæstir: Silver Laku 20, Hafþór Ingi Gunnar soin 17, Konrad Tota 14 - Chris Smith 25, Magni Hafsteinsson 16 (11 frák.), Tómas Tómasson 14, Ægir Þór Steinarsson 12 (10 frák., 11 stoðs.). Snæfell-Hamar 130-75 Stigahæstir: Sean Burton 55 (hitti úr 16 af 20 3ja stiga skotum), Jón Ólafur Jónsson 15, Hlynur Bæringsson 12, Sigurður Þorvaldsson 12 - Andre Dabney 29, Svavar Páll Pálsson 12. KFÍ-ÍR 86-93 Stigahæstir: Pance Ilievski 29, Craig Schoen 18 (9 stoðs.) - Hreggviður Magnússon 23, Nemanja Sobvic 22, Ólafur Þórisson 14, Steinar Arason 12. Valur-Keflavík 90-100 Stigahæstir: Byron Davis 22, Hörður Hreiðarsson 17 - Gunnar Einarsson 16, Gunnar Stefánsson 16, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 15. Hrunamenn-Njarðvík 55-107 Stigahæstir: Mate Dalmay 20, Sigurður Sig urjónsson 14 - Kristján Rúnar Sigurðsson 20, Guiðmundur Jónsson 19, Hjörtur Hrafn Einarsson 15, Jóhann Árni Ólafsson 14. Breiðablik-IBV 102-58 Stigahæstir: Sæmundur Oddsson 27, Arnar Pæetursson 15, Þorsteinn Gunnlaugsson 11 - Kristján Tómasson 24, Baldvin Johnsen 19. Grindavík-Ármann 132-76 Páll Axel Vilbergsson 28, Guðlaugur Eyjólfsson 18, Darrell Flake 17 - John Davis 31. Laugdælir-Tindastóll 72-88 Lið í 8 liða úrslitum: Grindavík, Njarðvík, Keflavík, Breiðablik, Tindastóll, Snæfell, ÍR og Fjölnir. Subway-bikar kvenna KR-Hamar 64-74 (30-28) Stig KR: Jenny Pfieffer-Finora 18, Signý Hermannsdóttir 14 (20 frák.), Guðrún Gróa Þor steinsdóttir 9, Margrér Kara Sturludóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 6 (8 stoðs.), Unnur Tara Jónsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 3. Stig Hamars: Sigrún Ámundadóttir 18, Guð björg Sverrisdóttir 17 (10 frák.), Fanney Lind Guðmundsdóttir 13, Koren Schram 13, Kristrún Sigurjónsdóttir 9, Sóley Guðgeirsdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 1. Keflavík-Grindavík 70-61 (39-33) Stigahæstar: Kristi Smith 20, Birna Valgarðs dóttir 19 (10 frák.) , Bryndís Guðmundsdóttir 15, Svava Ósk Stefánsdóttir 9 - Michele DeVault 16, Jovana Lilja Stefánsdóttir 12, Íris Sverrisdóttir 10. Haukar-Valur 68-53 (32-30) Stigahæstar: Heather Ezell 25, Heiðrún Ösp Hauksdóttir 18 - Birna Eiríksdóttir 16, Hrund Jóhannsdóttir 14, Þórunn Bjarnadóttir 12. Skallagrímur-Fjölnir 49-54 (23-25) Stigahæstar: Íris Gunnarsdóttir 17, Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir 11 - Bergdís Ragnarsdóttir 15, Gréta María Grétarsdóttir 10. Laugdælir-Stjarnan 52-46 Keflavík b-Þór Ak. 57-87 Lið í 8 liða úrslitum: Snæfell (sat hjá) Keflavík, Haukar, Þór Akureyri, Laugdælir, Fjölnir og Hamar Grindavík b og Njarðvík mætast í kvöld. N1-deild kvenna Víkingur-Valur 13-52 (4-26) Markahæstar: Guðríður Ósk Jónsdóttir 5, Kristín Jónsdóttir 2, María Karlsdóttir 2 - Anna Úrsula Guðmundsdóttir 12, Hildigunnur Einarsdóttir 10, Íris Ásta Pétursdóttir 8, Arndís María Erlings dóttir 6, Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Soffía Rut Gísladóttir 4. HK-Haukar 24-34 (10-18) Markahæstar: Elín Anna Baldursdóttir 10, Gerður Arinbjarnar 4 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7, Ramune Pekarskyte 6, Nína Arnfinnsdóttir 4. KA/Þór-FH 30-39 (15-18) Markahæstar: Emma Havin Davoody 8, Martha Hermansdóttir 8, Arna Valgerður Erlingsdóttir 6- Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 11, Birna Íris Helgadóttir 7, Berglind Ó Björgvinsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Arnheiður Guðmundsd 4. STAÐA EFSTU LIÐA Valur 10 8 2 0 320-179 18 Stjarnan 9 7 1 1 294-198 15 Fram 9 7 1 1 261-190 15 Haukar 10 7 0 3 300-247 14 FH 8 4 0 4 220-229 8 ÚRSLITIN FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen byrjaði á varamannabekkn- um en kom inn á í hálfleik í 1-3 tapi Mónakó fyrir Valenciennes í frönsku úrvalsdeildinni. Mónakó