Vikan - 26.01.1961, Page 27
Sögulok
Framhald af bls. 7.
hrundi húsið. Hvernig hann fór að
lifa Þetta af, vissi enginn, sízt hann
sjálfur. Hann vissi næst af sér á
sjúkrahúsinu, vaknaði við kvalirnar,
helsárar, óþolandi, svo að hann gat
ekki varizt hljóðum. Loks var hann
spraut'aður.
því tæpitungu við hann. Honum
leiddist hún.
„Ég skrepp snöggvast í símann,"
sagði hann og staulaðist út. Dúa
kinkaði kolli óuppnæm fyrir háttalagi
hans.
Siggi var á vakt. Já, já, það var
allt i lagi að fara á kendirí. Ætti
hann kannski að koma með kvenfólk?
Þeir hlógu. Það var ekki hægt annað,
þegar Siggi sagði þetta. Þeir kvödd-
ust, og Siggi bað að heilsa Dúu, sagð-
ist dauðöfunda hann af því að vera
lokaður daglangt inni með henni.
Síðan endalaus martröð og sjúkra-
húsvist. Strax og honum fór að batna,
blaðaviðtöl, ljósmyndir, klökkir for-
eldrar, sem þökkuðu og sýndu honum
börnin, sem hann hafði bjargað.
Loks fór honum að batna meira,
batna, já. — En þegar hann fékk að
vita, hvað hann hafði misst, sló út
í fyrir honum. Góður guð, hann var
ekki lengur karlmaður. Hann f éll
saman, grét, bað um miskunn. Allt
vildi hann frekar missa, hendurnar,
fæturna, allt frekar en þetta. Hvers
virði var að vera hetja? Hvers virði
var lifið? Nei, hann vildi heldur
deyja. En það var vonlaust. Rólega
reyndi læknirinn að róa hann, talaði
um kraftaverk, enginn hefði gert sér
vonir um lif hans, og allt útlit væri
fyrir, að hann gæti gengið við stafi.
Hægri mjöðmin væri illa farin, og
hann hefði meiðzt i baki. Hann gæti
ekki krafizt fulls bata. Hingað til
hefði hann verið hetja, og nú mætti
hann ekki gefast upp. Hann hafði
stillt sig og heitið þvi að gefast aldrei
upp, hversu erfitt sem það reyndist.
Bara, að hann hefði verið búinn að
eignast börn. Hann hafði ekki hugs-
að um það fyrr, nógur væri tíminn.
Svo var það allt í einu orðið of seint.
— Konan talaði aldrei um þetta. lét
sem ekkert væri. Hann elskaði hana,
en gat ekki vonazt eftir ást frá henni.
Engin kona gæti elskað svona aum-
ingja. Hún minntist ekki á skilnað,
líklega af vorkunnsemi. Hann skildi,
hvað hún þjáðist. Hún hafði samt
aldrei verið ástríðufull, en að vera
skvndilega svipt ástaiifi á bpzta aldri
hiaut að vera of mikið. Hann vissi,
að hún lá stundum andvaka. þeear
hann lézt sofa, hevrði hana bvlta
sér og andvarpa. En hann gat ekki
talað um þetta. það var of mikil nið-
urlæeing. Að lokum gafst hún upp
og fékk sér elskhuga. Hann var jafn-
vel feeinn. feginn að vita hana lifa
eft.ir eðli sínu, vita hana ánægðari.
Svo hafði hann fengið vinnu á
skrifstofu. Já, vinnan var mikil
blessun, allt var betra en iðjuleysið,
ekki sízt fyrir mann eins og hann.
Auðvitað var þessi vinna mjög ólík
þeirri, er hann stundaði áður. er hann
var í brunaliðinu eða við aðra erf-
iðisvinnu, sem hann kaus helzt. En
bað var allt ólíkt því, sem áður var.
Verst var að vera án gömlu vinnu-
félaganna. kátra og fiörugra stráka,
sem tóku lifið ekki of hátíðiega. Fvrst.
reyndi hann að spila við bá stöku
sinnum, heimsækja þá á vaktina. En
það var ekki hægt. Allt var breytt,
og hann gat ekki samlagazt þeim aft-
ur. Þeir vorkenndu honum, umgeng-
ust hann eins og aumingja. Það var
bölvað.
Það var aðeins Siggi, sem hann
gat ailtaf talað við. Ódrepandi glað-
lyndi Sigga og hreinskilni féll honum
vel. Siggi lét hann aldrei heyra ann-
að en þeir væru jafningjar. Stundum
fengu þeir sér flösku, spjölluðu þá
um gamla daga, rifjuðu upp fyllirí
og kvennafar. Þá var hægt að gleyma
nútíðinni, hverfa aftur í fortíðina í
félagsskap Sigga.
