Vikan - 26.01.1961, Qupperneq 8
Þessari verðlaunakeppni lýkur í þessu blaði og nú er
mál til komið að slá utan um getraunaseðlana og senda
þá til Vikunnar í pósthólf 149. Við tökum það fram að
gefnu tilefni, að lausnir verða því aðeins teknar gildar,
að þær séu skrifaðar á getraunaseðil úr blaðinu sjálfu.
Við byrjum bráðlega á annarri stórri verðlaunakeppni
og um það verður nánar sagt í næsta blaði, Við viljum
enn einu sinni minna á, að hér er gullið tækifæri til þess
að eignast góðan grip — átján þúsund króna verðmæti
er ekki tekið upp úr steinunum nú á dögum. Getraunin
hefur \erið létt og ætti ekki að þvælast svo mjög fyrir
lesendum Vikunnar. Ef til vill er það ögn torráðnara að
finna nafnið hér að neðan, en við trúum ekki, að ykkur
verði skotaskuld úr því. Það er sjálfsagt hægt að finna
mörg kvenmannsnöfn út úr þeim, ef vel er leitað, meðal
annarra eitt, sem er tíu stafir, en nafnið, sem við viljum
fá er ellefu stafa orð og þá eiga að vera tveir bókstafir
umfram.
Hán Maut ferðioA
ttl New york
Á tilsettum tíma var farið yfir lausnir þær, er bárust í verð-
launagetraun Vikunnar, þeirri er New York-ferðinni var heitið
að launum. Margar launsir bárust að vanda, en það þvældist
fyrir mönnum að svara rétt og var heldur meira af röngum lausn-
um en áður í verðlaunagetraunum Vikunnar. Fulltrúi Loftleiða
við athöfnina var Erna Hjaltalín, flugfreyja og dró hún úr rétt-
um lausnum og vottur fyrir hönd Vikunnar var Loftur Guðmunds-
son. Upp kom hlutur Fanneyjar Sigurjónsdóttur, Framnesvegi 27,
Reykjavík. Hún er húsmóðir og tveggja barna móðir, 26 ára að
aldri, ættuð úr Reykjavík. Fanney er gift Ólafi Magnússyni,
framkvæmdastjóra. Hún var að vonum himinlifandi yfir sigrinum
og kvaðst hlakka mjög til fararinnar, sem farin verður um 15.
apríl eins og áður hefur verið talað um. Hún bjóst við að bjóða
bónda sínum með í förina.
B VIKAN