Vikan - 09.03.1961, Side 15
kvöldið stökk hann upp þrepin
og hringdi kröftuglega bjöllunni.
Þegar hún opnaði, brá honum
heldur en ekki í brún. Hún bauð
honum inn fyrir, en varaðist að
horfast í augu við hann. Hann
fór með henni inn í stofu og vissi
hreint ekki, livað hann átti að
segja eða gera. Þótt hún sneri sér
undan, gat hann ekki gleymt rjóðum
kinnum hennar og brúnum, tár-
votum augum. Hann varð leiður,
þvi að hann gat aðeins hugsað um
það, að eitthvað amaði að. Hann
vorkenndi henni, því að honum
hafði farið að þykja vænt um hana
þessa mánuði, sem þau höfðu
þekkzt, ......sem vin og félaga
vitaskuld.
—• Fáðu þér sæti, sagði hún
dálítið ergilega, við þurfum rétt
að skála í vínglasi. •—• Þegar hann
sá, að hún sneri sér undan og
reyndi að þurrka tárin með svunt-
unni, gat hann ekki á sér setið.
í hendingskasti var hann kominn
til hennar og vafði hana örmum.
— Elsku litla Inga, segðu mér,
hvað er að. Ég þoli ekki að sjá
þig hrygga, .... þvi að ég elska
þig, stundi hann klaufalega.
Þeim skildist ekki á þessu andar-
taki, að þau væru elskendurnir
úr kvikmyndinni, — því að hún
leit á hann tárvotum augum
og varir þeirra mættust í löngum
kossi. Því næst leit hún undan
og lijúfraði sig að honum, og
hann strauk á henni hárið.
Er það satt, muldraði liún loks-
ins, og hvers vegna gaztu allt i
einu sagt það?
— Það voru tár þín, svaraði
hann biíðlega. Þau stóðst ég ekki.
Mér varð allt í einu ljóst, að þú
ert raunveruleg kona með tilfinn-
ingar, — sú sem ég hef alltaf þráð
án þess að vita það. Segðu mér,
livað amar að þér. Kannski get
ég eitthvað gert....
— Nei, nei, sagði hún dálitið
hræðslukennt og færði sig frá hon-
um, það færðu aldrei að vita.
Spurðu eklci meir. Það var hvort
sem er ekkert. Hún sneri sér frá
honum og hellti í glösin. Nú skul-
um við skála hvort fyrir öðru, sagði
hún glaðlega, um leið og hún rétti
honum glasið, og svo vildi ég
miklu frekar fara út að borða.
Framhald á bls. 35.
vinna. — Að lokum vildi ég segja, að grein
þessi finnst mér stúlkunni til mestu háðungar,
og ætti hún ekki að bera slíka sýndar- og yfir-
borðsmennsku fyrir almenning. Og það er
hvers manns að vona, að stéttaskipting ryðji
sér eigi rúms hér, því að það væri merki aftur-
farar á þroskabraut íslendinga.
Með fyrirfram þökk,
verzlunarskólanemandi.
Ég get ekki annað en komið þessu á fram-
færi fyrir þig, og þess má einnig geta, að
margir munu þér sammála. Sýnir það bezt
fjöldi bréfa, sem Póstinum hefur borizt um
sama efni. Annað svipað fer hér á eftir, og
hefur Pósturinn ekki frekar við þau að bæta.
Meira um stéttaskiptinguna.
21. jair. 1961.
Við skrifum vegna þess, að við erum af
lægstu stétt þjóðfélagsins, sem menntaskóla-
fólk virðist fyrirlíta, og af því að við erum ekki
sammála menntaskólastúlkunni, sem viðtal er
við í Vikunni uni stéttarskiptingu unga fólksins.
Hvers konar áhugamál hefur menntaskóla-
fólkið, úr þvi að áhugamálin skipta unga fólk-
inu í liærri og lægri stéttir?
Að hvaða leyti er stéttaskipting sjálfsögð og
eðlileg?
