Vikan


Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 24

Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 24
Éftir Potricio fcovich Fylgist meö frá byrjun ÞEGAR Lísa kom heim af skrifstofunni, var Mikki aö spjalla viö Bellu i simanum, og eftir svip hans aö dæma var hann ekki sérlega hrif- inn af því, hvernig samtalið snerist. Meöan Lísa var aö fara úr regnkápunni, heyrði hún, að bróð- ir hennar hækkaöi róminn og mótmælti sem á- kafast: — Nei, heyrðu nú, Bella, — þú, sem lofaðir statt og stööugt . . . Nú var Bella aö rifta einhverju loforöi viö hann, hugsaði Lisa, um leið og hún sparkaði af sér vatns- stígvélunum, sem hún hafði sporað gólfið með. Á hillunni undir speglinum lá sendibréf til mömmu hennar. Það var frá Brasilíu, og utanáskriftin var: Frú Kitty Tremein, Kirkjustíg 35, Norður- blá. Lundúnum. Frá Terens frænda, hugsaði hún og leit fljótlega á það. Utanáskriftin var vélrituð, og það var hún ekki vön að vera. En hann hefði nú getað lesið ritara sínum bréfið fyrir. Andartak velti hún því fyrir sér, hvers vegna hann hefði farið til þess. En af hverju lá bréfið annars þarna — óhreyft? Nú varð henni loks ljóst, að móðir hennar var ekki heima og þess vegna hafði enginn tekið sér fyrir hendur að hafa til mat. Jæja, þá lendir það liklega á mér, sagði Lísa við sjálfa sig og gekk fram í eldhús. Hún var að afhýða síðustu kartöfluna, þegar Mikki kom inn til hennar í illu skapi. — Hvað er nú með Bellu? spurði hún í sam- úðartón. — Hún var búin að lofa aö koma með mér á félagsdansleikinn í kvöld, svaraði hann gremju- lega. — Hún lofaði því fyrir viku, og nú sagð- ist hún samt ekki geta komið. Hann ætti að hætta við allt saman og segja henni upp, hugsaði Lísa, en sagði ekki neitt, — bara varp öndinni. Þaö var alltaf svo auðvelt að ráða bót á tilfinningamálum annarra. Það voru manns eigin vandamál, sem alltaf var svo erfitt að leysa. Ég verö að hætta hjá Farley, hugsaði hún á- kveðin, meðan hún var að setja kartöflurnar yfir. Ég get ekki haldið þar áfram með þvi að hitta Pétur hvern einasta dag. Ég verð að leita mér að annarri atvinnu. — Hvað er orðið af mömmu og Marínu? spurði Mikki. Og Lisa tók á af alefli til þess að geta haldið sér við efnið. — Marín er útl að borða með Adda, en mömmu veit ég ekkert um. — Við skulum vera eins fljót að borða og hægt er, sagði hann óþolinmóður. — Ég sagði Bellu, að ég ætlaði að koma með henni spölkorn út, núna seinni partinn. — Væri ekki betra, að . . . hóf hún máls, en hætti við það, sem hún ætlaði að segja, þegar útidyrnar voru opnaðar. — Mamma er að koma, sagði hún bara. En það var ekki Kitty Tremein, sem inn í eld- húsið kom. Það var Marín með rauðgullna hárið regnvott og úfið og augun svo barmafull af beizkju að Lísa spurði ósjálfrátt: — Hvað hefur Addi nú gert? ■— Þú ættir heldur að spyrja, hvað hann hefði ekki, gert, svaraði Marín illspárri röddu, um leið og hún reif sig úr votri plastkápunni. — Hann, sem vissi, að mig langaði svo til að sjá þetta nýja -leikrit í kvöld. Ég bað hann að ná í miöa — fyrir mörgum dögum, —en hann segir, að við höfum ekki efni á að fara i leikhús, eins og sakir standi. —■ En þið fóruð nú í leikhúsið í vikunni, sem leið, gall Mikki við með bróðurlegum skorti á háttvisi. Það varð til Þess, að holskefla af reiði skall yfir hans synduga höfuð. — Og hvers vegna skyldum við