Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 31
jmæsszsr*
Regnklæði
(lítil verðhækkun).
(rafsoðnir allir saumar).
Hvítar svuntur
konar annar regnfatnaður fyrir börn og fullorðna.
og hvers
CámmifatageriiD VOPNI
Aðalstræti 16. — Simar 33423 og 15830.
Harmaskáldið
Norðurheimskautið," segir Amund-
sen „og ég veit það vegna þess að
ég þekki Peary ... Peary var þann-
ig maður, að enginn þarf að efast
um það.“
En hafði Cook ?kki komizt á
heimskautið? Nei. Athuganir hans
— eða réttara sagt vöntun á athug-
unum, eins og háskólinn í Kaup-
mannahöfn orðaði það — sýna það.
En það er ekki það eina, sem mælir
gegn því.
Þegar Cook yfirgaf meginlandið,
hafði hann með sér 2 Eskimóa, 26
hunda og 2 sleða með 400 kg farangri
á hvorum (reyndar segir Cook í
einni skýrslunni, að hann hafi að-
eins verið með einn sleða). Hann
var úti á isnum í 82 sólarhringa,
og eftir því, sem hann sjálfur segir
frá, sá hann engin dýr fyrir norðan
Axel Heiberg-land. Af þvi leiðir,
að hann hefur orðið að lifa eingöngu
af því, sem hann hafði með sér og
hundarnir auk þess af þeim hund-
um sem var fargað eða drápust á
leiðinni, 16 alls, eða u. þ. b. 400
kg af matarbirgðum. Hvaða útbún-
að hann lagði af stað með, er ekki
hægt að sjá af skýrslunum og hvergi
i frásögn hans.
Hann og Rudolph Francke, sem
upphaflega átti að taka þátt i leið-
angrinum, en þoldi ekki erfiðið,
uppgötvuðu — eftir því sem Cook
segir — nýja aðferð við að matreiða
hundakjöt. Þeir neituðu að gefa
upp hvernig þeir hefðu farið að þvi,
en sögðu að það hefði létt mikið
farangurinn. Enn þann dag i dag
er ekki vitað hver sú aðferð var.
Það er mjög ósennilegt að Cook
hafi getað lifað á þessum vistum all-
an þennan tima. Og það er ekki ein-
göngu vegna þess að það var ekki
nógu mikið, heldur lika vegna þess
hvers konar matur það var. Hann
nautatólg og te, en það er ekki fæða,
sem hentar i köldu loftslagi við
erfiðisvinnu i langan tíma.
Þannig varð ósk eins manns um
að komast á Norðurheimskautið til
þess að kasta skugga á glæsilegar
hetjudáðir tveggja manna. Því ferð
Cooks frá Grænlandi til Thomas
Hubbardhöfða var í rauninni mikið
afrek og gat orðið honum til mikils
sóma. Þvi miður var það ekki nóg
fyrir hann. Einhver dulin ástriða
varð til þess, að hann sagði þessa
ósönnu sögu. Amundsen gat upp á
því, að eitthvert andlegt áfall, sem
Cook sjálfur hafi ekki getað að gert,
hafi eyðilagt hann og breytt skap-
gerð hans. Ef til vill hefur hann átt
eitthvað útistandandi við Peary og
tekið þá ákvörðun að hefna sín á
honum með því að verða fyrri á
heimskautið. En enginn getur sagt
neitt um það.
En það er eitt, sem allir vita, en
það er það, Norðurheimskautið og
fundur þess hefur kostað meiri
þjáningar, andlegar og líkamlegar,
en nokkur annar staður hér á
jörðu. if
Hús og húsbúnaður
Framhald af bls. 12.
og forstofan eru nokkurn vegin mitt
á milli og salerni fylgir baðherberg-
inu. Það er athyglisvert, að börn-
unum er séð fyrir rúmgóðu plássi
til daglegra athafna og leikja. Það
er gangurinn framan við svefnher-
bergin, sem hafður er mjög breiður
í þessum tilgangi og vinnuborð er
þar meðfram stórum glugga. Þar er
ætlast til að húsmóðirin geti unnið
nokkuð af sínum verkefnum, svo
sem frágang á þvotti og saumaskap,
en þótt hún sé i eldhúsinu, á hún
auðvelt með að fylgjast með börn-
unum. Það sem hér er nefnt borð-
stofa, er í rauninni borðkrókur og
á að vera hægt að draga rennihurð
fyrir hann og aðskilja hann frá
stofunni. í þessu húsi er ekki gert
ráð fyrir kyndingarherbergi, þar
sem húsið er hitað upp með raf-
magni. Útveggir eru að nokkru leyti
úr steinsteypu og að nokkru leyti
úr trégrind og klæðningu. ★
Prjónaður barnakjóll
Framhald af bls. 17.
eða 3 garða og fellið af.
Pressið lausl. öll stykki frá röngu.
