Vikan


Vikan - 26.01.1961, Page 34

Vikan - 26.01.1961, Page 34
SKILAR YÐUR HEIMSINS HVITASTA ÞVOTTI! X-OMO 90/ENÍ-2445 að Jjið æltuð að hittast. Hún er gömul að árum, en í hjarta sínu er hún á- líka ung og kjánaleg og þér. Hún telur, að yður hafi sézt yfir ýmsa fallegustu staði Evrópu, þegar þér gerðuð ferðaáætlunina.“ „Svo sem Noreg og Svíþjóð,“ sagði Sara var- færnislega. Honum var skemmt. „Hún nefndi Sviss. Hún er viss um, að þér kunnið að meta litlu þorpin, hlómin í fjallahlíðunum og blá stöðuvötnin.“ Það voru þá fleiri en hún, sem kunnu að meta fegurð- ina og reiknuðu ekki allt út i pen- ingum, hugsaði Sara ánægð. „Tyrk- land gæti líka komið til greina,“ sagði Kurt Larson. Sara studdi hönd undir kinn og horfði á hann fjarrænu augnaráði. Hún sá Tyrkland fyrir sér með must- erum og sívölum turnum í purpura- litu rökkrinu. „Og svo að sjálfsögðu Þýzkaland, Bayern, Rín og Bláskógar,“ sagði hinn kaldhæðni frændi. ______ Sara gerði sér i hugarlund, hvernig Rín bugðaðist fram hjá vín- görðum og hinum sögufrægu köst- ulum. — „Og Heidelberg,“ sagði hún, þar sem ungu mennirnir lyftu höttum sínum og tóku lagið, hvenær sem þeim datt það í hug.“ „Hún er alveg hissa á, að þér skul- ið ekki ætla að koma við í Vinar- borg,‘‘ „Þeyttur rjómi og sætabrauð,“ sagði Sara dreymandi, „Strauss, Dónárvalsinn.“ Kurt Larson leit á hana. „Já, sagði hann, „yður mun áreiðanlega semja vel við greifafrúna.“ „Það eru ekki nema sex vikur, þangað til ég legg af stað,“ sagði Sara með óþreyju í röddinni, — „fjörutíu og tveir dagar, eða ná- kvæmlega fjörutíu og einn dagur og nokkrar klukkustundir.“ — Kurt Larsen kveikti sér í sígaretta og þagði. „Þetta verður dásamlegt ferðalag,“ sagði Sara brosandi. „Eruð þér ekki á sama máli?“ „Nei,“ sagði hann stuttur í spuna og stóð upp. Hann borgaði reikninginn, og þegar þau komu út g götuna, flýtti hann sér í áttina til skrifstofunnar án þess að gefa gaum að snjónum, sem fauk framan í þau í rokinu. Sara fann til sársauka i mjöðminni og átti fullt í fangi með að fylgja honum eftir. „Þér eruð aldrei á sama máli,“ sagði hún lafmóð. „Eruð þér alltaf svona við þá, sem ætla að ferðast um Evrópu?“ „Nei, ekki alla,“ sagði hann kulda- lega, bara yður.“ „Ég held, að þér ættuð að fá yður aðra atvinnu,“ sagði Sara. — Hún áttaði sig nú á því, hvað hann hafði sagt. „Hvers vegna mig?“ spurði hún. Hann svaraði ekki, og sársaukinn og kuldastrekkingurinn urðu til þess, að Sara itrekaði ekki spurningu sína. Þau komu að skrifstofunni, þar sem gluggarnir voru fullir af mynd- um af sólrikum baðströndum, bláu hafi og hrausflegum skiðamönnum, en hann hélt áfram. „Hvert ætlið þér?“ spurði Sara og tók andköf. „Ég ætla að fylgja yður heim,“ sagði hann og leit snöggvast á hana. „Það er þunnt i yður blóðið eins og öllum hinum, og nefið á yður er orð- ið blátt af kulda.“ Þegar þau komu þangað, sem hún bjó, var henni orðið hrollkalt, og sársaukinn í mjöðminni hvarf ekki. En hana langaði mikið til að fá svar við spurningunni. „Hvers vegna mig?“ spurði hún aftur. „Geðjast yður svona illa að mér, eða er ástæðan sú, að ég ætla ekki til Norðurlanda?" „Þér skiljið það auðvitað ekki, en draumlyndi er blind sjálfsblekking, sem erfitt er að mæla bót, hver sem í hlut á. „Það er ekki ég sem er blind,“ mótmælti Sara. „Þetta er verra en sjónleysi. Þér hafið sjónina, en viljið ekki viður- kenna það.“ Hún tólc þessi orð hans mjög nærri sér. Ef til vill var það líka verkur- inn I mjöðminni, sem olli því, að henni fannst hún vera svona ein- mana og yfirgefin. „Þér ímyndið yður, að allt verði eins dásamlegt og sagt er í bókum og ferðaauglýsingum. Ég lief reynt að segja yður, að þér munið verða fyrir vonbrigðum, en þér viljið ekki hlusta á mig.“ „Ég verð ekki fyrir vonbrigðum,“ sagði Sara og hallaði sér upp að dyrastafnum. „Jú, það er ég sann- fræður um,“ sagði hann afdráttar- laust. „Það er mjög heimskulegt að reyna að breyta draumi í veruleika.“ „Þér vitið ekkert um drauma,“ sagði Sara áköf. „Þér eruð kaldur og tilfinningarlaus með isvatn i æð- um i staðinn fyrir blóð, og þér mun- uð aldrei skilja þetta.“ — Augu hans skutu gneistum af reiði. AULMANN BÖKUNAROFNINN er með sjálfvirkum hitastilli Liósi og Grill, amlmann Verð kr: 6.690.oo eUovélosnmstœdur VESTUR-ÞÝZK ÚRVALSFRAMLEIÐSLA. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15. - Símar 24133 - 24137. 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.