Vikan


Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 7
Hún varð slegin flemtri og hrinti honum frá sér. honum, eins og honum væri þægð I því. Nei. Stúlkurnar urðu sjaldan á vegi hans á morgnana, en þá brostu þær alltaf glaðlega til hans, tylltu sér jafnvel á tá, kysstu hann fljótt, hlupu síðan hlæjandi áfram. Hann hló líka með vörunum, en bölvaði í huganum. Héldu þær virkilega, að honum væri þægð í þessum fíflalátum? Kannski áður fyrr. Þá hefðu þær fundið, að hann var maður, sem enginn stelpu- bjáni gat ííflazt við, en núna var hann ekkert, ekkert annað en djöfuls hræ. En það skyldi enginn sjá hon- um bregða. Hann hafði gert það einu sinni, en ekki meir. Því hafði hann heitið. En Dúa var ekki svona. Hún var kát, en hún fíflaðist ekki við hann. Hún var ágæt og minnti hann á Rúnu. Hann var aftur setztur í litlu kompuna þeirra og byrjaður að flokka skrárnar, þegar hún kom móð, borsti til hans, bauð góðan dag og settist við að vélrita. Þau töluðust ekki mikið við, stundum eitthvað um vinnuna. Stundum stóð hún upp og opnaði gluggann, brosti og sagði: „Æ, þessi fjandans pípureykur. En hún var ekkert að rifast, bara sagði þetta í gamni. Þannig var Rúna. Hvað þær gátu' verið líkar. Stundum, þegar hann gleymdi sér og horfði á Dúu, horfði á hana gegn- um grábláan pípureykinn, var hann allur á valdi minninganna, horfði þögull á þessa litlu, kviku stúlku, fannst eins og hún mundi Þá og þeg- ar líta upp og segja: ,,Um hvað ertu að hugsa, Steini? Má ég geta?“ En þegar hún leit. upp, var það ekki Rúna, heldur Dúa. Þá skamm- aðist hann sín. Kannski hélt hún, að hann væri að hugsa eitthvað ljótt til hennar. Hann auminginn. Þeir hlutu að hafa sagt henni það. Hún hafði aldrei minnzt á fötlun hans. Hann var henni þakklátur fyrir það. Ekk- ert var eins þreytandi og þessar eilífu spurningar. Þau tóku kaffihlé hálftíu. Hún hljóp út, líklega á kaffihús. Hann hafði með sér kaffi og drakk það einn. Þá langaði hann oft til að tala við ein- hvern. Stundum kom líka skrifstofu- stjórinn inn raulandi, spurði, hvernig heilsan væri, hlustaði ekki á svarið, hélt áfram að raula, athugaði nokk- ur blöð, íór síðan út. En þessi dagur var eitthvað verri en hinir. Líklega var það bara veðr- ið, sem var allt of gott til að sitja inni í því. Miklu betra, þegar vont var veður. Þá gat hann betur sætt sig við að vera inni. Hann reyndi þá að telja sér trú um, að gott væri að þurfa ekki að fara út. Þegar Dúa kom úr kaffinu, sá hann, að það lá óvenjuvel á henni. Hún var síbrosandi, meðan hún vann. Eft- ir litla stund leit hún upp og sagði: „Ég hætti kl. þrjú í dag.“ Hann hrökk við. „Ha, hættir al- veg?“ „Nei, nei, bara snöggvast, i fjóra daga. Björg verður hér á meðan." Hann svaraði ekki. Hvað stæði nú til? Skyndilega hitnaði honum, hann vissi ekki af hverju. Ekki kom hon- um það við, þótt Dúa yrði fjarver- andi í noklcra daga. „Kannski ég megi óska til ham- ingju?“ „Nei, ertu frá þér. Nei, nei, — ég ætla bara að finna systur mína.“ Samt roðnaði hún, það sá hann. — Jæja, ástin þar. Kannski það En hvað var hann að hugsa? Var hann búinn að gleyma? — Tiu gæti nú verið. Var hann búinn að gleyma? — tiu ár, já, nú voru liðin tiu ár siðan. — Snögglega rifjaðist allt upp, — brennandi húsið, konan, sem grét og barðist um, svo að varð að halda henni fastri, æpandi óskiljanleg orð um börnin sin, brennandi í eldinum. Nei, hann vildi ekki muna það, það var of erfitt. Hann yrði of æst- ur. En það kom samt. Ritvélarsuðið varð eins og fjarlægur niður, her- bergið, Dúa, allt var horfið. Hann var aftur kominn i brunaliðið, stóð við slönguna, heyrði konuna æpa, hljóp að stiganum, skipaði fyrlr, öskraði, sleit sig lausan, þegar þeir reyndu að halda honum, fannst hann vera að hlaupa upp stigann. Brjálað- ur, heyrði hann sagt. Sjálfsmorð. Húsið er að hrynja. En hann svaraði ekki. Hann skyldi, hvað sem það kostaði ... Og hann náði börnunum, þótt hann skildi ekki hvernig. Enn fann hann logandi hitann og þykkan, kæfandi reykinn. Sannarlega vissi hann, hvað helvíti var. En hann náði í börnin og henti þeim í björgunarnetið. Og þá (Framhald á bls. 27.) vuun 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.