Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.03.1961, Qupperneq 7

Vikan - 09.03.1961, Qupperneq 7
 m-n'// - • j wmh ■ // ' B iSmf'ÍKpÆ li/NfmJtít • '■ ’ . ' r mmý//. \ \ n . \ , ‘.s s vi fa L JsRik Danskt herskip á dögum Kristjáns IV., svipað PERLUNNI, sem Jón Indíafari fór á til Indlands. sjaldnar, rekur jafnvel skammt ætt hans, en móðurættina því lengra og telur hana göfuga. Var Pétur nokkur skytta, hirðstjóri frá Ham- borg, móðurlangafi hans, sá er veginn var í baði af þénurum sínum. Dætur hans tvær ilentust hér, en synir hans tveir „drógu til Hamborgar og tóku mestallan rikdóm með sér, einkum kvenlegt skart upp á tólf jómfrúr", segir Jón og telur, að af þeim Péturssonum sé stór ætt „til Hamborgar afkomin“. Pétur þessi hirðstjóri var kvæntur systur Jóns Sigmundssonar, afa Guðbrands Hólabiskups; hafði Jón því nokkra ástæðu til að kalla þann ættlegg göfugan, þótt vafasamt sé, að Jón lögmaður á Svalbarði hefði verið honum þar sammála. Þótt ekki segi Jón það berum orðum, má ráða það af frásögn hans, að hann hafi þegar á unga aldri ekki látið sér allt fyrir brjósti brenna. Komst hann þá svo oft i háska í vatni og vatns- föllum, að móðir hans bar kviða mikinn fyrir honum, en hugði þó, að honum mundi auðnast að ferðast yfir vatnsföll. Bað hún guð annast hann jafnan, „hverja hennar jafnlega bæn að Guð, miskunnsamur faðir, hefir heyrt og náð- arsamlega bænheyrt“. Þó komst hann fyrst í alvarlegan lífsháska, þegar hann var tuttugu og tveggja ára að aldri, veturinn áður en hann hélt úr landi, og sýnir sá atburður, að hann var þá garpur orðinn að þreki og áræði. Svo vildi til, að sauðir nokkrir stóðu i svelti í klettum efst í Dvergasteinshlíð, og var talið ógengt til þeirra. Vildi Jón þó freista að bjarga þeim úr sjálfheldunni þrátt fyrir úrtölur móður sinnar, en varð fyrir því óhappi miðhlíðis, að broddurinn brotnaði úr staf hans. Hrapaði Jón þá í loftköstum ofan brattann, skall niður oftar en fjörutiu sinnum og alltaf á bakið, en gat stöðvað sig, þegar hann átti nokkra faðma ó- farna fram af i urð niður, þar sem honum hefði verið vís bani. Ekki var hann þó laskaðri en svo, þegar hann stóð upp, að hann gat leynt meiðslum sinum. Nú er það alkunna, að mjög skiptir i tvö horn þeim áhrifum, sem það hefur á menn að bjarg- ast nauðuglega úr bráðri lífshættu, og fer það eftir skapgerð þeirra. Drepur það allan kjark úr sumum, en aðra gerir það fífldjarfa, þar sem þeir telja björgunina sönnun þess, að hvorki hafi þeir né aðrir aldurtila, fyrr en uppi eru dagarnir; ófeigum verði ekki i hel komið fremur en feigum forðað, og skipti þvi engu, þótt teflt sé á‘ tæpasta vað. Bendir margt til þess, að Jón Indiafari hafi verið einn hinna síðarnefndu og þessi atburður í Dvergasteins- hlíð hafi haft meiri og djúplægari áhrif á hann en hann sjálfur gerði sér grein fyrir. Hann virðist að minnsta kosti aldrei hafa verið í neinum vafa um það, að hann slyppi lifs af úr Framhald á bls.30.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.