Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 54

Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 54
42 7. desember 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég nýt þess að sjá hann blómstra í þessu því hann var búinn að segja mér að hann ætlaði að lifa af tónlist. Mér finnst hann flytja fallegan boð- skap vináttu og virðingar.“ Magnea Kristjana Guðmundsdóttir er móðir Halldórs Gunnars Pálssonar, forsprakka Fjallabræðra. Kórinn syngur Bítlalagið All You Need Is Love í dag, en það er hluti af risastóru alþjóðlegu verkefni. Duncan McKnight, söngvari hljóm- sveitarinnar The Virgin Tongues, er á batavegi eftir fall ofan af þaki fjölbýlishúss á Skólavörðustíg 1. maí síðastliðinn. Duncan höfuð- kúpubrotnaði og hlaut innvortis meiðsli en er allur að koma til. Hann hefur eignast nýja kærustu en það er hjúkrunarkonan sem hjálpaði honum við endurhæf- ingu þegar hann lá á Landspít- alanum. „Hún vann í sumar sem hjúkrunar kona. Ég hitti hana og við spjölluðum saman. Hún hjálp- aði mér að borða og kenndi mér að bursta tennurnar á nýjan leik,“ segir Duncan, sem ætti því að vera í góðum höndum í framtíðinni. Hann segir að batann ganga hægt en örugglega. Hann eigi erf- itt með gang auk þess sem taland- inn sé breyttur. Andlega hliðin er þó í góðu lagi þrátt fyrir að líf hans hafi tekið miklum stakkaskiptum. „Ég er ekki þunglyndur eða neitt slíkt. Aðalatriðið er að ég er ekki eins kærulaus núna. Fyrir slysið drakk ég vodka og gerði það sem mér datt í hug, eins og rokkarar gera. Núna er ég miklu skynsam- ari og varkárari.“ Hvernig vildi slysið eiginlega til? „Ég var í þakherbergi sem er fyrir utan íbúð vinar míns. Ég lok- aðist út úr íbúðinni, fór aftur inn í herbergið, skreið út um gluggann og reyndi að komast inn um hinn gluggann. Ætli ég hafi ekki tekið skref á vitlausan stað.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð fullri heilsu ætlar Duncan að halda sína fyrstu tónleika í lang- an tíma á Kaffibarnum 29. desem- ber. Með honum á sviðinu verða íslenskir vinir hans úr tónlistar- geiranum því félagar hans úr The Virgin Tongues eru fluttir aftur til Berlínar þar sem hljómsveitin var með bækistöðvar fyrir slys- ið. „Ég stefni á að fara til Berlín- ar í mars og byrja aftur að spila með The Virgin Tongues. En mig langar að halda þessa tónleika hérna á Íslandi til að venjast því að vera uppi á sviði á nýjan leik. Þetta verður kannski ekki fullkomið hjá mér en mér er alveg sama. Mig langar bara að gera þetta.“ Duncan er einnig með hlið- arverkefni í gangi með eigin lögum sem nefnist The Flaming Banshees. Áhugasamir geta fest kaup á nýrri vínylplötu hljómsveit- arinnar í versluninni 12 Tónum og styrkt Duncan í leiðinni, enda hefur fjárhagur hans verið erfið- ur undanfarna mánuði. freyr@frettabladid.is DUNCAN MCKNIGHT: Á BATAVEGI EFTIR LÍFSHÆTTULEGT SLYS Nældi sér í hjúkrunarkonu sem kom honum til heilsu KÆRUSTUPAR Duncan McKnight ásamt kærustu sinni Ylfu Úlfsdóttur Grönvold. Hún hjúkraði honum þegar hann lá á Landspítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Mér fannst mikilvægt að gera eitthvað sem myndi skapa skemmtilega stemningu því nei- kvæðnin er búin að vera of mikil síðustu mán- uði,“ segir Auður Lind Aðalsteinsdóttir, sem stendur fyrir verkefninu Brosum saman. Hún hefur látið framleiða 10.000 endurskinsmerki með mynd af broskarli sem dóttir hennar Hanna María Petersdóttir, fjögurra ára, teikn- aði. Merkin verða til sölu frá og með deginum í dag í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Krónunn- ar, Fjarðarkaupa og Cintamani og verða seld á 500 krónur við kassann. Allur ágóðinn mun renna óskiptur til Fjölskylduhjálpar. „Mér finnst ástandið vera verra en ég hafði búist við og finn svolítið fyrir því að þessi sam- staða meðal Íslendinga hefur gleymst. Mér fannst ég þurfa að finna eitthvað sem myndi vekja smá samstöðu, væri einfalt og hefði nota- gildi. Þegar ég hafði ákveðið að gera endurskins- merki fór af stað umfjöllun um að að vöntun væri á að fólk notaði endurskinsmerki, sem eru nauðsynleg nú í skammdeginu, svo það kom sér vel,“ útskýrir hún og segir fyrirtækin sem hún leitaði til hafa fjármagnað verkefnið. „Sjálf er ég með lítið á milli handanna en vil samt gera eitthvað,“ segir Auður, sem stundar meistara- nám í fjármálum fyrirtækja í HR. „Ég lít ekki á