Hvern fjandann var hann nú að
hugsa? Nú hafði hann enn einu sinni
gleymt sér. Hann sá, að stúlkan gaf
honum auga. Hann brosti til hennar
og kveikti í pípunni. Kannski hann
ætti líka að taka sér frí, hann gæti
það, þegar hann vildi. Hann mundi
sakna Dúu, kunni ekki við Björgu,«Æféll á götuna
hún var of tJlgerðarleg, talaði nær°
Aftur tók hann til við skrárnar.
Iionum var léttara í skapi, hlakkaði
til kvöldsins, þeir skyldu hafa það
notalegt vinirnir. Konan mundi ekk-
ert skipta sér af þeim, færi liklega
út. Það var allt í lagi.
Allt í einu hrökk hann við. Dúa
var að syngja, — þetta gamla, sí-
gilda lag. Guð minn góður, þetta var
lagið hennar Rúnu. Svona hafði hún
sungið — og einmitt svo oft þetta
lag. Já, þetta var Rúna, en ekki sitj-
andi við ritvél, heldur að bjástra við
tjaldið þeirra, í útilegu, ánægð eftir
unaðslega nótt i mjúku, grænu gras-
inu í hvamminum, sem þau höfðu
fundið sér. Paradisarhvamm hafði
hún skírt hann.
Án þess að hann vissi af, var hann
staðinn upp og kominn til stúlkunnar,
tók ekki eftir, að hún var hætt að
raula, en horfði undrandi á hann.
„Rúna,“ hvíslaði hann, „Rúna, þú
ert dásamleg. Ég elska Þig,“ — og
hann lagði handlegginn yfir herðar
henni til að þrýsta henni að sér.
Leiftursnöggt spratt stúlkan upp
og hratt honum frá sér, ekki mjög
harkalega, en nóg til þess, að hann
datt á gólfið. Þetta hafði henni aldrei
komið til hugar, að hann, þessi aum-
ingi, hefði hug á slíku. — „Ó, fyrir-
gefðu," sagði hún fljótmælt. „Eg
ætlaði ekki að meiða þig.“ — Hún
tvísté í kringum hann, hikandi og
ráðvillt. Hafði hann meitt sig? Átti
hún að kalla á hjálp? Nei, hann hafði
ekki meitt sig, hann fann það að
minnsta kosti ekki.
„Lofaðu mér að hjálpa þér,“ bað
stúlkan áköf. „Guð hjálpi mér, ef
ég hef nú meitt Þig.“ — Hún rétti
honum höndina, hjálpaði honum á
fætur. „Mér þykir mjög fyrir þessu,“
sagði hann. „Það kom eitthvað yfir
mig. Ég hef kannski gert þig hrædda.
Þú minnir mig svo mikið á stúlku,
sem ég þekkti fyrir löngu. Hún söng
lika oft þetta lag.“
„Já, já, við skulum gleyma þessu.
Bara, að þú hafir ekki meitt þig.“
„Nei, nei.“ — Hann reyndi að
brosa. „Þetta er allt í lagi. Ég ætla
út og fá mér friskt loft.“ — Og hann
haltraði út og lokaði hægt á eftir
sér. Hann gekk fram ganginn. opn-
aði útidyrnar, gekk út á tröppurnar.
Hann vissi ekki, hvert hann var að
fara, kannski bara að fá sér frískt
loft. Það var eitthvað svo erfitt að
hugsa núna. Atburðurinn áðan hafði
komið honum úr jafnvægi, og hann
vissi, að hann yrði lengi að ná sér.
Það var leiðinlegt, að þetta skyldi
koma fyrir, leiðinlegt, hvað honum
var gjarnt að gleyma sér. Hann yrði
að reyna að þurrka liðna tímann úr
huga sér, lifa í nútíðinni, annað var
tilgangslaust. Hann var aumingi,
jafnvel stúlkan hafði hrint honum á
gólfið. Svona var nú komið fyrir
honum, karlmenninu, sem ekkert gat
áður bugað. Hann var fullkominn
vesalingur.
Skyndilega hrökk hann við: Sírenu-
væl, — brunaliðið. — Ósjálfrátt fór
hann að staulast niður tröppurnar.
Þeir færu kannski hérna fram hjá.
Hann yrði að sjá þá. Jú, Það var
greinilegt, hljóðið færðist nær. Nú
var hann kominn niður á gangstétt-
ina, áfram, alveg út að götunni. Ein-
hver kallaði til hans, en hann heyrði
það ekki, sá aðeins bílinn, sem kom
æðandi með ofsahraða, fann ekki,
þegar hann sté fram af stéttinni og
þvert fyrir bílinn.
★
VUCAN 27