Saumið hliðars. og takið upp 36 1. í
hvorum handveg á prj. nr. 2% og
prj. sléttprjón í 4 umf., þá eru gerð-
ar úrtökur þannig: prj. 12 1. sl., 2 1.
sl. saman, 1 1. sl., 2 1. sl. saman, 1 1.
sl., 2 1. sl. saman, 1 1. sl., 2 1. sl. saman,
1. sl., prjónið síðan 1 umf. slétta og
fellið af. Rykkið kjólinn og saumið
við axlarstykki fyrir innan garða-
prjónaða kantinn. Saumið hneppslur
og festið hnappa í klaufina að aftn.
Seint um liaustið 1796 kom veg-
móð farandkona að Hallandi á
Svalbarðsströnd og beiddist gist-
ingar. Um nóttina tók hún létta-
sótt og ól sveinbarn. Móðirin var
Marsibil Semingsdóttir frá Hólkoti
i Reykjadal. Hún var heimilislaus
einstæðingur og gat ekki bent á
framfærsluskilyrði fyrir sig og
barnið. Húsráðendur á Hallandi
töldu sig ekki geta bætt á sig
forsjárlausu barni. Þau sendu þess
vegna vinnukonu sina, er Margrét
hét, með sveininn i poka á baki á-
leiðis til lireppstjórans á Svalbarðs-
strönd. Hreppstjórinn var útvörður
mannfélagsins. Honum bar skylda til
að vera forsjón óvitans, sem engan
átti að. Þetta voru fyrstu kynni
Hjálmars við vald hreppstjóranna.
llann minntist siðar jjessa fyrsta
ferðalags i beizkjuþrunginni vísu
um upphafið á löngum og erfiðum
húsgangsferli.
Með þessum orðum lýsir Jónas
Jónsson upphafi eins raunamædd-
asta, en þó rammefldasta skálds,
sem ísland liefur alið, Bólu-Hjálm-
ars. Hann fékk enga vöggugjöf
nema skáldgáfuna og hið ham-
ramma skapferli. Umkomuleysið,
fátæktin, hatrið, ástin og sorgin
gerðu þennan mann að þjóðskáldi.
Nú, áttatiu árum eftir dauða hans,
kannast hvert mannsbarn á íslandi
við jjetta stórbrotna skáld islenzkr-
ar alþýðu, og munu Ijóð hans verða
honum óbrotgjarn minnisvarði á
ókomnum öldum.
Skal nú brugðið upp nokkrum
svipmyndum úr lífi þessarar tra-
gisku, og tröllauknu persónu.
Árið 1840, þegar Iijálmar bjó
í Bólu, bar svo til, að hann lagð-
ist veikur og lá lengi vetrar. Þá
voru Jireppstjórar í Akrahreppi
Jónatan JónJatansson, sem þá bjó
á Uppsölum, næsta bæ við Bólu,
og Eiríkur Eiríksson að Djúpadal.
Um haustið milli veturnótta og
jólaföstu varð Jónatan hreppstjóra
vant tveggja kinda úr heimahögum.
Hjálmar var grunaður um að hafa
stolið þeim, eða þó öllu heldur,
að kona hans hefði gert það að
hans undirlagi, þar sem hann var
sjálfur veikur og mátti ekki að
liafast. Svo var gerð vandleg þjófa-
leit lijá lionum og að lokum skip-
aði Jónatan að rífa eldiviðarhlaða,
sem var skammt frá hlóðum i eld-
liúsi. En ekkert fannst.
Hvernig sem það atvikaðist, þá
kviknaði i eldhúsinu um nóttina,
og kona Hjálmars varð þess fyrst
vör, þegar leið á nóttina, og bað-
stofan fylltist af reyk. Enda var
þá komin mannhjálp frá Silfra-
stöðum, þvi að reykurinn sást
þaðan. Eldhúsið brann og það, sem
þar var inni, eldiviður allur og
frambær.
Ekki létu hreppstjórarnir þar
með staðar numið, heldur komu
þvi i almæli, að Hjálmai- hefði
sjálfur kveikt í bænum og kærðu
liann fyrir sýslumanni, Lárusi
Thorarensen. Réttarrannsóknir
fóru fram siðari hluta vetrar, en
lireppstjórarnir gátu engar sönnur
fært á sitt mál; og að lokum sýkn-
aði sýslumaður Hjálmar alveg af
áburði þeirra, en þá til að greiða
skaðabætur fyrir skemmdir og
illmæli.
Ekki létu hreppstjórarnir sér
þessi málalok lynda. Á einmánuði
riðu þeir norður að Möðruvöllum,
kærðu málið fyrir Bjarna amtmanni
Thorarensen og ófrægðu mjög
Hjálmar, sem raun bar siðar vitni
um.
Um sumarmálaleytið kom Stefán
nokkur Gíslason að máli við Hjálm-
ar, sagðist ekki geta leynt liann því,
að kindur þær, er honum hafði
verið kennt um að hafa stolið,
hefðu fundizt, önnur uppi á svo-
nefndri Uppsalaheiði, auðsjáan-
lega dýrbitin, en hin i Strangalæk
svonefndum, milli Uppsala og
Bólu; þar hafði hún farið niður
um snjóbrú um haustið. Að likind-
um hefur Stefán ekki treyst sér
vixan 31