Vikan - 26.01.1961, Side 25
VIKAli
Úcgefandl: VIKAN H.F.
Rftxtjóri:
Gísll Sfgurðsson (ábtn.)
Auglýcingasijórí;
Jóhannes jörundsson.
Framkvæmdastjóri:
Hilmar A. Krlttjárisson.
Ríutjórn og auglýsingar- Skipholtl 33.
Sfrriar: 3S320, 3SJ2I, 35322. Pósthólf 149.
Afgrelðsla ogdrcifing: BI aðadreIf i n g,
Mlklubraut 15, síml 1501/. Verð I lausa-
sölu kr. 15 Áskríftarverð er 200 kr. árs-
þriðjungslega, grelðlst fyrlrfram. Prent-
un; Hilmir h.f. Myndamót: Rafyraf h.f.
í næsta blaði verður m. a.:
4 Ég leita ekki — ég finn“, — Grein um málarann
Pabló Picasso eftir Hjörleif Sigurðsson, listmálara.
4 Blóðhefnd, rómantízk saga frá Spáni eftir Sigurð
Ellert Jónsson.
4 Um borð í Brúarfossi. Myndir af nokkrum virðuleg-
um framámönnum í þjóðfélaginu við mannfagnað í
Brúarfossi hinum nýja.
4 Forneskjan í menningu nútímans. Grein eftir dr.
Matthías um þjóðsagnasmiði nútímans.
4 Skemmda tönnin. örstutt saga eftir Willy Breinholzt.
4 Þar sem hatrið vex. Frásögn af ástandinu í Iran, þar
sem nýlega fæddist ríkisarfi, en bilið milli hinna ríku
og fátæku vex stöðugt, svo búast má við blóðugri
uppreisn.
4 Herferð gegn aukakílóunum. Nokkur heilræði og á-
bendingar til þeirra sem mundu óska að vera ögn
léttari.
Barnagaman
og stærri, áfram og áfram og að lokum stóðu bara höfuðið og fæt-
urnir út úr þessum stóra snjóbolta. Það heyrðist skellur og um leið
rakst hann á tré svo að snjórinn þyrlaðist upp. Ruglaður skreið
hann út og sat stjarfur af hræðslu þegar þrír úlfar komu hlaupandi
að honum. Gulu augun i þeim glóðu, en svo snarstoppuðu þeir og
sögðu hlæjandi: i I i
Hamingjan góða, þetta er Putti, hezti vinur okkar. Hvers vegna
í ósköpunum hljópstu, þegar þú heyrðir 1 okkur?
Palli prins greip andann á lofti. Þeir héldu að hann væri Putti,
það varð hann að nota sér. Honum var illa við að ljúga, en að þessu
sinni var ekki um neitt að velja. Góðu dísirnar mundu áhyggilega
fyrirgefa honum.
Hlaupa? stamaði Palli prins. Ég datt hara út íyrir brekkubrún
og rúllaði niður.
Já, það sáum við sögðu úlfarnir hlæjandi, en þú ert ekki i neinu
á fótunum. Komdu, við skulum hera þig heim á hakinu, svo að
þeir frjósi ekki.
Bera mig heim? sagði Palli prins. Nei, það gengur ekki, trölla-
pabbi er l'okvondur út í mig, þvi að ég tók töfraskóna lians og syngj-
andi lyktakippuna.
Ha, ha, Puttatröll. Þú ert alveg eins og þú átt að vera. Jæja, —
þá færðu að sjá um þig sjálfur. Bless á meðan. Og svo þutu úlfarnir
af stað með græðgislegu augnaráði og snjórinn þyrlaðist upp á eftir
þeim. Aumingja Palli prins vissi engin önnur ráð, en að labba
áfram. Brátt var Iiann orðinn svo þreyttur og kaldur, að stór tár
byrjuðu að renna niður kinnarnar.
Lyklakippuna, eyrnaskjólin og kórónuna hai'ði hann lika misst.
Það var kannski aiveg jafngott að leggja sig til svefns í snjónum
og gefa þetta allt upp á hátinn. Það var líklega enginn, sem mundi
sakna hans.
En þá beit hann saman jöxlum, hann gat ekki unnt Putta þess
og tröllkarlinum að sigra. Ósjálfrátt tók hann hann af sér skinn-
vettlingana og setti þá á fæturna á sér. Svo stakk liann höndunum
djúpt i buxnavasana og þrammaði áfram, um leið og hann brosti
iil stjarnanna á dimmum næturhimninum.
(Framhald i næsta blaði).
9
v.v.v
Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Þú verður að
forðast að hegða i>ér af einhverri augnablikshvöt í
þessari viku, heldur skaltu reyna að yfirvega fyrir-
fram allt það, sem þú ræðst í. Hætt er við að eitt-
hvað sláist upp á vinskapinn milli þín og kunningja
þíns, og nú ríður á að þú sýnir biðlund og einlægni. Þú virðist
gera þér óþarfar áhyggjur út af fjárhag þínum. Sunnudagur-
inn er heilladagur vikunnar.
Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Áður en vikan er
úti, munt þú þurfa að taka ótvíræða afstöðu gagn-
vart máli, sem þér er satt að segja ekkert um. Smá-
vægilegt glappaskot kunningja þíns um helgina verð-
ur til þess að áform þín um næstu vikur breytast
lítillega, en nóg samt til þess að þér gefist tækifæri til þess að
breyta betur en ella. Miðvikudagur er mjög óvenjulegur dagur.
Tvíburamerkiö (22. maí—21. júni): Þú vírðist gera
þér óþarfar áhyggjur út af smámunum. Ef þú hugs-
ar málið, muntu komast að raun um, að Þessi vanda-
mál má aðeins leysa á einn hátt, og þú veizt hvern.
Á vinustað gerist undarlegur atburður, sem veldur
miklu umtali í þessari viku. Án þess að þú gerir þér grein
fyrir, ert Þú talsvert við þetta mál bendlaður. Heillatala
kvenna 7, karla 5. Heillalitur bleikt.
Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þér verður að
öllum líkindum komið mjög á óvart i vikunni. Að
því er virðist veldur þessi óvænti atburður þér ein-
hverjum áhyggjum, en þær eru alls óþarfar, því að
þvert á móti ber þér að gleðjast yfir þessu. Varaztu
að lána peninga í vikunni. Reyndu að skipuleggja vinnudaginn
betur, þá verður þér mun meira úr verki.
Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú virðist allt of
svartsýnn á framtíðina. Einmitt nú virðist þú hæfur
til þess að ná áfanga þeim, sem þig hefur lengi
dreymt um. En þú mátt ekki búast við að lánið leiki
við þér, ef þú reynir ekkert til þess sjáifur. Þú
þyrftir að eignast nýja kunningja og kynnast nýjuin skoðunum.
Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú stefnir að ein-
hverju settu marki en að því er virðist ferð þú ó-
þarfar krókaleiðir og gerir sjálfum þér aðeins erfið-
ara fyrir. Þetta er mun auðsóttara en þú gerir þér
grein fyrir. Um helgina gerist atburður, sem þig
hefur lengi dreymt um, en liklega verður hann ekki eins dá-
samlegur og í draumnum. Nú er rétti tíminn til þess að fara
i stutt ferðalag. Heillatala 6.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Innan skamms
munt þú að öllum líkindum fá tiiboð, sem er þér
mjög girnilegt. Áður en þú tekur nokkra ákvörðun,
skaltu reyna að ræða málið við einhverii, som meira
vit hefur á því en Þú. Ef þú tekur þetta réttum tök-
um, mun það verða þér til ósegjanlegrar ánægju. Þú skalt um-
fram allt gæta tungu þinnar þessa dagana, þvi að ein óyfirveg-
uð setning getur dregið dilk á eftir sér.
Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Það verður afar
erfitt að velja úr þeim tækifærum, sem þér bjóðast
í þessari viku. Þú skalt aðeins varast eitt, það er að
færast ekki of mikið í fang. Þú mátt búast við að
gamall kunningi þinn komi í heimsókn til Þín í sam-
bandi við atburð, sem snertir ykkur báða. Þú virðist heldur
trúgjarn og lætur kunningja þína „spila“ með þig. Vertu hér
eftir á varðbergi.
BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þú ert ekki veru-
lega ánægður með lífið og tilveruna þessa dagana,
en ef þú athugar málið nánar, muntu komast að því,
að það er vegna þess að þú hefur slegið slöku við
á vinnustað. Þú verður fyrir miklum áhrifum af
manni eða konu, sem Þú metur mikils. Amor verður á ferðinni.
I sambandi við ferðir hans gerist atburður, sem minnir óþægi-
lega á atburð frá því í fyrra.
______Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú verður að end-
urskoða fjárhag þinn. það virðist allt komið í kalda
kol. Þú hefur verið allt of örlátur undanfarið. Þú
verður fyrir alla muni að sigrast á þessari minni-
máttarkennd. Sannleikurinn er sá, að þú vanmetur
sjálfan þig, og þar af leiðandi verður þér ekki nærri eins mikið
úr verki og ella. Þú færð skemmtilegt heimboð i vikunni, sem
þú skalt þiggja. Heillatala 9.
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Fyrri hluta
vikunnar verður þú ekki fyllilega ánægður með líf-
ið, en þá gerist atburður, sem kemur þér í gott skap.
Áform þín breytast nokkuð, en láttu það ekki á þig
fá, heldur skaltu hugga þig við það, að næsta vika
verður mun skemmtilegri en þú hafðir gert ráð fyrir. Ókunnur
maður kemur talsvert við sögu þína í þessari viku.
Fiskamerkiö (20. íeb.—20. marz): Þú munt þurfa að
velja á milli tveggja kosta í vikunni, og þótt undar-
legt megi virðast, er þér hollast að taka þann kost-
inn, ^sem ógirnilegri virðist i fljótu bragði. Vikan
verður rómantísk, en þú átt þér keppinaut í ástum,
sem þú skalt koma vel fram við. Þér berst skemmtilegt bréf eða
gjöf 1 vikunni. Vikan er einkum ungu fólki undir tvitugu til
heilla.