Vikan


Vikan - 13.07.1961, Síða 7

Vikan - 13.07.1961, Síða 7
og í annað skipti dæmdur til fangelsisvistar . . . Við vitum allt, eins og Jm sérð. Undrunin skein út úr svip Nikolajska. Hann var gersamlega forviða á alvizku rannsóknardómarans. En svo breyttist furðan í átakanlegan sorgar- svip. Hann tók að snökta og tiað um að fá að fara út til að j:\fna sig. Hann var ieiddur brotl. -— Færið Psekov inn! hrópaði rannsóknardómarinn. PSEKOV VAR leiddur inn. Mikil breyting liafði orðið á ytra útliti hins unga manns síðustu dagana. Hann bafði Iiorazt, var orðinn fiilur og saman- kýttur, glóðin horfin úr augum hans. — Settu þig, Psekov, mælti Tjúbikov. Eg vona, að þú bagir þér skynsamlega í þetta sinn og látir vera að ijúga, eins og þú befur gert bingað til. Þú hefur alltaf horið á móti' þátttöku þinni í morðinu á Klásov, enda þótt allar sannanir mæli á móti þér. Það cr heimskulegt af þér. Játning af þinni hálfu mundi milda refsinguna. í dag skora ég á þig i síðasta sinn: Kannastu við sekt þína. Á morgun er það of seint. Jæja, segðu þá, hvernig þetta gcrðist . . . — Ég veit ekkert .... Ég skil ekkert i, hvaða sannanir ]>ið getið liaft, hvísl- aði Psekov. segja þér það, hvernig það gerðist. A svefnlierbergi Klásovs ög drakkst með hús- augun á Psekov og leit ekki af honum alla Smásaga eftir Anton Tsjekov — Jæja, ekki það! Nú, þá skal laugardagskvöldið sazt þú inni í bónda þínum. (Djúkovski hvessti ræðuna út.) Nikolasjka beið eftir ykkur. Klukkan eitt sagðist Markiis Tvanitsj ætla að fara að leggja sig. Hann var vanur að fara í háttinn um það leyti. Meðan hann var að fara úr stígvélunum og segja ykkur fyrir um vinnuna, tókuð þið Nikolasjka húsbónda ykkar, sem orðinn var drukkinn, og fleygðuð bonum upp í rúmið. Settist annar ykkar ofan á fsétur hans, en hinn á höfuðið. Rétt í þessu kom inn úr for- stofunni kona, sem þið þckktuð. Hún var svartklædd. Hafði hún áður gert samning við ykkur um hlutdeild þá, er liún skyldi eiga í glæpnum. Hún tók koddann og rcyndi að kæfa Klásov með honum. Ljósið slokknaði i stimpingunum, en þá tók konan eldspýtnastokk úr vasa sínum og kveikti aftur. Var ckki svo? Ég sé á svip þinum, að ég fer með rétt mál. Bn höldum áfrarn..... Þegar þið höfðuð kæft Iiann og fullvissað ykkur um, að hann væri bættur að anda, rennduð þið Nikolasjka honum út um gluggann og lögðuð hann úti lijá hlerunum i skemmtigarðinum. Af ótta við, að liann kynni að koma til sjálfs sin að nýju, slóguð þið liann með ein- liverju bvössu ábaldi. Síðan dróguð ]>ið bann burt og földuð hann undir sirenurunna. Þegar þið höfð- uð hvílt ykkur um hrið og borið saman ráð ykkar, hélduð þið á- fram með líkið. . . . Þið lyftuð bon- um yfir girðinguna og báruð hann siðan fram með veginum út að tjörninni. Þar urðiið þið varir við strák, svo að ykkur varð eltki um sel .... En hvað gengur að þér? Psekov var staðinn á fætur, hann var fölur sem nár og skalf á bein- unum. -— Ég kafna! sagði hann. Ég. .. lofið mér að fara út. . . ég get ekki annað ..... Hann var leiddur út. Tjúbikov teygði sig þreytulega. - Loksins! sagði hann. Hann kom upp um sig. En ég þjarmaði líka að honum .... Ég blátt áfram hellti orðunum yfir hann .... — Hann bar ekki einu sinni á móti svartklæddu konunni, sagði Djúkovski, og hló niðri í honum strákurinn. En ég kvelst að minnsta kosti út af þessari eldspýtu. Ég þoli ekki þessa óvissu lengur. Vertu sæll, nú fer ég. ___ DJÚKOVSKl TÓK yfirhöfn sina og fór. Tjúhikov lét sækja Akúliku og yfirlieyrði hana. Hún sagðist hara ekkert vita. -— Ég hef aldrei verið i tygjum við neinn nema þig, sagði hún, Klukkan sex um kvöldið kom Djúkovski aftur á sjónarsviðið og var allur i uppnámi. Hann var svo skjálfhentur, að hann gat ekki bneppt frá sér mussunni. Eldrauður var hann í kinnum. Augljóst, að hann bjó yfir stórtíðinöum. Veni, vidi, vici, hrópaði