Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 23
Róbert kveikir í herbergi Barböru í þeirri
trú, að hún sé þar inni, en hún
hefur farið út í skrifstofn Júlíans, vegna
óskiljanlegrar hræðslu og sleppur
þannig lifandi. Densína tilkynnir þeim,
að þau Róbert hafi ákveðið að slíta trú-
lofun sinni og gefur Barböru í skyn
að hún og Júlían hafi haft samband sín
á milli og að hann sé nokkuð
óáreiðanlegur maður en Róbert er að
gera sér Ijóst, að Barbara er fullt
eins falleg og Densína.
Treystir hún okkur ekki?
— Hún hefur sagt mér frá því. Það, sem nú
liggur henni þyngst á hjarta, er, að hún hefur
ekkert ættarnafn og hvað Júlian muni segja við
því. Ég réð henni til að segja engum frá þvi, fyrr
en ég hefði sannfært mig um, að uppgötvun henn-
ar reyndist rétt. Hún treystir mér.
— Það er meira en ég geri, anzaði Denísa bitur-
lega. En hvað eigum við að gera, Róbert? Þú
verður að hjálpa mér.
— Gott og vel. En ég verð að krefjast greiðslu
fyrir fram, ef ég á að bjarga manni þínum og
eignum úr höndum Barböru Temperley.
Denísa kreppti hnefana, er hún heyrði þetta
nafn. — Áður en ég fellst á það, skaltu fræða
mig um, hvernig þú ætlar að — myrða hana!
— Segjum það. Ég geri það ekki hérna, því
að jafnvel Júlían gæti farið að gruna margt, ef
fleiri „óhöpp“ vildu til. Hún bara hverfur, og
þá kemst þú að því, að nokkuð af skartgripum
þínum og peningum er horfið líka. Júlian mun
reka minni til þess, að hann grunaði hana um
græsku þegar í upphafi. Hann mun gera sér ljóst,
að ástin hefur blindað hann, og þá kemur þú fram
á sjónarsviðið, huggar hann og vefur hann vin-
áttu þinni og umhyggju.
Denísa starði á hann í hrifningu. — Róbert, —
þú ert snillingur! En hvernig á hún að hverfa?
— Það er hægur vandi. Ég tek hana með mér
út að námugöngunum til að svipast eftir um-
merkjum, og svo ...
— Segðu mér ekki frá því! Gerða það bara!
— Það skal ég ekki svikjast um, svaraði hann
brosandi. Þegar þú hefur borgað brúsann. Þvi
fyrr sem þú kemur því í kring, þvl öruggari verð-
ur þú um eignir þínar — Júlían!
— Ég tek það nærri mér að verða að yfirgefa
þig, mælti Júlían áhyggjufullur. En Róbert hefur
lofað að líta eftir þér, — og ég efast ekki um,
að hann gerir það!
Barbara ók honum til stöðvarinnar I Álsvik, en
þaðan ætlaði hann með lestinni til Lundúna. Hún
leit spyrjandi á hann. — Hvers vegna ertu að
fara þangað?
— Til þess að segja sögu þína manni, sem ég
þekki. Honum er sýnt um að ráða þess konar
gátur, og heima á Hlégörðum er ekkert hægt aö
upplýsa.
— Finnst þér ekki, að ég ætti að fara með þér?
spurði hún.
— Mér hefur dottið það I hug, en ef við för-
um bæði til borgarinnar, gæti sá kvittur komizt
á loft, að við værum eitthvað að brugga. Ég býst
við að koma seint heim, svo að þú skalt ekki
vaka eftir mér, — enda geri ég ekki ráð fyrir
að færa þér neinar fréttir fyrstu dagana.
— En síðar meir?
