Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.01.1961, Qupperneq 33

Vikan - 26.01.1961, Qupperneq 33
til að sanna þetta eða þá óttazt reiði hreppstjóranna, þvi hann bað lijálmar að leyna þessu og láta sín aldrei við getið, hvernig sem færi. Þvi loíaði Hjálmar og efndi það. Um vorið tók Hjálmar sér ferð á hendur norður að Möðruvöllum til þess að hitta amtmann. llann kom þar að áliðnum degi og hiður mann, sem hann hitti að segja amtmanni, að Hjálmar Jónsson frá Bólu vilji hafa tal af honum. Honinn er vísað til stofu. Eftir litla stund kemur amtmaður inn. Hjálmar lieilsar honum. Amtmaður tekur því mjög fálega, en spyr þeg- ar i yfirvaldstón: „Er þetta sauða- þjófurinn frá Bólu?“ — „Vill ekki amtmaðurinn tala við mig sjálfur, i stað þess að senda á mig aðra eins djöfla og þig?“ svarar Hjálmar. Með þessum inngangsorðum hófu þeir amtmaður og Hjálmar skaminai-immu, sem hefur orðlögð verið. 1 þeirri deilu segir amtmaður einu sinni i spotti: „Vondir menn með vélaþras að vinum drottins gera brigzl.“ Hjálmar bætti við: Iíristur stóð fyrir Iíaifas; klögumálin ganga á vixl.“ Amtmaður þegir þá stundarkorn, þangað til hann segir: „Ætli það sómi ekki betur, að við tölumst við um sakir þær, sem á þig hafa verið bornar með meiri stillingu en liingað til, og að þú talir við mig sem Bjarna amtmann og ég við þig sem Hjálmar Jónsson?“ — Hjálmar kvað svo vera rnega, „og mundi ég hafa þegið, þó fyrr hefði verið boðið.“ Úrslitin urðu þau, að amtmaður lét standa við dóm sýslumanns, og var það lesið á Stóruakraþingi um vorið. Hjálmar var manna orðhvat- astur og eftir þvi orðheppinn. Vor eitt var liann staddur i Höfða- kaupstað, og var hraði á honum, þvi að illviðri var að skella á. Þá kemur til lians Björn prestur á Ilöskuldsstöðum, drukkinn mjög. Hjálmar vildi hafa hann með sér, en þess var enginn kostur. Loks- ins er Hjálmar orðinn svo gramur við prest, að hann segir: „Og farðu þarna frá mór mannskratti og éttu andskotann'*. — „Nú, er það góður matur, lambið mitt?“ segir prestur. — „Öll er skepnan góð, ef hún er með þakklæli meðtekin," svarar Hjálmar. Einu sinni liafði Hjálmar farið í kaupstað, Hofsós eða Grafarós, með einn hest i taumi, en svo fær hann ekkert út og verður að fara með hestinn lausan heim aftur. Daginn eftir að Hjálmar er kominn heim, kemur nágranni hans að máli við hann og segir: „Þú liafðir liaft iétt á heim úr kaupstaðnum.“ — „Nei,“ svarar Hjálmar, „þá verstu bagga, sem ég hef nokkurn tima flutt.“ — „Nú, — hvað var það?“ segir hinn. — „Loforð i öðrum bagganum, en svik í hinum“. svar- aði Hjálmar. í brúðkaupsveizlu i Húnavatns- sýslu, i Sauðanesi eða Holti á Ásum mun það hafa verið, var Hjálmari einu sinni sem oftar boðið. Meðan að drykkju var setið, sagði einn af veizlugestunuin við einhvern, að hann væri „að fara upp til glötunarinnar“. Að þessu orðatil- tæki, að fara upp til glötunarinnar, hlógu menn mjög og hæddu hann, er það sagði; en Bólu-Hjálmar mælti: „Nú, — hærri er nú snaran en höfuðið." Ekki er laust við að menn fyrir norðan kölluðu Hjjálmar krafta- skáld og teldu hann geta kveðið mönnum hughvarf, eins og eftir- farandi saga ber