þetta verkefni sem góðverk heldur er ég frekar að gera þetta til þess að við, fólkið, getum staðið saman og hjálpað góðu starfi Fjölskylduhjálparinnar. Þetta er nokkurs konar samstarf okkar allra og ég kom aðeins með hugmyndina og gef fólki tækifæri að taka þátt með mér,“ segir Auður. „Annað hvort flopp- ar þetta eða verður mjög vinsælt,“ bætir hún við og vonast til að selja öll merkin innan viku. - ag Dóttirin hannaði endurskinsmerki LÁRÉTT 2. plat, 6. óhreinindi, 8. spíra, 9. gljúfur, 11. æst, 12. yfirstéttar, 14. létt hlaup, 16. innan, 17. frjó, 18. frestur, 20. frá, 21. innyfla. LÓÐRÉTT 1. etja, 3. í röð, 4. ofbjóða, 5. mæli- eining, 7. höfuðstöðvar, 10. draup, 13. hrós, 15. bæla niður, 16. erlendis, 19. skammstöfun. LAUSN LÁRÉTT: 2. gabb, 6. im, 8. ála, 9. gil, 11. ör, 12. aðals, 14. skokk, 16. út, 17. fræ, 18. töf, 20. af, 21. iðra. LÓÐRÉTT: 1. siga, 3. aá, 4. blöskra, 5. bar, 7. miðstöð, 10. lak, 13. lof, 15. kæfa, 16. úti, 19. fr. Íslenskir bókaútgefendur borguðu rúmar tvær milljónir fyrir þær hundrað bækur sem sendar voru og gátu fengið tilnefningu til hinna íslensku bókmenntaverðlauna. 44 bækur voru sendar inn í flokk fræðirita og bóka almenns efnis en 56 í fagurfræðibókaflokkinn, þar af tólf barnabækur. Bókaútgef- endur þurfa að reiða fram 25 þús- und krónur fyrir hverja bók nema barnabækur en tilnefningagjaldið fyrir þær er fimmtán þúsund krón- ur. Kristján Bjarki Jónasson, for- maður Félags bókaútgefenda, segir gjaldið vera það sama og það var fyrir tuttugu árum. „Og það hefur ekki verið mikil stemning fyrir því að gjaldinu verði breytt. Ég tel það hins vegar æskilegt því þá gæti verðlaunaupphæðin hækkað. Gjöldin í dag ná varla upp í kostn- aðinn,“ segir Kristján en verð- launaupphæðin í ár er 750 þúsund krónur í hvorum flokki. Kristján segir að á vel- megunarárum fjármála- lífsins hafi komið til tals, bæði innan og utan bókaheimsins, að leggja þessi gjöld einfald- lega niður, jafn- vel verðlaun- in sjálf, og fá bara styrki úr digrum menn- ingarsjóð- um fjármála- fyrirtækjanna. Í dag séu menn hins vegar sáttir við að hafa ekki farið þá leið. „Verðlaunin fjár- magna sig sjálf, það er enginn bakhjarl eða sjóður, þau eru algjörlega óháð. Og mér finnst eins og bókmenntaheimurinn sé almennt ánægðari núna en oft áður með verðlaunin og hvernig staðið er að þeim,“ segir Kristján. - fgg Útgefendur borguðu tvær milljónir ALMENN SÁTT Formaður Félags bókaútgefenda segir meiri sátt ríkja um verðlaunin núna en oft áður enda hafi ekki mörg menningarverðlaun staðið af sér tímans tönn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Arnar Birkir Hálfdánarson. 2. Hún heitir Mjöll og er bolabítur. Þær voru 2.747, sem er 77,5 prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra. 3. Auglýsingasími – Mest lesið Dagur rauða nefsins var haldinn hátíðleg- ur á föstudag. Meira en 100 milljónir söfnuðust í átakinu og útsending Stöðv- ar 2 þótti afar vel heppnuð. Sveppi og Auddi voru með gríninnslög sem vöktu athygli á vatnsskortinum í Afríku með því að hella vatni inn á útvalda. Á meðal þeirra sem fengu vatn inn á sig var Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu. Auddi hefur væntanlega notið þess að hella inn á hann þar sem hann er oftar en ekki skotspónn Mána og Frosta í þættinum Harmageddon á X-inu. Og meira um dag rauða nefsins. Fjölmargir lögðu söfnuninni lið í símaverinu og mátti meðal annars sjá Jónsa í Sigur Rós og Sigur- jón Kjartans- son. Þegar sá síðarnefndi fékk afhent- an eldrauðan bol til að klæðast í söfnunni vissi hann ekki alveg hvert hann var að fara, enda ekki þekktur fyrir litríkan klæðnað. Hann lét sig þó hafa það, enda málstaðurinn góður. Útvarpskonan Margrét Erla Maack gerði afar óheppileg mistök í gær þegar hún tannburstaði sig með vöðvaslakandi kreminu Bengay rétt fyrir útsendingu. Hún lét það ekki stöðva sig og var vopn- uð servíettu þegar hún talaði við þjóðina á Rás 2, þar sem það reyndist henni afar erfitt að hefta munnvatns- flæðið úr dofnum munnin- um. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI STYRKJA FJÖLSKYLDUHJÁLP Auður hefur látið framleiða 10.000 endurskinsmerki með mynd af broskarli sem Hanna María, fjögurra ára dóttir hennar, teiknaði. Allur ágóði af sölu merkjanna mun renna til Fjölskylduhjálpar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.