jafnaði leikinn fimm mínútum eftir að Eiður kom inn á völlinn en Valenciennes skor- aði síðan tvö mörk á síðustu fimm mínútunum. Eiður Smári fékk fimm í einkunn fyrir frammi- stöðu sína hjá Ĺ Equipe, sem er með bestu einkunnum sem hann hefur fengið á tímabilinu. - óój Franski fótboltinn um helgina: Eiður Smári inn á í hálfleik FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvalds- son sagði í samtali við Íþrótta- deild Stöðvar 2 í gær að níutíu prósenta líkur væru á að hann yrði leikmaður Reading á næstu dögum. Þjálfari Reading vill fá hann strax en Danirnir hafa verið tregir til að leyfa honum að fara. „Ég held að þeir séu að mýkjast núna,“ sagði Gunnar Heiðar og bætti við: „Ég átti gott spjall við þjálfarann. Hann er með stórt hlutverk fyrir mig í liðinu. Eigum við ekki að segja að það séu átta- tíu til níutíu prósenta líkur á að ég fari til Reading. Ég vona að það gerist eftir helgi,“ sagði Gunnar Heiðar við Stöð 2 í gærkvöldi. - óój Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Líklega á leið- inni til Reading GUNNAR HEIÐAR Heillaði Reading- menn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslit Eimskips bikarsins í handbolta eftir sigur á FH í Kapla- krika í gær en tvær framlenging- ar þurfti til þess að fá úrslit. FH- ingar unnu bikarleik liðanna í fyrra, einnig í átta liða úrslitum, en nú náðu nágrannar þeirra að hefna. FH-ingar mættu brjálaðir til leiks, spiluðu hraðan sóknarleik og börðust allir sem einn eins og ljón í vörninni. Gestirnir voru hins vegar lengur í gang en eftir tíu mínútna leik var loksins kvikn- að á lærisveinum Arons Kristjáns- sonar. Heimamenn voru líklegri allan fyrri hálf leikinn og var staðan 18-15 í hálfleik. Seinni hálf leikur einkenndist áfram af mikill hörku og sér- staklega góðum varnarleik hjá báðum liðum. Birkir Ívar minnti á sig með góðum vörslum og kom Haukum aftur inn í leikinn. Mark- vörður FH-inga Daníel Andrésson átti stórleik og varði stórkostlega oft á tíðum. Einar Örn Jónsson tryggði Haukum framlengingu í blálokin og staðan eftir venjuleg- an leiktíma, 29-29. Framlengingin var stórkostleg skemmtun. Markverðirnir héldu áfram að verja vel og bæði lið voru mjög vel samstillt í vörn og sókn. Í lok framlengingarinnar fengu FH- ingar víti og var það Bjarni Fritz- son sem steig á punktinn; hann skoraði örugglega og leikurinn var á leið í tvíframlengingu. Þegar hér var komið sögu voru allar dyr í Kaplakrika opnar, fólk rennandi blautt af svita á pöllunum að öskra örmagna leikmenn sinna liða áfram. Stórkostleg stemning. Daníel Andrésson hélt upptækn- um hætti og varði vel. Birkir Ívar sömuleiðis hinum megin á vell- inum. Útlit var fyrir að Haukar væru bunir að klára leikinn þegar að haukamaðurinn Freyr Brynjarsson stal boltanum af FH- ingum eftir klaufalega sendingu og skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarni Fritzson var ekki á sama máli og kom fljúgandi úr horn- inu í næstu sókn og hélt sínum mönnum í leiknum. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson kláruðu svo þennan ævintýra- lega bardaga hafnfirsku liðanna með sínu markinu hvor. FH-ingar minnkuðu muninn í eitt mark áður en flautan gall en á þeirri stundu voru Haukamenn nánast allir komnir upp í stúku að fagna með áhorfendum sínum. „Gríðarleg vonbrigði en stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta og það er mín skoðun að þeir hefðu átt skilið að vinna þennan leik.