Vikan - 26.01.1961, Síða 4
BRODDBORGARAR
á listsýningu
Það er listsýning í Þjóðminjasafninu, sem vekur talsverða atliygli: Yfir-
litssýning á verkum Svavars Guðnasonar. Þessi sýning er búin að veya
uppi hjá Dönum og þeir hafa farið um hana lofsamlegum orðum. Það var
ekki sizt vegna þess, að margir voru forvitnir að sjá verk þessa ágæta
brautryðjanda í íslenzkri nútímalist. Við opnunina voru einungis boðs-
gestir: Framámenn í þjóðfélaginu, fyrirmenn og heldrikonur. Fyrst settust
menn frammi á pallinum og hlýddu á Gylfa menntamálaráðherra undirbúa
jarðveginn, áður en gengið væri í sjálfan helgidóminn. Hann bað menn
hafa það hugfast að meta list eftir áhrifunum, sem þær hefðu en ekki
því, hvort þær sýndu eitthvað ákveðið. Helgi Sæmundsson, formaður
menntamálaráðs hélt líka tölu og talaði um aðdraganda sýningarinnar.
Að því búnu voru slagbrandar dregnir frá durum og forsetinn gekk fyrstur
inn í fylgd með listamanninum. Menn virtust sýna listinni sæmilegan
áhuga og gættu að heiti og verði myndanna í sýningarskránni. En það
var hér eins og oftast við opnun málverkasýninga: Menn höfðu enn meiri
áhuga hver á öðrum og stundum finnst manni það vera aukaatriði að
sjá listina. Menn tóku yfirleitt í einn streng um það að lxalda fram ágæti
myndanna; liefur þeim kannski fundist það öruggara þar sem Danir höfðu
haft ágæt orð um þær. Eldri maður, sem hingað til hefur verið svarinn
andstæðingur abstraktmynda sagði: „Þetta hlýtur að vera gott, hann Svavar
er svo ágætur maður.“ Það var mikil litagleði víðast og sumstaðar skar
í augun. Alls staðar var einhver firnakraftur á ferðinni, en margar myndir
voru heldur liráar. Samt liristi enginn höfuðið, hneykslaður eins og stund-
um sést, þegar minni spámenn dirfast að hengja upp. Menn sögðu aðeins:
„Þetta hlýtur að eiga að vera svona, — hann Svavar veit, hvað hann
er að gera.“
Halldór Kiljan Laxness skrifaði um list Svavars í sýningarskrána og
kemst þar svo að orði:
„Þegar Svavar Guðnason kom heirn til íslands eftir lánga fjarveru að
loknu stríði 1945, og efndi hér til sýníngar á list sinni, þá var sá skiln-
íngur á myndgerð sem bjó í verkum hans mörgum listskoðara þeim mun
nýstárlegri sem menníngarlegt samband við meginlandið hafði verið ó- ,
greiðara um skeið. Margir liethneigðir íslendíngar höfðu ekki gert sér
grein fyrir nýum skilgreiníngum grundvallaratriða sem þá voru efst á
baugi í miðstöðvum heimslistarinnar, og því vanbúnir að játa réttmæti
slíkrar gerbyltingar í afstöðu listamannsins til efnis og forms sem sýníng
Svavars bar vitni. Menn vöruðu sig ekki á að myndlistamaður gæti gert
hinni sýnilegu veröld önnur skil en leitast við að samlíkja myndina ytra
útliti hlutanna. Hér var þess umfram alt ekki freistað að flytja til lér-
eftsins á misjafnlega sannfróðan — eða skrumskældan — hátt þá mynd
sem augað sá af hlutnum, heldur leitast við að tjá þá opinberun, þann
„sannleika“, sem hinn sýnilegi heimur varpaði á sálartjald listamannsins.
Því einsog í öllum straumhvarfastefnum í menníngu var list þessari um
nýa vitrun — eða að minnsta kosti breytíngu sjónarmiðsins — að ræða.
Hér var innra lífa listamannsins uppmálað sem andsvar við sýnilegum
veruleika heimsins. Flestir menn voru tilbúnir af göfuglyndi sínu að fyrir-
gefa listamanni jafnvel þó honum mistækist greypilega í því að líkja eftir
ytra útliti hlutar, þeir virtu við hann tilraun hans svo fremi þeir gætu
þekkt hlutinn, eða þó ekki væri nema einhvern part af honum, í myndinni.
Menn sögðu hrifnir: hann nær þessu alveg skínandi vel; ellegar menn
sögðu í umburðarlyndum, fyrirgefandi tóni: það er mesta furða hvað
hann nær því. En þá fór nú mörgum ekki að verða um sel þegar upp
skaut myndlist sem vitandi vits hafnaði allri hlutrænni eftirlíkingu. Sumir
sögðu: þetta er ekki annað en tómt klessuverk. Slík viðbrögð við nýmælúm
í list eru fjarri því að vera sérkenni íslendínga. Það var algeingt í Ameriku
þegar ólistrænir menn virtu fyrir sér hin jötunnefldu för eftir pent-
skúfinn í málverkum Soulages, sem jafnvel einginn listamaður annar getur
leikið eftir, þá sögðu þeir: Þetta gæti ég líka ef ég væri nógu heimskur
og hefði nógu stóran busta.
Þó voru þeir furðu margir bæði í hópi listamanna og listskoðara sem
mátu myndsköpun Svavars Guðnasonar að verðleikum þegar á fyrstu sýn-
ingu hans hér 1945. Þeir fundu að takmark hennar var ekki eftirlíking
náttúrunnar, heldur reikníngsskil við náttúruna þar sem hinn ytri veru-
leiki er brotinn undir vald hugarins og hvert far pentskúfsins hlítir hnit-
miðaðri takmörkun samfara meinlætafullum aga jafnt í viðtöku áhrifa
sem í því að tjá sig. Það var ekki útí bláinn sem gagnrýnendur Kaup-
mannahafnarblaðanna um daginn lýstu listsköpun Svavars Guðnasonar
sem ástríðufullu fagnaðarópi lífsins bundnu miskunnarlausum sjálfsaga
í forminu.
Að þú skulir geta heingt upp annan eins ófögnuð, sagði úng stúlka
haustið eftir að Svavar kom í landið, og átti við eina af myndum hans
sem húsbóndinn í húsinu hafði eignast: ég varast að líta uppá þennan
vegg þegar ég geing um herbergið! Um vorið sagði hún: ég veit ekki fyr
en ég er farin að standa kyr og horfa í leiðslu á þessa mynd eftir hann
Svavar þegar ég geing um herbergið. Svei mér ef ég er ekki orðin leið
á hinum myndunum.“
Halldór Kiljan gleðst með glöðum. Hann er hér með Árna Kristjáns-
syni píanóleikara — til vinstri — og Gunnlaugi Briem ráðuneytis-
stjóra, til hægri.
Nú liggur vel á mér. — Vilhjálmur Þ. Gíslason ósamt Sigrúnu
Ögmundsdóttur fyrrverandi útvarpsþul og núverandi konu Árna
Tryggvasonar, hæstaréttardómara.
Jónas Jónsson sannfærir Bjartmar frá Sandi. Til hægri sést hinn
nýkjörni rektor Háskólans, Ármann Snævarr.
4 VtKAN