Vikan - 09.03.1961, Side 5
inn í aftursætinu. Hún grúfði andlit-
ið í höndum sér og æpti. — Já, en
læknir, sjáið þér alls ekki manninn
þarna í aftursætinu?
Læknirinn leit í annað sinn aftur í
vagninn. Síðan sneri hann sér að
henni, greip hönd hennar og þrýsti
hana hughreystandi.
— Kæra frú Dóra, sagði hann vin-
gjarnlega, — þér eruð ekki með
sjálfri yður, og það skil ég mætavel.
Engin móðir getur tekið á móti slík-
um fréttum um litlu dóttur sína, án
þess að það reyni á taugarnar. En
við verðum að koma okkur af stað
til að hjálpa Önnu. Setjizt hérna í
mitt sæti, og hvílið yður. Eg skal taka
við stjórninni.
— Þér sjáið hann þá alls ekki,
læknir? sagði hún hásri röddu.
— Þetta sagði ég yður, frú, heyrð-
ist í skikkjuklædda manninum I aft-
ursætinu. — Sendiboðar dauðans eru
aldrei sýnilegir dauðlegum mönnum.
Hún tók í handlegg læknisins.
— Heyrðuð þér ekki, Marteinn.
Heyrðuð þér ekki, hvað hann sagði
rétt í þessu?
Læknirinn hristi höfuðið rauna-
mæddur, greip um axlir hennar og
ýtti henni gætilega frá stýrinu. ■—
Það er bezt, að ég aki, frú. Þér eruð
allt of þreytt og taugaspennt. Hvílið
yður nú!
Bíilinn þaut af stað út í myrkrið,
og hún þvingaði sig til að halla sér
aftur í sætinu og vera róleg.
— Það er þá ég. sem er orðin vit-
laus, hugsaði hún, — band-sjóðandi-
vitlaus, og ætti eiginlega að liggja
á sjúkrahúsi. — Gerið svo vel, —
nýtt tilfelli af skynvillu. — Hún hló
móðursýkislega og sneri afskræmdu
andlitinu að unga manninum í aftur-
sætinu, en hann vafði kápunni þéttar
um sig og brosti dauflega.
— Þér eruð alls ekki vitlausari en
lögregluþjónninn og læknirinn, sagði
hann, eins og hann hefði séð á svip
hennar, hvaða hugsanir ásóttu hana.ust hægt yfir dimman himininn, og
•— Um yður hefur aðeins eitt gerzt,
og það er, að þér getið á einhvern
yfirnáttúrlegan hátt séð og heyrt það,
sem aldrei hefur komið inn fyrir
mannlegt sjónarsvið í sögu lífsins.
— En annars, bætti hann við, þegar
honum varð litið dökkum augunum á
sjálflýsandi klukkuna í mælaborðinu,
— frú! Segið Marteini lækni að auka
hraðann. Við eigum að vera komin
að gatnamótum Bosby og Halsted
eftir 4 mínútur. Eg á erindi þangað.
Bifhjólsmaður.
— Við ökum ekki þá leið, sagði
hún taugaóstyrk — Við förum bein-
ustu leið eftir aðalgötunni.
— Hvað? sagði Marteinn læknir
og sneri sér spyrjandi að henni.
— Ég var ekki að tala við yður,
læknir. Ég var að tala við manninn
í aftursætinu, sagði hún. — Hann
segir, að ...
Læknirinn gaut. augunum til henn-
ar áhyggjufullur. — Nú verðið þér
að hvíla yður, frú Dóra, sagði hann
blíðlega. — Og æsið sjálfa yður ekki
upp með ástæðulausum ótta. Ég full-
vissa yður um, að við erum alveg
ein í bilnum, þér og ég. Verið þér
nú skynsöm, og snúið yður fram í
sætinu, og reynið að hvíla yður.
Hann er læknir. Hann veit betur
en ég, hugsaði hún. Hún hnipraði
sig saman i sætinu og reyndi af öll-
um mætti að beina athyglinni að veg-
inum og reyna að hvilast.
Hún sá Ijóstýru úti á veginum, sem
færðist óðum nær, og eftir augnablik
gat hún lesið á viðvörunarskilti, sem
stóð undir ljósinu:
Akið varlega! — VEGAGERÐ. Ak-
ið hliðargötuna til Bosby og Halsted.
— Hver þremillinn, sagði læknir-
inn. — Þetta tefur okkur um 5—6
mínútur, og vegurinn er skrambi
háll. En þrátt fyrir það jók hann
hraðann.
