Vikan - 09.03.1961, Qupperneq 25
LAUGAVEGI 19
Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.): Stjörnurnar eru
þér einstaklega hagstæðar i þessari viku. Leggðu
ótrauður út í það fyrirtæki, sem þú hefur haft á
prjónunum undanfarið. Þú finnur tryggan og góðan
förunaut, og vertu þess minnugur í því sambandi,
að tryggð og einlægni er meira virði til langframa en ytri
glæsileiki. Farðu vel með heilsu þína, sérstaklega um helgina.
NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Það verður
rómantíkin, sem á hug þinn í vikunni. Bf til vill
gætir þú orðið fyrir nokkrum vonbrigðum, ef þú ert
þess ekki megnugur að taka mikilvæga ákvörðun.
Ef þú ert á báðum áttum, skaltu ekki leita ráða
annarra i þetta sinn, heldur yfirvega málið vandlega. Laugar-
dagurinn virðist mjög hagstæður til allrar verzlunar.
TviburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú verður í
mjög góðu skipi í þessari viku, og þú skalt umfram
allt ekki taka það nærri þér, þótt glaðlyndi þitt fari
i taugarnar á nokkrum kunningjum þínum. Þetta
er ekki annað en öfund. Á fimmtudag eða föstudag
munt þú fá að glíma við vandamál, sem þú hefur glímt við
áður — og þá árangurslaust. Reyndu að nota þér fengna
reynslu. Þú átt von á skemmtilegri heimsókn.
Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú virðist líta
allt of miklum svartsýnisaugum á tilveruna þessa
dagana — en sannleikurinn er samt sá, að þú þarft
síður en svo nokkru að kviða. Vinur þinn vill verða
þér að liði, og væri þér hjálp hans ómetanleg, en
hætt er við að þér finnist það litillækkandi að leita hjálpar
hans. Vikan verður ungu, ástföngnu fólki mjög hliðholl.
LjónsmerkiÖ (24. júli—23. ág.): Þér munu gefast
mun fleiri frístundir í þessari viku en fyrri viku,
og reyndu nú að nota þér þær sem skyldi. Heima
við verður samkomulagið víst ekki allt of gott, og
væri þér þá hollast að taka enga afstöðu til mál-
anna. Þú færð skemmtilega hugmynd í vikunni, en þér til
sárra vonbrigða muntu komast að því, að þú varst ekki fyrstur
til að fá þá hugmynd.
Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): I þessari viku
skaltu fara að öllu með gát hvað snertir kaup og
sölu. Umfram allt skaltu varast að skrifa undir neitt,
sem er bindandi. Ef þú ferð vel að vissri persónu,
eru .líkur á því að Þú komist í stutta en afar
skemmtilega ferð, líklega um helgina. Varaztu að falla í sömu
gildru og einn kunningi þinn fyrir skemmstu. Þú gagnrýnir
einmitt þennan veikleika kunningjans.
Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Það skipast á
skin og skúrir í vikunni, og reyndu nú að vera mað-
ur til þess að meta það sem gott er og gleyma þvi
sem ver fer. Einhver mun verða þér að liði, einmitt
þegar þú þarfnast mest hjálpar. Það bíður þín
skemmtilegt en erfitt verkefni. Líklega væri þér bezt að leita
til vinkonu þinnar, því að í sameiningu verður ykkur mikið
úr verki. Heillatala 8.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þessi vika er eink-
um mikilvæg fyrir kvenþjóðina. Fyrir karlmenn
verður vikan heldur dauf og tilbreytingalítil. Eink-
um skyldu karlmenn varast það glappaskot, sem
þeim varð á fyrir nokkru. Konur fá gamla ósk sína
uppfyllta að nokkru leyti, svo að vikan verður þeim mjög
ánægjuleg. Þú kynnist mjög viðsjárverðum manni í vikunni.
Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Þetta verður á-
nægjurík og þægileg vika. Þú mun þurfa að taka
mikilvæga ákvörðun, en eitt skaltu varast: að fær-
ast of mikið í fang. Reyndu heldur að glíma við þau
verkefni, sem þú sérð fyrir endann á. Þú færð ein-
kennilega frét't um helgina, sem á eítir að valda þér miklum
heilabrotum. Kvöldin verða mjög skemmtileg i vikunni, eink-
um á mánudag og þriðjudag. Heillalitur rautt.
GeitarmerkiÖ (22. des,—20. jan.): Þessi vika skiptir
einkamál þín langmest. Þú munt kynnast manni
eða konu, sem þú sættir þig alls ekki við í fyrstu,
en við nánari kynningu muntu komast að þvi, að
þessi persóna er verðugur félagi, svo að ekki sé
meira sagt. Þú hefur verið allt of eigingjarn gagnvart einum
vini þínum, og virðist hann vera farinn að fjarlægjast þig
nokkuð. Það má alls ekki verða. Heillatala 4.
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. íeb.): Það er eitt-
hvað eirðarleysi í þér þessa dagana, og þú virðist
hafa allt á hornum sér. Sannleikurinn er sá, að þú
mátt sjálfum þér um kenna. Meinið virðist vera
það að þú hefur allt of lítið fyrir stafni. Eitthvert
kvöldið ferð þú að líkindum í skemmtilegt samkvæmi, þar
sem glatt verður á hjalla.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú hefur ekki
verið allskostar sáttur við lífið og tilveruna undan-
farið, en i þessari viku mun eitthvað gerast, sem
kemur þér einkar gott skap. Um helgina munt þú
byrja að vinna að nýju verkefni, sem mun ganga
mun betur en þú þorðir að gera þér vonir um. Farðu varlega
með peninga í vikunni, því að innan skamms muntu þarfnast
þeirra svo um munar. Heillatala 9.