Nú voru þau komin á leiðarenda. Hann kyssti
hana lauslega og kvaðst verða að flýta sér til
lestarinnar. Henni fannst sem hann leyndi hana
einhverju og leiddist það. Þegar hún kom afi;ur
til skrifstofunnar, gat hún ekki komið sér að því
að gera neitt. Hún var óstyrk og miður sín og
braut heilann um það, hvort Róbert mundi koma
í dag og geta sagt henni, hverra mahna hún
væri. Hún þóttist viss um, að málefni hennar
væru að lenda á villigötum, — fann, að einhver
spenna lá I loftinu.
Þegar liðið var að kvöldi, kom Róbert og lok-
aði dyrum skrifstofunnar rækilega á eftir sér.
Hún sá þegar, að hann hafði eitthvað mikilsvert
að segja henni.
— Róbert, hefur, — hefur þú komizt að þvi,
hver ég er? spurði hún í ofvæni.
Hann kinkaði kolii og opnaði bréfatösku sina.
— Ég veit varla, á hverju ég ætti að byrja,
mælti hann, og það var æsing í rómnum. Það er
naumast trúlegt, að hún hafi getað þagað yfir
leyndarmálinu, en eigi að síður hef ég öruggar
sannanir fyrir því, að ...
—• Fyrir hverju? hrópaði Barbara.
— Sannanir fyrir þvi, að þú sért dóttir Georgíu
sálugu Temperley.
Barböru lá við yfirliði. Hún lagði aftur augun
og sá í huga sér myndina af Georgínu Temper-
ley, •— dapra konu og dökka yfirlitum, með ein-
kennilegan flóttasvip i augunum bláu.
— Ertu •— viss? Röddin varð að hvísli.
Róbert rétti henni pappírsblað. Það var fæð-
ingarvottorð hennar, þar sem á stóð, að Georgína
Laker og Hugh Temperley væru foreldrar hennar.
Hún starði á það, og var sem þessar snöggu
fréttir ætluðu að lama hana. Og nú sagði Róbert
henni alla söguna, eins og hún var. Er hann hafði
lokið máli sínu, grúfði unga stúlkan andlitið I
höndum sér og gat engu orði upp komið.
Það leið heil mínúta, áður en hún gæti haft
taumhald á tilfinningunum, sem ætluðu að yfir-
buga hana. Loks sáust varir hennar bærast.
— Þakka þér fyrir, að þú skyldir geta leitt
þetta I ljós, Róbert, hvíslaði hún. Ég hef séð mynd
af henni og veit, að hún var ekki — vond mann-
eskja. Hvaðan hefurðu alla þessa vitneskju?
— Við lögfræðingar beitum sérstökum aðferð-
um. Þegar mér var loksins orðið ljóst, að þú varst
ekki dóttir Maríu Crosbý, tók ég að gera mínar
athuganir gagnvart frú Temperley. Það var
merkileg saga — og sorgleg fyrir þig.
Hún kinkaði kolli og hugsaði til þess, hve heitt
hún hefði getað elskað móður sína og létt henni
byrðir lifsins. Það var ekki hennar að álasa
Georgínu Temperley né heldur Mariu Crosbý, er
rænt hafði hana sinni réttu móður, en jafnframt
gengið henni I móður stað af svo mikilli ástúð.
Þetta var einn þeirra harmleikja, er orðið hafði
til I upplausn stríðsáranna.
— Bréfin I lakkaði skrininu, sagði hún allt I
einu, — hvernig koma þau heim við þetta? Við
hvern var María Crosbý hrædd?
— Við föður sinn. Róbert hafði svarið á hrað-
bergi. Hann hélt, að þú værir óskilgetið barn
dóttur sinnar með manni, sem hann hataði. Og
hann fékkst ekki til að trúa neinu öðru. Þetta
kom honum úr andlegu jafnvægi. Hann sat um
piltinn, — sem var ungur hermaður, — og skaut
hann með hans eigin riffli.
Prýðilegt hjá mér, hugsaði Róbert með sjálfum
sér. Bréfin höfðu gegnt sínu hlutverki. Svo hélt
hann áfram:
■— Hann var hnepptur i fangelsi, en þó tókst
honum að lauma hótunarbréfunum þaðan út og
koma þeim til fóstru þinnar. Sjálfur losnaði hann
aldrei úr varðhaldinu og dó fyrir nokkrum árum.
