Vikan - 26.01.1961, Qupperneq 35
„Jæja. FariS til Parísar, þá munuð
þér komast að raun um, hversu
skemmtilegt það er að vera ein og
yfirgefin i borg, sem er eins og sköp-
uð fyrir elskendur. Sitjið í sólinni
fyrir utan lítið kaffihús við mið-
jarðarhaf, og þér munuð finna,
hversu eimanalegt það er. Farið til
Sorrento, Capri og eyjanna við
Grikkland, og sjáið, hvort draumarn-
ir verða alveg eins dásamlegir, þegar
enginn er til að taka þátt í þeim
með yður.“
Á þessari stundu liataði hún hann
svo óstjórnlega, að hún var næstum
búin að- gleyma sársaukanum í
mjöðminni.
„Látið mig í friði,“ sagði hún.
„Þér ættuð að fara.“
„Sumir geta ferðazt einir og not-
ið fegurðarinnar einir,“ sagði hann
miskunnarlaust, „en þér eruð ekki
nógu köld og tilfinningalaus. Yður
er óhætt að trúa mér. Sá dagur mun
koma, að yður finnst veröldin tóm-
leg og kuldaleg og draumarnir einsk-
is virði.“
Án þess að mæla orð frá vörum
opnaði Sara dyrnar, smeygði sér inn
fyrir og skellti hurðinni á eftir sér.
Hún þoldi þefta ekki lengur. Siðan
hneig hún niður á legubekkinn, tók
andköf og furðaði sig á, að allt í einu
varð svo dimmt í kringum hana.
Þegar hún opnaði augun, var enn
þá dimmt í herberginu. En nú hafði
hún engar kvalir, og þetta þrönga
rúm var ekki rúmið liennar. Hún
heyrði mannamál i fjarlægð. Loks
áttaði hún sig á þvi, að hún var
komin á sjúkrahús. Ungur læknir
stóð við rúm hennar.
„Yið komum á síðustu stundu,“
sagði hann og brosti vingjarnlega.
„Það er furðulegt, hvað svona smá-
munir eins og botnlanginn geta vald-
ið miklum óþægindum.“ — En hún
gerði enga grein fyrir þvi, hvað
hafði gerzt eftir að hún settist á sóf-
ann og lokaði augunum, eða
hvernig hún hefði komizt á sjúkra-
húsið, og Sara var i hálfgerðu móki
og hafði ekki rænu á því að spyrja.
Það kom fólk að heimsækja hana,
— kennarar og nemendur frá skól-
anum, sem hún kenndi við, og nokkr-
ir af nágrönnum hennar. Þeir komu
með ávexti, blóm og bækur, en Sara
hresstist litið við hluttekningu
þeirra. Hún var alveg í öngum sin-
um. Nú yrði hún að hringja til Kurts
Larsons, hugsaði hún og segja hon-
um, að hún neyddist til að hætta við
ferðalagið. Úr því að svona för,
hafði hún ekki nógu mikla peninga.
Ef lil vill mundu þeir duga eina eða
tvær vikur, en slíkur smábiti var
verri en alls ekkert fyrir þann, sem
er glorhungraður. Hún yrði að spara
saman í eitt eða tvö ár i viðbót. Út-
litið var svo ömurlegt, að hún sneri
sér undan til að sjá ekki ávextina
og blómin, sem voru eins skær og
björt og auglýsingaskiltin í glugg-
anum hjá Kurt Larson. En þó fór
það svo, að blómin urðu bezta með-
alið. Ein af hjúkrunarkonunum, sem
áreiðanlega líktist Brigitte eða Mar-
ilyn, þegar hún var komin úr hinum
stífa einkennisbúningi, kom með
blómaöskju, fulla af langstilkuðum
fjólum, umkringdum grænum blöð-
um, döggvaðar og ilmandi.