“ sagði Einar Andri Einars- son, þjálfari FH, eftir leik. Aron Kristjánsson var eðlilega mjög ánægður og er nú kominn með lið sitt í undanúrslit bikars- ins. „Þetta var frábær sigur og við erum virkilega ánægðir með að vera komnir áfram í bikarn- um. Töpuðum hérna í fyrra með einu marki í spennuleik eins og fór fram hér í dag þannig það að var gott að hefna fyrir þetta núna,“ sagði Aron Kristjánsson. HK tryggði sér einnig sæti í undan úrslitunum með 25-18 sigri á 1. deildarliði Selfoss í gær. Ólaf- ur Víðir Ólafsson skoraði 9 mörk fyrir HK í leiknum. Hinir tveir leikirnir fara fram í kvöld; Valur tekur á móti Fram í Vodafone-höllinni og Víkingur fær Gróttu í heimsókn í Víkina. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19. 30. - rog, óój Haukar áfram eftir magnaðan leik Haukar gengu brosandi út úr Krikanum eftir 38-37 sigur í tvíframlengdum leik á móti FH í átta liða úrslitum Eimskipsbikarsins í gær. Einar Örn Jónsson tryggði Haukum framlengingu fjórum sekúndum fyrir leikslok eftir að Haukarnir voru mest komnir fimm mörkum undir í seinni hálfleiknum. BROSANDI HEIM ÚR KRIKANUM Sigurbergur Sveinsson og félagar í Haukum unnu sigur í miklum spennu- og baráttuleik í gær. Hér sést Sigurbergur brosa eftir átök við FH-inga í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Kvennalið KR tap- aði sínum fyrsta leik á tímabil- inu þegar Hamar frá Hveragerði náði að leggja það að velli í Vestur- bænum. Lokatölurnar urðu 64-74 í jöfnum og fjörugum leik í sex- tán liða úrslitum Subway-bikars- ins. Þarna voru tvö efstu liðin á Íslandsmótinu að mætast og var ljóst að sigurliðið í leiknum yrði sigurstranglegast í þessari bikarkeppni. KR-konur voru búnar að vinna alla þrettán leiki tímabilsins, tíu í deildinni, tvo í Powerade-bik- arnum og einn í Meistarakeppn- inni. Flesta leikina hafði KR-liðið unnið mjög örugglega en liðið er með sex stiga forskot í deildinni. „Það er náttúrlega mikið svekk- elsi að detta út úr bikarnum strax í fyrstu umferð. Vörnin náði sér aldrei almennilega á strik en hún hefur verið okkar aðals- merki. Fyrir mér er það skýr- ingin á þessu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir leik. Bæði lið hittu illa í fyrsta leik- hlutanum en staðan var jöfn 9- 9 að honum loknum. Áfram hélt svo jafnræðið og var KR með tveggja stiga forystu í hálfleik, 30-28. Sóknarlega voru bæði lið nokkuð frá sínu besta en staðan var hnífjöfn fyrir síðasta leik- hlutann, 48-48. Heimakonur byrjuðu lokafjórð- unginn mjög illa á meðan gestirn- ir frá Hveragerði voru í miklum ham og náðu að skora 14 stig í röð. Það var þessi kafli í leiknum sem gerði útslagið og Vesturbæjar- konum mistókst að vinna þetta upp á þeim tíma sem eftir var. „KR er með meiriháttar gott lið og það var komin mikil pressa á það eftir að hafa unnið svona marga leiki í röð. Það var plan- ið okkar að halda leiknum jöfnum og koma sterkar inn í fjórða leik- hluta. Það gekk upp,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars. „Þær voru í stöðu sem þær eru ekki vanar í vetur. Þær hafa venjulega verið búnar að gera út um leikina fyrir fjórða leikhluta. Á móti höfum við verið að klára okkar leiki í síðasta leikhlutan- um og sú reynsla hjálpaði okkur mikið í dag. Það er ekkert annað en meiriháttar að ná að vinna toppliðið á heimavelli þess,“ sagði Ágúst. Keflavík vann 70-61 sigur á Grindavík í hinu uppgjöri efstu liðanna í Subway-bikar kvenna. Birna Valgarðsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Keflavík og þá sérstaklega í þriðja leikhlutanum þegar Keflavík náði upp góðu for- skoti. Grindavíkurliðið var búið að vinna Keflavík tvisvar í vetur en nú náðu þær keflvísku að svara fyrir sig. - egm, óój KR-konur töpuðu sínum fyrsta leik og fyrsta titli á tímabilinu í DHL-Höllinni í gær: Planið okkar var að koma sterkar inn í fjórða leikhluta GÓÐ GEGN GÖMLU FÉLÖGUNUM Sigrún Ámundadóttir átti góðan dag hjá Hamri og sést hér skora 2 af 18 stigum sínum framhjá KR-ingunum Signýju Hermanns- dóttur og Unni Töru Jónsdóttur (14). FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.