•—- Dó? endurtók Barbara. Er hann þá ekki
grannvaxni maðurinn í gráu fötunum?
— Nei, ég hef gert ýmsar athuganir viðkom-
andi þeim náunga. Hann er meinlaus flækingur,
sem er á slangri hér öðru hverju ... Það er kom-
inn tími til að hætta að hugsa um mann, sem
hvergi er til nema i ímyndun okkar.
Barbara tók hendinni til höfuðs sér. Hún var
alveg utan við sig.
— Ég skil þetta ekki! Ég veit, að einhver hef-
ur reynt að gera mér mein, og hafi það ekki
verið sá, sem skrifaði Maríu Crosbý bréfin, hver
hefur það þá getað verið?
Fríða andlitið á Róbert varð enn alvarlegra.
Hún beið þess kvíðafull, er hann hefði nú að
segja.
— Ég er lögfræðingur, mælti hann hægt og
þungt, og við erum ekki vanir að bera fram ásak-
anir á hendur einum né neinum, nema við höfum
sannanir fyrir þyi, er við segjum.
— Þú verður að segja mér það! æpti hún. Hver
hefur verið að reyna að myrða mig?
— Maður, sem komizt hefur að sannleikanum
um þig, svaraði hann með semingi. — einhvei, er
kynni að óttast, að sem dóttir frú Temperley gæt-
ir þú tekið allt, sem hún . . .
—• Ekki þó — Denísa? Barbara leit til hans,
skelfingu lostin. Nei, nei, Róbert! Það mundi hún
ekki gera! Hvernig gæti hún það? Hún er þó
barp, —; þara stúlka ,,.
■—• Hún gæti þó — með aðstoð Júlíans Baxters.
— Barbara stundi hátt. -— Denísa og Júlían?
Nei! Því get ég ekki trúað!
— Barbara, ég veit, að þú þekkir mig nógu vel
til þess að vita, að ég held aldrei neinu fram, sem
ég trúi ekki sjálfur. Ég elskaði Denisu. Það ep
mér sem andstyggileg martröð að verða að líta
hana í þvi ljósi, sem ég er nú til neyddur. Denísa
vissi, að þú varst rétti erfinginn, stúlkan, sem
gat tekiö allan auðinn úr höndum hennar. En
hefði hún litið í lögin, mundi hún hafa komizt
að raun um, að það var ekki með öllu rétt hjá
henni, því að á þeim tima, sem arfurinn gekk
til hennar, átti barn, sem fætt var fyrir hjóna-
band, engan rétt til arfs. Þau lög er nú verið að
endurskoða, en það kemur ekki þessu máli við ...
Róbert hélt rausinu áfram, því að hann vissi,
að stúlkan var svo utan við sig, að hún heyrði
það naumast, sem hann var að segja. Raunveru-
lega gat hún tekið allt, sem Denísa átti, en það
skyldi hún ekki fá að vita, fyrr en hún væri harð-
gift honum!
Hann sótti henni vatn í glasi, og er hún leit
upp með örvæntingu í augum sér, sá hún aðeins
vingjarnlegan mann, sem var að reyna að segja
henni tíðindin svo varlega sem honum var unnt.
— Ekki Júlian, hvislaði hún.
— Jú, því miður. Ég er ákaflega hræddur um,
að frá honum hafi Denísa fengið hugmyndina um
að fyrirfara þér. Frú Temperley vissi, að hann
var mesti óþokki, •— þess vegna lét hún hann
fara. Ég var að vona, að hann heíði breytzt t#
batnaðar, þegar hann kom aftur, og ég vildi ekki
láta neitt uppi, af þvi að þú varst ástfangin —
og hann leit út fyrir að vera það líka.
— Var það aðeins — leikaraskapur ?
Framliald i næsta blaði.
VIKAN 23