hann, um leið og hann kom eins og stormbylur inn í stofu Tjúbikovs og fleygði sér i stól. Svei mér, ef ég fer ekki að halda, að ég sé stórsnillingur. Hlustaðu nú á! Þvi- lik heppni! Við höfum þegar veitt þrennt, — eins og þú veizt? Ég er búinn að kló- festa fjórðu persónuna, -— sem lika er kona. Og það er þá líka kvenmaður! Ég skyldi glaður gefa tiu ár úr ævi minni til þess að fá að snerta við öxl hennar. En hlustaðu nú á! Ég fór heim til Klásovs og gekk þar dálítið um i grenndinni. Ég leit þar inn í allar búðir, knæpur og kjall- ara og spurði alls staðar eftir sænskum eldspýtum. Og alls staðar var sama svarið, að þær væru ekki til. Ég var á sprettinum alveg þangað til núna. Margsinnis gaf ég upp alla von, og jafnmörgum sinnum kvikn- aði hún aftur. Svona leið allur dagurinn .. . Og loks kom að þvi fyrir einni stundu, að ég fann það, sem ég leitaði að, i þriggja versta fjarlægð héðan. Ég spurði, hvort þeir hefðu sænskar eldspýtur. Þeir fengu mér eitt búnt með niu stokkum. Hinn tiunda höfðu þeir selt. Hver keypti hann? spurði ég. Jú, það gerði þessi og þessi. . . .Hún bað um þær af útafbreytni. Þarna sérð þú, Nikolja Jermolaitsj, hvað hægt er að gera, ef hugur fylgir máli. Frá og með deginum í dag ber ég lotningu fyrir sjálfum mér! Púff! En nú leggjum við af stað. — Hvert þá? Til hennar .... þeirrar fjórðu .... Við verðum að hraða okkur, annars dey ég af óþolinmæði. Veiztu, hver liún er? Þú gætir aldrei getið upp á þvi. Það er ... sýslumannsfrúin unga, Olga Pavlóvna! Hún og engin önnur. Það var hún, sem keypti eldspýtustokkinn. Þú ... þú ... ert ekki með öllum mjalla! ÞETTA ER ósköp einfalt allt saman. í fyrsta lagi reykir hún, og i öðru lagi var bún hálskotin i Klásov. Hann yfirgaf hana, þegar hann tók Akúliku, og auð- vitað hcfur hún vlijað hefna sin. Ég minnist ])ess nú, að ég kom einu sinni að þeim blífina i eldhúsinu. Hún sór og sárt við lagði, að hún elskaði hann, tottaði vindlinginn og blés reyknum framan i hana. — Komdu svo, . en fyrir alla muni undireins, annars náum við ekki þangað, fyrr orðið. láta piltung koma mér til , . Þú ert drullu- þú mig til þess. nafni skipti óvörum bak við en Klásov bara nú förum við, . en dimmt er Ég hef nú aldrci orðið svo vitlaus hingað til að þess að ónáða heiðarlegan kvenmann að kvöldi dags.... Heiðarlegan kvenmann! Ég hef nú aldrei lieyrt annað eins . sokkur .... Ég hef aldrei þorað að gagnrýna þig, en nú neyðir Drullusokkur. En flýttu þér nú og komdu með mér. Rannsóknardómarinn sló út hendinni yfir þessari fjarstæðu og hló. Ég bið þig innilega, endurtók Djúkovski, •— ekki min vcgna, heldur 1 réttvisinnar. líg grátbæni þig ... tíerðu þessa bón mína, bara i þetta eina á ævi minni. Djúkovski féll á kné. Nikolaj Jermolaitsj! Vertu nú einu sinui vænn. Þú mátt skarnma mig. Þú mátt kalla mig þrjót og þorpara, hvað sem þú vilt, ef mér hefur skjátlazt um þessa konu. Og settu þér fyrir sjónir, hve málið er mikilsvert. Þetta verður heil skáldsaga. Orðrómurinu berst um allt Rússland. Við verðum skipaðir rannsóknardómarar í sér- staklega mikilvægum málaferlum.... Rannsóknardómarinn hnykklaði brýnnar og rétti höndina hikandi eftir yfirhöfn sinni. sinni. Við förum, sagði liann. En fjandinn hafi þig, ef..... Það var tekið að skyggja, er vagninn nain staðar úti fyrir dyrum sýslumannsins. — Við erum regluleg naut, sagði Tjúbikov, um leið og hann kippti í dyrabjölluna, — að ónáða fólk svona siðla dags.... — Það gerir ekkert til . . . Við segjum, að það hafi brotn- að fjöður. DYRNAR OPNUÐUST, og tiguleg og þéttvaxin kona á þri- tugsaldri stóð á þröskuldinum andspænis þeim Tjúbikov og Djúkovski. Hún hafði kolsvartar augnabrúnir og þykkar, rauðar varir. Það var Olga Pavlóvna sjálf, sem kom til dyrta. Framhald á bls. 30. VIXAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.