Það var stytt upp, og skýin dreifð-
við og við brauzt máninn fram úr
skýjunum og kastaði draugalegri
birtu á gljáandi veginn.
Hún sat hreyfingarlaus og starði
út um bílrúðuna, þegar vegamótin
til Bosby og Halsted komu i ljós. Og
hún kom auga á hóp manna, sem
stóðu úti við vegbrúnina og stumr-
uðu yfir manni í ferðafötum, auð-
sjáanlega hjólreiðamanni, sem hafði
misst stjórn á hjóli sínu á hálkunni.
Alveg rétt! Þarna kom hjólið i ljós,
hálft á kafi i skurðinum hinum megin
við veginn.
Marteinn læknir! — Hún þreif í
handlegg hans og horfði óttaslegn-
um augum á hann. — Nú verðið þér
að trúa mér, læknir. Ég er alveg með
fullu viti, en þessi mað.ur ... En
Marteinn læknir heyrði ekki til
hennar. Hann hafði einnig komið
auga á manninn á veginum.
— Hér hefur orðið slys, sagði hann
fljótmæltur og hægði ferðina. —
Þessi aumingja maður þarfnast lækn-
ishjálpar, og við tefjum aðeins nokk-
ur augnablik.
Marteinn lagði vagninum fáum
metrum frá bifhjólinu, spánnýju og
skærrauðu hjóli, sem virtist ekki
hafa skemmzt hið minnsta við
óhappið.
Læknirinn greip í flýti aðra tösku
sína og flýtti sér í áttina til hins
slasaða manns, og í sama mund hvarf
maðurinn i svörtu skikkjunni úr aft-
ursætinu og fylgdi lækninum eftir
með löngum, þungum skrefum.
Hún sat sem steini lostin og starði
út um rúðuna. Hún efaðist ekki hið
minnsta lengur. Ungi, svartklæddi
maðurinn var það, sem hann sagðist
vera, ■— nefnilega Dauðinn!
Þarna úti á upplýstum veginum
kraup læknirinn og reyndi eftir veik-
um mætti að glæða hið litla, flökt-
andi Ijós lífsins, — en þarna., með
frakkann flaksandi draugaiega í
vindinum, beygði Dauðinn sig yfir
manninn og slökkti neistann.
Á sama augabragði datt henni
Anna Í hug, og hún skildi Þegar, að
hvorki Marteinn né hinn duglegasti
læknir gæti bjargað lifi litlu stúlk-
unnar hennar, ef hún kæmi um leið
rúeð Dauðann til hennar.
I einu vetfangi þaut hún út úr
bílnum, og rödd hennar varð að rámu
ópi, þegar hún kallaði: — Marteinn!
Marteinn læknir! Flýtið þér yður!
— Hún klöngraðist aftur inn i bilinn
og settist við stýrið og ók hægt af
stað. Læknirinn, sem varla hafði
sleppt taki sínu af hinum látna manni,
tók á rás á eftir bílnum, og á and-
liti hans gat hún séð, að nú var hann
ekki í neinum vafa um, að hún væri
orðin vitlaus.
— Stökkvið upp í, læknir, hrópaði
hún og hratt afturhurðinni upp.
Marteinn læknir henti sér inn í bíl-
inn og lenti með þungum skelli á
gólfinu. Hún jók samstundis ferðina
og steig benzíngjafann í botn. En
Dauðinn stóð eftir á veginum með
frakkalöfin blaktandi og útréttar
hendur.
Eftir 15 mínútna akstur ók hún
upp traðirnar og inn um hliðið hjá
Markúsi bónda. Marteinn læknir
greip töskur sínar í flýti, en hún sá,
að svitinn draup af enni hans, svo að
hún ályktaði, að síðasta spölinn hefði
hann setið í aftursætinu dauðskelk-
aður um, að hún æki bílnum út af.
— Ó! Það er gott, að þér eruð
komin, frú Dóra. Markús bóndi kom
hlaupandi eftir hlaðinu. — Flýtið
þér yður. Anna liggur uppi á iofti.
Hún hljóp upp stigann og stóð
augnabliki síðar við rúm önnu. Hún
fann til sársauka fyrir hjartanu, þeg-
ar hún sá litlu stúlkuna sína, sem
lyfti sóttheitu, grátbólgnu andlitinu
frá blautum koddanum og kallaði: —
Hjálpaðu mér, mamma! —Svo heyrði
Framhald á bls. 27.
VIKAN 5