„Það Jylgir ekkert kort,“ sagði
hjúkrunarkonan glettnislega. „Hann
heldur sjálfsagt, að þér vitið, frá
hverjum þær eru.“
Sara hafði ekki hugmynd um, hver
hafði sent þær, en hún lét þær standa
við rúmið, þangað til þær fölnuðu,
og fleygði þeim ekki, fyrr en hún
fékk aðra svipaða öskju, fulla af lilj-
um, sem voru svo gular og líflegar,
að hún gat ekki varizt brosi, þegar
hún leit á þær.
í þriðju öskjunni var ein atlask-
bleik kamelía til að næla i kodd-
ann, og Sara hlúði að henni með á-
nægjusvip.
„En hvað hún er yndisleg,“ sagði
hjúkrunarkonan öfundsjúk. „Ég má
þakka fyrir að fá gardeníur, sem eru
jafnvel aðeins byrjaðar að fölna.“
Sara, sem var ekki vön að fá svona
falleg blóm, var sannfærð um, að
blómasalanum hefði skjátlazt. En
samt varð hún hálfvonsvikin, þegar
hún fékk enga blómaöskju daginn
eftir. Þegar leið á daginn, hafði hún
næstum þvi gefið upp alla von. En
askjan kom þó að lokum, og gef-
andinn afhenti hana sjálfur.
„Mér finnst leiðinlegt, hvað ég
kem seint, en flugvélinni seinkaði
vegna veðurs.“
Sara starði á hann gersamlega
ringluð og lcom ekki upp orði.
„Rósirnar eru frá írlandi,“ sagði
hann. „Vinur minn, sem er flugmað-
ur, lofaði að útvega mér þær alveg
ferskar.“
Þetta vormekki þessar venjulegi;,
stóru, tignarlegu rósir. Þetta voru
litlar, bleikar rósir, ósnortnar og
yndislegar eins og barnsandlit. Rós-
ir frá írlandi, hugsaði Sara frá sér
numin og bar þær að vitum sér.
„Hvernig vissuð þér, að ég var
hérna?“
„Ég kom yður hingað,“ sagði
Kurt Larson stillilega. „Mér fannst
hegðun yðar eitthvað svo einkenni-
leg, að mig grunaði, að ekki væri
allt með felldu. Svo ég sótti hús-
vörðinn, og við brutumst inn í her-
bergið til yðar.“
Sara andvarpaði. Voru fjólurnar
frá yður, fallegu liljurnar og þessi
dásamlega kamelía? hugsaði hún
undrandi.
„Svona blóm sendir maður stúlku
eins og yður,“ sagði hann brosandi.
Hjúkrunarkonan kom inn til að
dást að rósunum. Hún sveimaði
kringum þau og gaf Kurt hýrt auga
i laumi, en hann gaf þvi engan
gaum, svo að hún fór út aftur.
„Ég hefði ekki verið svona strang-
ur, ef ég hefði vitað, hvað þér voruð
veik.“
„Þér höfðuð rétt fyrir yður,“ sagði
Sara lágt. „Ég vildi bara ekki við-
urkenna það.“
„Þér eruð svo varnarlaus, og ég
vildi ekki, að þér yrðuð fyrir von-
brigðum.“
Sara var dálitla stund að jafna sig.
Loks sagði hún óstyrk: „Þetta skiptir
ekki máli héðan af, ég verð, hvort
sem er, að hætta við allt saman.“
Kurt Larson strauk henni um
vangann. „Það gerir ekkert til. Ef
til vill þurfið þér ekki að fara ein i
næsta skipti.“ Sara horfði í hin
köldu, bláu víkingsaugu, og nú sá
hún, að hann var ekki eins tilfinn-
ingalaus og hún hafði haldið.
„Næst fer ég kannski til Noregs
eða Sviþjóðar," sagði hún.
„Ég er búinn að sjá fyrir því,“
sagði Kurt brosandi.
Og svona fór það, að Sara, sem
aldrei hafði látið sér detta i hug,
að ferðaauglýsing gæti breytt áætlun
hennar, byrjaði hina dásamlegu
hveitibrauðsdaga I Skandinaviu, þar
sem hún fór á skiði, borðaði sild og
lærði að segja skál, um leið og
hún lyfti glasi.
Nýtt útlit
Nij tækni
Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022.
VIKAN 35