Vikan


Vikan - 09.03.1961, Page 17

Vikan - 09.03.1961, Page 17
Það verður ekki öllum meint af því að brjóta umferðarlögin. Hitt er jafnvíst, að sá, sem ók bílnum, sem skauzt upp á stoppmerkið, hefur ekki verið neitt sérstaklega ánægður með frammistöðuna. Hann ók sem sé í öf- uga átt við það, sem reglurnar kváðu á Uin, lenti á öðrum bíl, sem síðan skaut honum upp á merkið svona til áréttingar umferðar- reglunum. Líklegast tilheyrir hann ekki hin- um yfirlætislausu ökuníðingum, sem getið er um til hægri. Bob Hope, sem talinn hefur verið með nieiri- háttar gamanleikurum á vesturhveli jarðar, er alltaf í dálitlum vandræðum út af því, að hin og þessi samtök eru að heiðra hann á ýmsan hátt, en hann hefur ekki tök á að heimsækja alla, hvenær sem einhverjum dett- ur í hug að nú væri tilvalið að kjósa Hope vinsælasta mann ársins eða eitthvað því um líkt. Mennirnir þrír eru, taldir frá vinstri: Huss- ein Jórdaníukonungur, Yul Brynner kvik- mynaleikari og Múhameð Y. Marokkó- konungur. Yul er þarna staddur á vegum S. 'Þ. og á hann að undirbúa kvikmyndatöku um flóttamannavandamálið. Hann mun ætla að leggja kvikmyndaleik á hilluna og gerast starfsmaður S. Þ., auk þess, sem hann kvað ætia að leggja stund á læknisfræði, Dr. Aspirín: YFIRLÆTISLAUSIE? ÖKUNfÐINGAR Þegar ritað er og rætt um svonefnda öku- níðinga, eiga menn jafnan við þá, er aka mun hraðar en leyfilegt er. Ökuniðingurinn þjösnast áfram og lætur sig engu varða rétt eða órétt. Þvi hefur verið haldið fram, að flestir árekstrar og bifreiðarslys eigi rót sína að rekja til þess, að of hratt var ekið. Ef annar eða báðir aðila hefðu ekið hægar, hefði óhappinu verið afstýrt. Oftast er sannleikskorn í þessari skoðun, en hins vegar er aldrei á það minnzt, að til er annar hópur ökuníðinga, sem oft veldur slysum. Þeir, sem eru af þessum hópi, eiga það sammerkt með hinum, að þá varðar ekk- ert um aðra vegfarendur. Þó er akstur þeirra ólikur sem dagurinn nóttinni. Það eru öku- mennirnir, sem lúsast áfram, af því að þeim sjálfum liggúr ekki á, eða þá þeir kæra sig ekki um að aka hraðar eða þora það ekki af einhverjum ástæðum Þessir menn eru ekki eins hættulegir úti á þjóðvegunum, þar sem umferðin er lítil, en þó engan veginn hættulausir. En i þeirri umferð, sem nú er orðin hér i Reykjavík, eru þeir lifsháski, — ekki fyrir þá sök, að hætta sé á, að þeir aki á, heldur vegna þess, að aðrir, sem reyna að halda eðlilegum hraða í umferðinni, neyð- ast til að fara fram úr þeim. í einstefnu- akstri kemur þetta ekki að mikilli sök, en öðru máli gegnir á þröngum tvistefnuakst- ursgötum eins og Borgartúni, Suðurlands- braut og Hafnarfjarðarvegi. Þar eru þessir rólegu ökuníðingar hreinn háski. Hvort sem venjulegum ökumönnum liggur á eða ekki, gefast þeir upp á því að lóha á eftir þeim og fara fram úr upp á von og óvon. Stundum tekst það, en stundum er það hjólastóll eða líkkista, sem við tekur. Það er eitt af höfuð- einkennum á þessari tegund ökuníðinga, að þeir aka sem næst miðju götunnar eða veg- arins, svo að oft væri öllu skárra að komast fram úr þeim öfugum megin. í þessum hvim- leiða hópi eru rosknir menn algengastir. Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.