ineð sér. Eitt hafisvorið rak hval norður á Skaga. Hvalinu áttu tveir bænd- ur. Það var um sumarmál. Þyrpt- ist nú fjöldi manns á hvalfjöruna, bæði úr Húnavatnssýslu og Skaga- firði. En er þangað kemur, vilja hvaleigendur enga láta fá hval, nema þá, er borgað gátu út i liönd, eða þá, er þeim þótti borgun vís lijá. Efnainennirnir fengu nóg á sína hesta og halda af stað heim- leiðis, en hinir fátækari fá ekkert og eru farnir að búa sig til lieim- ferðar með lausa liestana. Þegar lestamenn eru búnir að reka hesta sína saman og farnir að leggja á, sjá þeir, að Bólu-Hjálmar er að ganga aftur og fram aleinn þar skammt frá. Gengur þá einhver til hans, og spyr Iljálmar hann, livort þess muni enginn kostur að útvega sér skriffæri. Þar var sel eða beitarhús rétt hjá hvalfjörunni og einhver mannabyggð i; er nú Hjálmari skotið þarna inn og skrif- færi útveguð; eftir skamma stund eru festar upp á fjöl yfir kofa- dyrum visur nokkrar eftir hann, og liópa menn sig saman til að lesa þær, hvaleigendur eins og aðrir. En svo brá þeim við vísurn- ar, að þeir lýstu yfir því að vörmu spori, að allir skyldu fá nógan hval, hvort sem þeir gætu borgað nokkuð eða ekkert. Meðal vísnanna, scm voru allmargir, voru þessar: Ó, þú guð, sem björg og brauð börnum gafst án mælingar, lijálpa oss í hungursnauð, hér sem stöndum álengdar. Mildin drottins mikillig manna höfðum yfir svam; en nú er tíð, að sýnir sig satans þjónn i dularham. Napurt verður nauðastand, níðingssál er undir bjó; hlessun drottins barst á land, byrgir hana þrælakló. Ef til vill hefur engu skáldi tckizt að yrkja betur um þennan merki- lega mann en Einari skáldi Hjör- leifssyni Kvaran; og get ég ekki stillt mig um að láta hér fylgja hið fagra kvæði hans: BÓLU-HJÁLMAR. Það dundi svo þungt sem græðis- gnýr, er gengur að ofsaveður, er himinninn yfir hamförum býr, en hafaldan innganginn kveður; aldrei það hrein eins og heimsk- ingjans mál, þess hljómur var traustur og styrkur og læsti sig gegnum líf og sál eins og ljósið i gegnum myrkur. Fer um farinn veg förumaður, hangir mussa af herðum niður, að baki liggur beiningapoki; ríkisfólkið þar roð sín felur. Tign er á enni — tötrar á brjósti, eldur i aúgum — aflleysi’ í fótum; fylkis er svipur, — framrétt er liöndin; spakmæli’ á vörum spjátrungar flissa. Augun sáu’ ekkert, er ætti liann, störðu með grátbæn á gjafir ríkra. Andinn sá öflugar undramyndir, samboðnar honum. — Þær sjálfur hann átti. Akrahreppur, hve má borga mola þína, þótt myidir smátt? Tárin lians heitu hlýi þeim jarðvcg; þú færð ekki fleiri föðurstrá. Harmastunur lians hljómi þér við eyra, ísland, er kvelja vilt afbragðsmenn. Þá væri goldið með góðu hið illa. Og ég veit, að það Hjálmars verður hefnd. Þvi hans orð er þungt sein græðisgnýr, er gengur að ofsaveður, er himinninn yfir hamförum býr, en hafaldan innganginn kveður; aldrei það lirin eins og heimsk- ingjans mál, þess hljómur var traustur og' styrkur; og það læsir sig gegnum líf og sál eins og Ijósið i gegnum myrkur. Forhertur piparsveinn Framhald af bls. 15. „Farangur yðar má vera 66 pund að þynd. Á mörgum stöðum verðið þér að sjá um hann sjálf, svo