Vikan


Vikan - 09.03.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 09.03.1961, Blaðsíða 27
Farbeg-mn í aftursætinu. Framhald af bls. 5. hún rödd læknisins fyrir aftan sig ok veik til hliðar, til bess a8 lækn- irinn pæti komizt ati. Hann dró tepn- ið varleEca til hliðar og rannsakaði sárin á lemstrnðum likama barnsins. Þegar hann að lokum opnaði töskur sínar. stóð hann andartak kvrr. — Frú! saeði hann lám-' röddu, — mér bykir leiðinlegt að burfa að við- urkenna bað, en ég verð að biðía yður að vfiruefa herbergrið, bví að nðvist yðar p;erir mig óstyrkan. Hún drúpti höfði og andvarpaði. Enn taldi hann hana vitskerta, og hann óttaðist hana meira að segja. — Guð veri með yður í starfi yðar, iæknir, saeði hún lágmælt og fór. Meðan hún gekk rnður stigann, hevrði hún skrafið í vinnukonunum, sem voru að drekka kaffi 5 eldhús- inu. — Gamli iæknirinn var hérna fyrir stuttu, hevrði hún eina konuna segia. — en hann varð að fara í s.iúkrnvitiunina, og hann taldi. að hún mundi ekki lifa bað af Dauðinn kemur áreiðanlega í kvöld, sagði hann raunalega. begar hann fór. Himinninn var dimmur, en heið- skír. begar hún kom út og heyrði skyndilega klið í bifhióli. sem nálg- aðist bæinn frá bióðveginum. og í tunglsskininu sá hún bifhiðl, sem þaut á fleygiferð eftir vegarálmunni að bænum. Hún hrökk við. Hún hafði séð þetta skærrauða bifhjól fyrr, já, — fyrir hálftíma við gatnamót Bosby og Halsted. Hjólreiðamanninn þekkti hún líka aftur, ungan mann, klædd- an svörtum, flakandi möttli og með andlit sem nár. Hún várð máttlaus af skelfingu. Dauðinn! Á leið til önnu litlu! Hún þaut ailt í einu af stað yfir hlaðið og út um hliðið. Hún greip skóflu, sem stóð upp við hvitkalkaðan haug- hússvegginn, lyfti henni ógnandi, um leið og mótorhjólið var stöðvað rétt hjá henni. Með svarta möttulinn þétt vafinn um sig gekk Dauðinn löngum, Þung- um skrefum til hennar. ■— Gott kvöld, frú. Ég skil ekki enn, muldraði hann, að þér skulið geta séð mig. — Hann yppti öxlum og hélt áfram og brosti dauflega með blóðlausum vörunum: — En auðvitað eru engar reglur óhrekjanlegar, og fyrr eða síðar kemur fram undan- tekning. — Hingað inn fáið þér ekki að komast, sagði hún og varnaði hon- um vegarins. Áköf þrjózka skein úr augum hennar, og hún lyfti skóflunni ógnandi. — Hingað inn! sagði dauðinn háðs- lega. — Ég ætla alls ekki inn fyrir, frú. — Hann hló skyndilega, hásum, viðbjóðslegum hlátri. — Ha-ha. Þér virðizt algerlega hafa misskilið er- indi mitt, hló hann. — Erindi yðar er að sækja aum- ingja litlu dóttur mína, sagði hún biturt. — Mitt erindi. sagði hann stuttur í spuna, — er að sækja yður! Hún hörfaði ósjálfrátt undan þess- ari ógnandi staðhæfingu, og um leið gekk Dauðinn fram og reif skófluna fimlega úr höndum hennar og kast- aði henni aftur fyrir sig. — Já, ég er kominn til að sækja yður, frú, hló hann, — og samkvæmt áætlun minni á þaö að verða eftir eina minútu, i garðinum við stein- vegginn þarna. Hún sneri sér snöggt við og hljóp gegnum hliðið, yfir hlaðið og áfram fyrir fjárhúsin. Tryllingslegt óp henn- ar bergmálaði i djúpri kyrrð nætur- innar, og hún horfði frávita af skelf- ingu á Dauðann vefja kápunni þéttar um sig og fylgja henni eftir. Hún hljóp af stað aftur, fyrir horn hlöð- unnar og áfram eftir troðningi, sem lá út í garðinn. Hún æpti aftur og leit af fyrir sig, en dauðinn sást ekki lengur. Hún stanzaði örmagna af þreytu og geðshræringu og stóð ráðvillt og leit í kringum sig. Þá heyrði hún skrjáf rétt hjá sér, og Dauðinn stóð aftur rétt fyrir framan hana, hár. þögull og ógnandi. Frakka- löfin bærðust í vindinum eins og blæ- vængir, og hann benti án þess að mæla orð frá munni á stað tveimur metrum fyrir aftan hana. Hún fylgdi bendingu hans með augunum og sá, að hún var stödd beint fyrir framan steingarðinn. En hún sá samtímis ijá, sem hékk I neðstu graininni á visnu plómutré rétt hjá, og hún stökk samstundis þangað, greip ljá- inn og