Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 15
/
„Fólk í ySar stöðu kýs venjulega að ferSast í hóp. ÞaS er ekki meira
en vika, síSan ég sá um ferSalag fyrir nokkra kennara, sem kærSu sig
ekki um aS ferSast einir.“
S'ara starSi á hann óttaslegin. Hún hafði ekki sparað i mörg ár, neitaði
sér um morgunverð, föt og bækur, bara til þess að ferðast meS fólkinu,
sem hún sá á hverjum einasta degi.
„Kemur ekki til mála,“ sagði hún svo ákveðin, að Kurt kipraði saman
augun. — „Þakka yður fyrir, en ég vil heldur ferðast ein.“
Hann yppti öxlum.
„Ég ætia að fljúga beint til Parísar," bætti hún við.
„AuðvitaS", sagði hann, — „vor i Paris.“
Sara féll í stafi við tilhugsunina. Vor í Paris, þar sem kastaníublómin
féllu eins og regn af trjánum, Champs Elysées baðaðir i sólskini, Notre
Dame, Signa, Montmartre. Vor i París, — þetta voru dásamlegustu orð
í heimi, liugsaði Sara. „París verður troðfull af bandarískum ferðamönn-
um,“ sagSi Kurt Larson. „Champs Elysées verSa einna líkastir Fifth
Avenue.“
Sara þóttist ekki taka eftir háSshreimnum i röddinni.
Næsti viðkomustaður er Normandi," sagði hún og hugsaði um græna
akra og eplatré þakin bieikum blómum, „Cannes, N'izza og Monaco, þar
sem allt var blómum skrýtt við fagurblátt MiðjarðarhafiS, og svo ítalia
um sumariS.“
„Það kemur mér kannski ekkert við, en þér hafið gleymt Spáni. ^
„Ég ætla að koma þar við á heimleiðinni, ég fer sjóleiðis frá Grikklandi.“
„ÞaS verður hræðilega þreytandi ferðalag, ég mæli ekki með þvi.“
Þetta var mjög einkennilegur ungur maður. Sara botnaði ekkert i,
hvernig hann gat stjórnað vinsælli ferSaskrifstofu, þar sem hann var
svona mótfallinn öllum ferðalögum nema ef til vill til NorSurlanda.
„Ferðizt þér mikið?“ spurSi hún forvitnislega.
„Auðvitað, það fylgir starfinu.“
Hún sá hann fyrir sér, þar sem hann ferðaðist kerfisbundið um fegursfu
staði Evrópu og kynnti sér gististaði og allar aðstæður fyrir tilvonandi
viðskiptavini.
„Þér voruð komin að Ítalíu,“ sagSi hann. „Þér farið auðvitað til Firenze
og Feneyja og vatnasvæðanna?“
Og Sorrento,“ sagSi Sara, þar sem sítrónutrén glömpuðu i sólinni. Hún
var að þvi komin að minnast á Capri, þar sem himinninn var alltaf heið-
úr og blár, en hún sá, að hann var þegar búinn að skrifa þaS hjá ser.
„En fyrst ætla ég að dveljast aS minnsta kosti hálfan mánuð i Rom.
Hún gat ekki varizt brosi við tilhugsunina. Róm, með rykugum kýpur-
rjám, gangstéttaveitingastööum í heitri sólinni, vin og gómsætir sma-
réttir, næturgali, sem söng á greinum olívutrjánna.
„Þér verið áreiðanlega búin að fá nóg af dvölinni þar cftir eina viku.“
Sara ætlaði að segja eitthvað í mótmælaskyni, en hætti við það. Það var
alveg tilgangslaust að þræta við mann, sem liafSi ekkert hugmynda-
flug. Hann var eins og fjöllin og firðirnir á auglýsingamyndinni, glæsileg-
ur, en kaldur og fjarlægur.
„EruS þér alveg fastráðin i jivi að ferðast alein?“ spurði hann.
”.Tá,“ sagði Sara. „Er nokkur ástæða til þess að hætta við það?“
”,.Tá’ þær eru margar,“ sagSi hann, „en ég efast um, að þér munduS taka
þær til greina.“
Hann tók upp skjöl hennar braut þau vandlega saman og rétti hénni.
„Þér ættuð að tala við mig eftir viku, þá býst ég við aS verða búmn að
koma þessu í kring.“
Sara var hálfóróleg, þegar hún fór af ferðaskrifstofunni. Hún sá eftir
því aS hafa falið þessum tilfinningalausa unga manni alla umsjon meS
ferðalaginu. Hann mundi alls ekki skilja, hve þetta var henni mikil-
vægt. Hún varð þvi alls hugar fegin, þegar liún kom a ferðaskrifstotuna
að viku liðinni og Kurt Larson sagði:
„Ég er búinn að panta flugfar fyrir ySur til Parisar og gistilnisplass 1
eina viku.“ , , ,, . ,
Hann hafði lista yfir gistilnis, krár og matsöluhus viðs vegar 1 hrakk-
landi og áætlunartíma lesta og strætisvagna. Sara varS alveg fra sei
numin, þegar hún sá þetta svart á hvitu, og nú fyrst yarð henni ljost,
að eftir stuttan tíma yrSi liún komin til Parísar. En hún sagði alvarleg
á svip: „Þér hafiö staðið yður mjög vel.“
„Ég geri aldrei neinar pantanir, sem ég get ekki mælt með, sagöi
ha’nnt „Flestir gististaðirnir eru lireinlegir, ódýrir og sómasamlegir í alla
staði,'“ ”og án þess að breyta um svip bætti hann við: „og vonandi eins
rómantiskir og á verður kosið.“
„Fannst ySur þaS?“ spurSi Sara undrandi.
„Ég hafði engan áhuga á því,“ sagði liann og yppti öxlum.
„ÞaS var leiðinlegt,“ varð henni að orði. — Hann leit kuldalega á hana
Framhald á bls. 33.
Augu unga mannsins
voru blá og köld eins
og úthafið. Hann var
útitekinn og veðurbarinn
eins og sannur víkingur
VIKAN 1B