að ég ráðlegg yður að taka aðeins hið nauðsynlegasta, og gleymið ekki að taka með yður lilýja kápu og þægi- lega skó,“ bætti hann við. Það var oins og hann héldi, að hún væri ein þessara óþolandi kvenna, sem þvældust i tollinum, hlaðnar hattöskjum, myndavélum og ung- æðislegum eldmóði. Næst þegar hún kom á ferðaskrif- stofuna, hafði snjóað svo mikið, að sumir kaupmenn höfðu lokað verzl- unum sinum vegna ófærðar. En eins og hún átti von á, kunni Kurt Lar- son vel við sig i kulda og blindbyl. Hann var í skiðabuxum og dökk- blárri peysu sem fór honum vel. Hann leit með fyrirlitningu á þá, sem voru að panta far til Flórida og Bermúda. - „Miðstöðvarhitinn og öll þessi þægindi hafa gert þá að huglausum aumingjum,“ sagði hann. „Þeir ættu að fara norður á bóginn á veturna, þar sem nóg cr af snjó og hreinu lofti, scm gæti blásið svo- litlu lífi í þá.“ Sara, sem var ekkert sérlega hrif- in af kulda og snjó, gat ekki annað en talið sjálfa sig eina i þessum hópi, sem hann fyrirleit svo mjög. En lil þess að hressa svolítið upp á tilveruna liafði hún farið i hárauða kápu með skinnkraga, og hún herti upp hugann og sagði: „Sumr manneskjur hafa heitt blóð í æðum, aðrar bara ísvatn.“ — Hún liorfði á hann og bjóst við ónotalegu svari, svo að hún varð ekki litið undrandi, þegar hann hallaði sér lrani á afgreiðsluborðið og sagði brosandi: „Kuldinn á vel við yður. Eruð þér búin að borða? Ég veit um litinn stað hérna úti á horni, þar sem hægt er að fá beztu lauksúpu utan Parisar.“ Hún var hissa, að það skyldi ekki Stokhólms. — En lauksúpan var iieit og ljúffeng, og Kurt Larson varð miklu frjálsmannlegri og lík- ari venjulegum, ungum manni en þegar hann var á skrifstofunni. „Um daginn fékk ég bréf frá greifafrú, sem á hús i Firenze,“ sagði hann. „Þetta er heilsulítil, gömul kona, sem er mikið heima við, og ég býst við, að hún sé stundum einmana. Ég hugsa, að það mundi gleðja liana, ef þér dvelduzt hjá lienni þann tíma sem þér verðið í Firenze.“ Sara starði undrandi á hann. „Greifafrúin giftist itölskum manni fyrir mörgum árurn og hefur búið þarna siðan,“ liætti liann við. „Hún er mjög gáfuð og hrifandi kona, og hjá henni getið þér fræðzt heilmikið um landið.“ Sara varð alveg orðlaus. Iíurt Larson misskildi þögnina og hélt, að hún hefði ekki áhuga á þessu. „Hún er frænka min,“ sagði hann, „ef yður langar til að fá frekari upp- lýsingar, en hún liélt, að þér munduð ekki telja Jiað nein meðmæli,“ bætti liann við glottandi. „En hún þekkir mig ekkert," sagði Sara ringluð. „Það er nú öðru nær,“ sagði hann. „Hún veit, að þér ætlið að. ferðast einsömul um Ítalíu, og langar til, að ])ér hafið sem mesta ánægju af dvöl- inni í kjörborg hennar.“ Hann var óútreiknanlegur. Hann virtist hafa ímugust á öllu Jiessu ferðalagi liennar, en samt bauð hann 'lienni að lieimsækja greifafrú á heimili hennar, eins og ekkert væri sjálfsagðara. „Hún er mjög vingjarnleg — og þér lika,“ sagði Sara að lokum. Hann yppti öxlum. „Mér fannst, — Hvað koma yður peningamál mín við? Ég spurði, hvort ég mætti kvænast dóttur yðar, en ég bað ekki um lán. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.