Vikan - 26.01.1961, Side 12
lli
Í'jæíré t’v WmBBHKKSHBmlEBÍaKMmKSmi
Suðurhlið.
ATHYGLISVERT
SKIPULAG
Útlend einbýlishús eru oft mef5
einhverjum þeim hætti, sem ekki
hentar islenzkum aðstæðum. Þaö er
þó helzt, að hægt sé að finna hús
á Norðurlöndum, sem komið gætu
að fullu gagni hér heima án mikilla
breytinga. Húsið, sem meðfylgjandi
myndir eru af, er einhvers staðar
i Danmörku og stendur á þokkaleg-
um stað eins og myndin sýnir.
Þátturinn hús og húsbúnaður tek-
ur þetta danska hús til meðferðar
sökum þess að það er athyglisvert
að mörgu leyti, útlitið er að okkar
dómi fallegt og einkum og sér í lagi
finnst okkur vera hægt að mæla með
skipulagi hússins. Það ber þó að
athuga, að sitt hentar hverjum og
það sem kann að henta einni fjöl-
skyldu mundi ónothæft fyrir aðra.
Þetta hús hentar til dæmis ekki
mjög stórri fjölskyldu, enda ekki
nema tvö svefnherbergi fyrir utan
svefnherbergi hjóna og grunnflötur
hússins er aðeins 107 fermetrar. Svo
sem sjá mó af teikningunni er húsið
byggt í vinkil; stofa, eldhús og
borðkrókur í annari álmunni, en
svefnherbergin, þottahús, bað og
geymsla eru í hinni. Inngangurinn
Framhald á bls. 31.
ÞEKKTU
SJALFAN
ÞIG
Dr. Matthías Jónasson:
EF SALTIÐ DOFNAR
ÞAÐ SEM GUÐ HEFUR SAMEINAÐ.
„Heiðraði dr. Ég ætla að voga að senda yður
fáeinar linur, af því þér skrifið svo mikið um
ástarhugsjón og hversdagsást, eins og þér nefnið
]iað. Ég vil nú segja: Ást er aldrei hversdagsleg.
Hún er alltaf óvenjuleg og á vissu stigi dálítið
brjálsemiskennd.
En erindi mitt var annað. Mér finnst þér
gleyma atriði, sem er mjög mikilvægt: Hjóna-
vígslunni og þýðingu hennar fyrir ást og tryggð.
Þessi gleymska yðar er alveg i samræmi við þá
virðingu, sem hjónavigslan nýtur nú. En mér
er þetta hjartans mál. Þegar ég var ung stúlka,
hugsaði ég mér hjónavígsluna sem hátíðlegustu
stund í lífi manns og konu. í tilhugalífinu stóð
hún mér ætíð fyrir sjónum sem helgiathöfn, sem
ætti að fullgilda og innsigla ást mína.
Svo var hjónaband mitt vígt. Ég þekkti prest-
inn litið, því að hann var nýkoininn í plássið,
en hann talaði til okkar fallegum, hjartnæmum
orðum. Ég gleymi aldrei tilfinningum mínum,
þegar liann blessaði okkur og hafði yfir orðin:
Það sem guð hefur sameinað, fær maðurinn ekki
sundurskilið. Ég skildi þau svo, að héðan í frá
stæði allt mitt ráð undir sérstakri guðlegri
vernd.
Svo liðu fáein ár. Guð blessaði -hjónaband
mitt með þremur heilbrigðum börnum og ég var
alsæl. Svo var það einn morgun, að vinkona
leit inn til mín. Hún masaði um allt og ekkert;
meðal annars spurði hún: „Hefur þú heyrt, að
prestshjónin eru á leið að skilja?“ Og hún fór
að segja mér orðróm, sem gengi um sundur-
íyndi þeirra. Ég tók lítið mark á þessu og and-
æfði heldur ákafa Iiennar. „Nú, hann skildi við
fyrri konu sína, ætli þessari sé vandara um?“
Ég man ekkert annað úr þessu samtali. Þetta
eru örlagaríkustu orð, sem til mín hafa verið
töluð. Þau dundu yfir mig eins og reiðarslag.
Hann var skilinn? Hann hafði þá sjálfur sund-
urslitið þá guðlegu sameiningu, sem hann liafði
iýst órjúfanlega yfir mér og manninum minum.
Hin áhrifamiklu blessunarorð urðu að vísvit-
andi lygi á hórdómssaurguðum vörum hansl
Ég held ég hafi á þessari morgunstund orðið
fyrir einhverju, sem læknar kalla lost eða
„trauma“. Siðan hef ég aldrei orðið söm og
áður. Við þessa fregn missti ég trúna ú óhaggan-
leika ástar og makatryggðar. Mér fannst hjóna-
band mitt svipt þeirri vernd, sem ég hafði treyst.
Ég gat ekki losnað við þá ógeðslegu hugmynd,
að hórkarl hefði blessað yfir mig og unnusta
minn. — Ætli ég hafí breytzt við þetta og orðið
óþolandi? Á erfiðasta tímabili ævi minnar fannst
mér, að ég hefði allan rétt á mina hlið og að
maðurinn minn fremdi hróplegt ranglæti. En nú
er ást mín á honum löngu kulnuð, að minnsta
kosti sá eldur, sem heitast brann. Nú finnst
mér, að sökin liggi að nokkru leyti utan og ofan
við okkur bæði.
Við urðum að skilja. Þá harmsögu vil ég
ekki rekja. Hún yrði sjálfsagt ósköp hversdags-
leg i yðar augum, þó að liún sé átakanleg, þeim
sem reyna. Ég hélt börnunum, og erfiðleikarnir
við að sjá þeim farborða og sælan að mega
elska þau veittu mér styrk og frið að nýju. Nú
er ég sátt yið alla. En vegna þeirra elskenda,
sem eiga leið upp að altarinu í framtíðinni, vil
ég spyrja: Var hjónavigsla mín ekki fösluð? Má
nokkur prestur mæla þessi orð yfir brúðhjón-
um, ef hann hefur sjálfur sundurslitið þá sam-
einingu, sem hann iýsir heilaga og órjúfandl?
Hefði ekki tryggðin haldizt í hjónabandi minu
ef það hefði verið vígt af manni, sem sjálfur
trúði á gildi hinna guðdómlegu orða?
Þegar þér talið um hugsjón sem uppsprettu
og endurnæringu ástarinnar, þá megið þér ekki
gleyma þeim sterku hughrifum, sem trúuð sál
verður fyrir, þegar guðs blessun er einlæglega
lýst yfir ást hennar.
Yðar einlæg.
Fráskiiin móðir,
HOÐSKAPUR LÍFERNISINS.
^ Innilega hrærður las ég bréfið yðar, kæra
Fráskilda móðir, og ég er yður þakklátur fyrir
að hreyfa þessu þýðingarmikla máli. Hins vegar
stend ég nokkurn veginn ráðalaus yfir flækjum
þess. Prestar dragast auðvitað með mannlega
bresti, rétt eins og aðrir. Og þó að flestir þeirra
ástundi hreint líferni, veitist sumum erfitt að'
samræma það siðaboðskap trúarinnar. En vafa-
samt, hvort gera beri strangari kröfur til lif-
ernis þeirra en annarra manna. Slíkar kröfur
gætu lreistað um of til þess að dylja siðferði-
legan veikleika með hræsni. En farisear spretta
12 vlkan