Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.03.1961, Qupperneq 33

Vikan - 09.03.1961, Qupperneq 33
Leiðbeiningar um frystingu ávaxta. Framhald af bls. 10. Svo eru hér fáeinar uppskriftir. SÓLBER, YLLIBER OG BLÁBER. VAL: Frystið stór og þroskuð ber með mjúku hýði og sæt á bragðið. UNDIRBÚNINGUR: Þvoið berin vel og þurrkið, um leið og þið fjar- lægið stilka og óþroskuð ber. ÓSÆT FRYSTING: Hún er bezt, ef nota á í tertur og tebollur. SYKURFRYSTING: Notið 40% blöndu. Munið að fylla pakkann ekki alveg. Lokið og frystið strax. RIFSBER. 350 gr af þeim eru u. þ. b. hálf- ur litri. UNDIRBÚNINGUR: Þvoið þau í köldu vatni, og látið renna af þeim. Takið stillcana af. ÓSÆT FRYSTING: Fullnóg, þá búið þið til hlaup seinna á árinu. SYKURFRYSTING: Setjið % úr bolla af sykri í hvern litra af rifs- berjum. Pakkið niður og frystið. RABARBARI. VAL: Bezt er að frysta dökk- rauðan rabarbara, stinnan og bragðgóðan. UNDIRBÚNINGUR: Fjarlægið blöðin, og þvoið stilkana. Skerið þá niður i svona 2% cm langa bita. ÓSÆT FRYSTING: Getur verið ágæt. S YKURFR Y STIN G: Notið 40% blöndu. Lokið strax og frystið. EPLASÓSA. VAL: Sérhver tegund af eplum gefur af sér góða sósu. UNDIRBÚNINGUR: Afhýðið, tak- ið fræhúsin úr, og skerið eplin í stykki. Sjóðið svo, þangað lil að stykkin eru orðin að mauki. Gerið sætt eftir vild. Kælið, pakkið nið- ur og frystið. Ökuníðingar. Framhald af bls. 17. Peir hafa ekki lært að aka bil, fyrr en jieir voru komnir á efri ár, og telja ])að bæði öruggara og skyn- samlegra að aka lúshægt og helzt á miðju vegarins. Oftast gera þeir sér enga grein fyrir þeirri hættu, sem þeir valda, og þeim er ekki heldur Iagið að taka tillit til ann- arra fremur en rosknum mönnum yfirleitt. Rólegu ökuníðingarnir hafa ekki til að bera það öryggi, sem nauð- synlegt er í mikilli umferð. Það eru þeii', sem gefa stefnuljós til hægri, en Iieygja svo til vinstri. Allir sæmi- legir öluimenn verða að vera á varðbergi fyrir þeim og búast við hverju, sem er. Nýlega las ég í bandarisku blaði grein uin þetta vandamál. Þar var talið, að „sleðarnir" í umferðinni væru ínun hættulegri hinum, sem færu full-greitt. Þó ber þess að geta, að þar er nálega eingöngu um einstefnuakstur að ræða. Ekki hef ég orðið var við það, að lögreglan taki í lurginn á hinum yfirlætislausu ökuniðingum, og yfir- leitt cr aldrei minnzt á það, að þeir séu til eða valdi neinni hættu. Slysavarnafélagið brýnir fyrir mönnum að „aka varlega og forð- ast slysin“. Það er að vísu gott og blessað. Ég er ekki að mæla með hröðum akstri. En mér finnst, að lögreglan ælti að brýna fyrir öku- mönnum þá öryggisráðstöfun og tillitssemi við náungann að aka með þeim hraða, sem umferðin gengur, og hvorki hægar né hraðar Friðlaust geð, Framhald af bls. 3. En það tekur lengri tima að breyta eðli manns. Þjóðfélag okkar nú morar af fólki, sem reikar frið- laust um, rótlaust í jarðvegi'sam- félagsins, án markmiðs, stefnu og lífstrúar. Förumaðurinn í nútíma- samfélagi flýr sérhver mannleg tengsl, um leið og hann grunar, að í þeim felist skuldbinding. Hin ytri skilyrði, sem friðleysi hugans vex af, skortir ekki í sam- félagi nútímans fremur en liðinna alda. Viða raskast hin dulvituðu tilfinningatengsl, sem sætta frels- isþyrstan hug við takmarkanir og skyldur, sem samfélagið leggur á hann. Þá getur geigþrunginn grun- ur vaknað snemma, að andstaðan gegn kröfum samfélagsins sé eina leiðin til frelsis. Með því hugarfari taka börn og unglingar skróp og ráp fram yfir skyldurækna skólasókn og ástundun i námi, það gerir ungl- inginn reikulan í stöðuvali sínu og leyfir honum hvergi að tolla í starfi til lengdar, fyrir táldrægni þess svíkur foreldri barn sitt og maka. Förumaður nútímans flakkar ekki lengur á vegum úti. Hann reikar um í samfélaginu, og leið hans er oft furðulega fábreytt. Víð- erni förumanna fyrr á tið eru hon- um týnd og glötuð. Auðuulítill, eins og forrerar hans, sviptist hann á milli geðþóttafullrar sjálfræðisþrár og samfélagshneigðar, og að lokum ber hann ósjaldan vonarvöl í þeirri upprunalegu merkingu, að hann lifir á líknsemd þeirrar manngerð- ar, sem hann fyrirleit vegna ráð- deildar hennar og skyldurækni. á þér fannst gott að drekka úr skónum hennar Lóu á Gamla- árskvöld? Fegurð hársins hefst með /✓ ./ , /^ / ,/ Hversvegna? Vegna þess, að með því að nota White Rain verður hárið lifandi og blæfagurt. Þessi silkimjúki vökvi er með lokkandi ilmi, gerir hárið glitr- andi, gefur því blæbrigði ... vek- ur hina duldu fegurð þess. White Rain er framleitt á þrennan mis- munandi hátt til þess að fegra sérhverja hárgerð — ein þeirra hæfir einmitt yðar hári. VUCAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.