Við berum alls ekki neina virðingu fyrir
menntaskólafólki og teljum okkur ekki vera
neitt af lægri stétt en það og því síður meira
í lágkúrunni og lubbaskapnum, þó að við vinn-
um fyrir okkar lífsviðurværi, en það hangi á
skólabekk. | ,
Þessi menntaskólastúlka hlýtur að vera mjögÁy
.óaðlaðandi, löng og mjó, með gleraugu, og biú’-fflp
ur engin önnur áhugamál en heimspeki og
stéttaskiptingu og getur því ekki samlagazt öðru
ungu fólki, sem hefur venjuleg áhugamál.
Við ósltum eindregið, að þetta bréf verði birt
sem fyrst og að menntaskólastúlkan standi fyr-
ir máli sínu.
Virðingarfyllst,
þrjár millistéttarstúlkur.
Bókmenntasmekkur þjóSarinnar.
Ég hef oft sent þér smáfyrirspurnir og ávallt
fengið einhverja viðunandi -úrlausn. Nú er ég
með eina enn.
Hvernig má ráða, að íslenzkur bókmennta-
smekkur sé, þar sem bækur eins og Skyggna
konan og Ást á rauðu Ijósi voru metsölubækur
okkar fyrir jólin? Það virðist litið vera hægt
að ráða af þessu nema neikvætt, þar sem fjöld-
inn allur af efnismiklum og vel skrifuðum bók-
um var engu siður auglýstur og útgefinn en
jiessar tvær. Einnig vil ég bæta því við, að hin
fyrrnefnda er bæði sundnrlaus og illa stiluð.
Með kærri kveðju, S. Á.
Mér finnst það skylda okkar að taka vel
á móti nýjum höfundum. Hvort þeir hljóta
viðurkenningu almennings, verður ekki ráð-
ið af einni bók. Bókum eins og Skyggna kon-
an er yfirleitt vel tekið af okkur íslending-
um, því að fæsturn er þessi dulargáfa gefin,
en allir forvitnir um hana. Við erum ekki
svo langt frá hjátrúnni þrátt fýrir allt og
allt, og efni sem þetta hlúir að þeim gróðri.
Þess vegna vil ég svara þér því, að ég er
fullviss um, að margir hafa lesið hana sér
til gamans. Um bókmenntagildi má lengi
deila og ekki mitt að svara því. Hins vegar
vil ég benda þér á, að þetta efni er meira
einkamál viðkomandi konu, sem við ættum
að virða og láta liggja dómlaust, þó að
margt virðist ósagt.
Reykjavík 12.1. ‘61.
Kæra Vika.
Viltu nú ekki vera svo góð og segja okkur,
hvernig orðatiltækið „að kæra sig kollóttan“
varð til. Með fyrirfram þökk.
Tveir hyrndir.
Ekki veit ég, hvort einhver sögn liggur að
baki þessu orðatiltæki, en trúlegast þykir
mér, að þetta hafi orðið til vegna ljóðstaf-
anna, — „kæra“ og „kollóttan“. Slfkt er fólk
fljótt að grípa og muna. En ef einhver les-
andi væri mér fróðari, mundi ég þiggja
hjálp hans.
Almenningsnáðhús.
Blesugróf, 19.1. ‘61.
Halló Póstur-
Það, sem ég er að velta vöngum yfir, er
ástandið í okkar kæra höfuðstað. Auðvitað er
alltaf hægt að kvarta, en um eitt get ég ekki
stillt mig, og er það vegna þess, hve oft ég
rek mig á þá vöntun, þ. e. a. s. skortur á al-
menningsnáðhúsum bæjarbúa. Ég kann ekki
alls kostar við að skjótast inn i port til að
létta á mér, þó að okkur karlmönnunum sé
það hægðarleikur miðað við blessað kven-
fólkið, enda er það enginn menningarbragur.
Þetta salerni, sem staðsett er í Bankastræti 0,
kemur mörgum að gagni, en maður er ekki
alltaf á þeim slóðum, þegar mest liggur við.
Láttu mig heyra, hvað þú herma kannt.
Vertu sæll, Lási.
Ég get sagt þér það, Lási minn, að á fyrsta
fundi heilbrigðismálanefndar Reykjavíkur
var vandamál þitt tekið fyrir, svo að ein-
hverrar úrlausnar má vænta, þó að tillögur
um það hafi ekki enn verið gerðar kunnar.
VjKANÍ 15