Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.03.1961, Qupperneq 10

Vikan - 09.03.1961, Qupperneq 10
NU ER AD DUGA Keppninni lýkur hér — Safnið nú saman lausnunum er til 30 marz næstkomandi. Leiðbeiningar um frystingu ávaxta. Bezt er að frysta nýja og ferska ávexti. Þið hreinsið þá vel og fjarlæg- ið alla raka og ofþroskaða bletti og græna. Takið steinana úr, afhýðið og skerið niður eða útbúið á þann hátt, sem ykkur hent- ar bezt. Skolið svo i köhlu vatni og ber i ísköldu. Ósæt frysting. — Flestir ávextir eru bragðbetri og fallegri við sæta frystingu. En það eru nokkrir, sem einnig eru ágætir án syk- urfrystingar, og þeir eru notaðir í' tertur, sultu, marmilaði og handa þeim, sem eru á léttu fæði. Þið þurrkið ávextina með því að leggja þá á hrein stykki, sem sýgur vel í sig vatn. Þetta gerið þið til að hindra, að þeir frjósi saman margir í einu. Sykurfrysting. — Notið þurran syknr á safaríka ávexti, sem skornir eru niður. Sykurinn dregur í sig safann úr ávöxtunum, þannig að hann myndar eðlilegt lag til að vernda ávextina. Komið ávöxtun- um fyrir á flötu íláti, og flytjið þá varlega til, svo að hver þeirra verði þak- inn sykri. Hér á eftir fer tafla yfir sykurblöndurnar. Þegar talað er um 30% blöndu, þá notið þið 2 bolla af vatni og 4 bolla af sykri, — 40% blöndu, þá notið þið 3 bolla af vatni og 4 bolla af sykri, — 50% blöndu, þá notið þið 4 bolla af vatni og 4 bolla af sykri, — 60% blöndu, þá notið þið 6 bolla af vatni og 4 bolla af sykri, — 65% blöndu, þá notið þið 6% bolla af vatni og 4 bolla af sykri. Framhald á bls. 33. Frægur atburður úr Islendingasögurtum Sá maður, sem þið sjáið hér á myndinni, var frægur fyrir kveðskap og garpskap. Komst hann utan til þess að berj- ast með konungum, sem var hugsjón ungra manna í þann tíð. Hafði hann tekið þátt í stórri orrustu og þótti miður, að hann var lítt sár. Þó kom þar undir lokin að hann heyrði streng gella og kom ör fyrir brjóst honum og stóð á hol. Varð hann því sári harla feginn. Kom hann í bygghlöðu þar sem sárir menn voru fyrir og reyndu konur að ná út örinni með töng, en gátu hvergi haggað. Hann tók þá töngina og kippti út örinni og lágu á krókum hennar tágar af hjartanu, sumar rauðar, en sumar hvítar, gular og græn- ar. Þá mælti hann: „Vel hefur konungurinn alið oss, hvítt er þessum karli um hjartarætur". áð svo mæltu kvað hann vísu en andaðist síðan standandi og féll ekki fyrr en hann var dauður. Vikan spyr: Hvaða maður lét þar líf sitt? 1) Egill Skallagrímsson. 2) Einar Þambarskelfir. 3) Þormóður Kolbrúnarskáld. ----- — ---- Klippið hér —“ -«—-—— !□ VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.