sveiflaði honum kringum sig í örvæntingu. —- Komið, ef þér þorið, hvæsti hún milli samanbitinna tanna. — Komið þér bara. — Sú hugsun, að hún væri ekki aðeins að berjast fyrir eigin lífi, heldur einnig fyrir framtið og hamingju Önnu litlu, gaf henni auk- inn þrótt. Eftir tiu eða fimmtán ár, þegar Anna þarfnaðist umhyggju hennar og ástar ekki lengur, mátti dauðinn koma til hennar, og þá mundi hún hlýðin beygja sig undir kröfu hans, — en ekki núna, — ekki núna! Dauðanum, hinni háu, Þöglu veru, var brugðið, þegar hann sá glampa á egg ljásins í fölu tunglskininu, og hann hörfaði aftur á bak. Úr andliti hans skein sama hræðslan sem ein- mitt hafði hrakið hana gegnum garð- inn og hingað. Hann stóð þegjandi um stund. Svo tók hann eitt skref fram á við. — Frú, sagði hann í viðvörunar- tón, — eftir tíu sekúndur slasið þér yður & þessum ijá, og eftir fimmtán sekúndur beygi ég mig yfir yður og slekk á kerti lifs yðar. Eina leiðin til að bjarga lífi yðar er að sleppa lján- um strax. En hún kreppti hendurnar enn fastar um handföng ljásins. Hann lýgur, hugsaði hún. Hann lýgur. Á sama augnabliki og ég sleppi ljánum er aftur á móti úti um mig. Ljáinn, einmitt ijáinn hræðist hann, tákn hans um vald og mis- kunnarleysi um margar aldir. Hún lagði sig alla fram við að valda og sveifla hinum þunga ljá, og hún fylltist hamslausri gleði og stolti, þegar hún sá, að dauðinn hop- aði. Þegar þessar fimmtán sekúndur voru liðnar og hún stóð enn í sinni þrjózkufullu baráttu með ljáinn á lofti, leit Dauðinn á úr sitt, vafði möttlinum um sig og kveikti sér í vindlingi. Hann mælti ekki orð af vorum, en af hinum bitru, hörðu dráttum sem léku um bleikar, blóð- lausar varir hans, mátti sjá, að hon- um var skapraunað, þar sem hann varð að viðurkenna, að hann hafði eytt dýrmætum tima sínum til einsk- is. En hún sá, að hann kunni að taka ósigrinum. Hann brosti íbygginn út í annað munnvikið, um leið og hann lyfti hattinum og bjóst til að fara. — Allt í lagi, frú. Við eigum eftir að sjást síðar. Það var mjög fróðlegt að fá að kynnast yður. -— Hann stanzaði og sneri sér við. — Mér þyk- ir það leitt, en áætlun mín fyrir næstu ár er svo aðkallandi, að það líður víst langur tími, þangað til við sjáumst aftur. Lifið heil þangað til, frú. — Því næst hvarf hann út í dimma nóttina. Þegar hún gekk reikulum skrefum að húsinu, kom Markús bóndi hlaup- andi á móti henni. — Hvað hefur eiginlega komið fyrir, frú Dóra? Af hverju æptuð þér? Hinn dauðskelk- aði maður snarstanzaði, þegar hann sá ijáinn í höndum hennar, og saup hveljur. — Einn enn, hugsaði hún, sem heldur, að ég sé gengin af göfl- unum. Hún hætti við að skýra út fyrir honum, hvað gerzt hafði, rétti að- eins bðndanum, sem stóð eins og þvara, ljáinn og hélt leið sinni áfram upp að húsinu til þess að spyrjast fyrir um líðan barns sins. — Anna kemst yfir þetta heilu og höldnu, frú, sagði læknirinn, þegar hann kom kortéri síðar út frá barn- inu. •—■ Hún sefur núna. ■— Ungi læknirinn þrýsti hönd hennar blíð- lega. — Og nú ættuð bér að sofna sjálf, frú, og hvila þreyttar taugar yðar. Þegar hún var lögzt fyrir og hafði tekið töflurnar inn, sem læknirinn hafði gefið henni, lét hann ofan í töskur sínar og b.ióst til farar. -— Góða nótt, frú. Ég kem aftur á morgun. — Hann þrýsti útréttar hendur hennar hughreystandi. — Og verið þér nú ekki óróleg, þótt taugarnar hafi gert yður svo- lítinn grikk i kvöld Svona nokkuð kemur stundum fyrir. begár válégir atburðir koma fyrir. Þér getið verið allsendis róleg. Þetta kemur varla fyrir aftur, því að það er engin ástæða til að óttast lengur um liðan önnu litlu. — Þakka yður fyrir, læknir. Hún brosti fjarrænu brosi, meðan svefn- inn var að yfirbuga hana, hamingju- sama og fullkomlega rólega. heinz VARIETIES BJK RNAMATUR í glösum 09 pökkum HEIIVZ merkið trvggir yður fyrsta flokks vörugæði ... allir þekkja *3f HEINr VARIETIES ViKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.