Vikan - 26.01.1961, Side 28
P»u
dPaUMuBlnN
Draumspakur maður ræður drauma fyrir
lesendur Yikunnar.
Til draumaráðandans.
Fyrir nokkru dreymdi mig draum. Mér fannst
ég vera stödd á dansæfingu i skóla, samt ekki
þeim, sem ég er i. Ég var þar með nokkrum
steipum, sem eru í þeim skóla. Þá hitti ég þar
konu, sem ég ber milda virðingu fyrir og mér
þykir vænt um. Mér fannst sem mér liði svo vel
þar. Samt vil ég elcki gefa nafn hennar upp.
Ég talaði mikið við hana. ÞaS var svo bjart
þar inni. Svo fannst mér ég vera komin út á
götu. ÞaS var fariS aS skyggja, og ég var komin
aS húsinu hjá vinkonu minni. Ég sá vinkonu
mina fyrir innan gluggann. Mér finnst ég ætla
aS skrifa upp afmælisdaginn hennar. Ég sá spjald
í glugganum, sem afmælisdagurinn hennar stóS
á. Það er kona í húsinu, sem er ekki i góðu
skapi viS mig. Svo fiýtti ég mér i burtu upp
á götuna, sem ég var á áSur, án þess að tala við
vinkonu mina. Svo lít ég upp i himininn i suðnr-
átt. Þá kemur stórt, rautt ský. Svo lit ég niSur
og lit aftur upp. Þá var skýiS horfiS.
Fyrir hverju er þetta?
Stína.
Svar til Stínu.
Myndir draumsins eru svo margbreytilegar,
að ekki er mögulegt að fara út f þær til hlítar.
Hins vegar er dansskólinn tákn um aukinn
vina- og kunningjahóp, eins og gefur að
skilja, og skemmtilegt líferni. Einnig fylgja
draumnum myndir um erfiðleika og hið gagn-
stæða.
Til draumráðandans.
Fyrir nokkru dreymdi mig, aS maðurinn minn
var skotinn, og datt hann niöur, og blæddi úr
honum. Varð mér að vonum mikið um þetta
og fór að gráta. En þá fannst mér maðurinn
minn lifna við og rísa upp, en jafnframt einhver
annar maður vera skotinn, og við það vaknaði
ég. Með þökk fyrir ráðninguna.
Anna.
Svar til Önnu.
Draumur þessi er fyrir langlffi miklu
fremur en skammlífi en hins vegar bendir
hann til óvænts atburðar á næstunni hjá þér.
Mun sá lfta mjög illa út fyrsta kastið, en allt
mun snúast þér í vil fyrir tilverknað annars
manns.
Til draumráðandana.
Mig dreymdi, að ég kom út á tröppur fyrir
utan húsið, sem ég á heima í og væri að gá til
veöurs. Himinninn var allur þungskýjaður. Þeg-
ar ég lit í noröur, finnst mér, aS skýin greiðist í
sundur og Jesús Kristur komi fram á milli skýj-
anna og greiði þykknið i sundur sitt með hvorri
hendi. Mér fannst hann horfa á mig en talaði
ekki neitt. Ég varð gagntekin af fegurð hans,
og vaknaði ég. HvaS getur þetta þýtt?
Sara.
i
Svar til Söru.
Ekki er um að villast að hér er bending til
þfn um að úr málefnum þfnum leysist, þótt
þunglega horfi nú sem stendur, Jesús Krist-
ur er í huga flestra kristinna manna tákn
frelsarans eða þess sem léttir oss synda-
baggann og veitir víst ekki af. Hann er því
í draumi álitinn vera ákaflega gott tákn.
Skýjaþykknið er hér merki þeirra erfiðleika
sem þú átt við að stríða. Þar sem hann greiðir
þykknið f sundur er ekki annað sýnilegt en
að málcfni þin lagist.
2B vucan