ekki hafa gert það? Aðrar manneskjur fara út og skemmta sér. Þetta er bara af því, að Addi hefur fengið á heilann, að hann verði að spara hvern einasta eyri til þess að geta keypt jörð. — Ekki fannst þér það neitt heimskulegt fyrst í stað, rétt eftir að þið voruð trúlofuð, sagði Mikki. — Það er náttúrlega allt i lagi með jörðina, svaraði Marín með semingi. — En ég hafði hugs- að mér, að við gætum gert okkur eitthvað til gam- ans, áður en við græfum okkur þar. Og það verður svei mér leiðinlegt til lengdar, ef við megum aldrei gera okkur glaðan dag, vegna þess að Addi heimtar að leggja fyrir hvern eyri til að kaupa þetta bölvað kot. — Mér finnst þú bara lánsöm, mælti Lísa, en beit svo í vörina og þagnaði. Þetta hafði hún ekki ætlað sér að segja. Marín og Mikki vissu ekkert um Pétur Farley annað en að Lísa hafði orðið einkaritari hans, þegar faðir hans hætti verzlunarstörfum fyrir nokkrum mánuðum, og svo, að hann var nýtrúlofaður sjónvarpsstjörnunni og söngmeynni Loraine Ellis. Lísa minntist aldrei á hann heima fyrir, ef hjá því varð komizt. Henni hafði komið til hugar, að ef hún gæti stillt sig um að minnast á hann, gæti hún kannski líka hætt að hugsa um hann. Mikki og Marin áttu lika í svo miklu annríki við sín eigin málefni, að þau skiptu sér sjaldan af hennar. Hún var kjarklaus og kvíðandi. En nú leit Marín allt i einu forvitnislega til hennar. — Hvers vegna finnst þér ég vera lánsöm? — Æ, gleymdu bara þvi, sem ég var að segja, svaraði Lisa glaðlega. Kartöflurnar voru nú tilbúnar. Hún tók pottinn af plötunni og bætti við: — Vertu nú svo góð að leggja á borðið, meðan ég opna dós með ein- hverju Það lítur út fyrir, að mamma hafi gleymt öllu, sem heitir matur. — Hvar er hún? spurði Marin. Lísa svaraði, eins og satt var: — Það hef ég ekki hugmynd um. Líklega úti að kaupa í mat. Henni þótti vænt um að hafa getað leitt talið inn á aðra braut. Búrið var álíka tómt og kæliskápurinn. — Mamma hlýtur að hafa gleymt að panta vörur í þessari viku, sagði hún I ráðaleysi. Loks fann hún þó eina dós með kjöti. — Er þetta allt, sem þú hefur upp á að bjóða? spurði Mikki. Hún hló. — Látið liggja vel á ykkur, — ég skal útbúa eitthvað, sem er ætt, svaraði hún til að róa hann. Mikki treysti því, að henni mundi takast það, og gekk aftur inn í stofu og tók að brjóta heilann um, hve Bella væri svikul. Marin fór á eftir honum með fullan bakka og mælti forvitnislega: — Það er komið bréf til mömmu frá Terens frænda. Heldurðu, að hann sé nú loks orðinn ákveðinn í því að skreppa snöggv- ast heim? TERE*NS FRÆNDI. ARA, að það væri nú svo vel, hugsaði Lísa. Hún hafði verið fjögurra ára gömul og Mikki sex, þegar einkabróðir mömmu þeirra fluttist til Ríó de Janeiró. Það var rétt svo, að hún mundi eftir honum, háum, ijóshærðum og fjörlegum manni, sem sagði henni ótrúlegustu ævintýr með írskum málhreim og gaf henni bláan bangsa. þegar hann fór. Nú voru átján ár síðan. Marín var þó of lítil til þess að muna verulega eftir honum, en hún erfði bangsann, þegar Lisa fór í skóla. Og eftir því, sem árin liðu, fengu þau ágæt bréf frá honum — með mislöngu millibili. Og i þeim sóu þau votta fyrir dásamlegu ævintýralandi, þar sem alltaf var sifellt sólskin og tína mátti eins mikið af appelsínum og mandarínum og hver vildi, þar sem glampandi, bláar öldur gjálfruðu við gulhvíta, óendanlega sandströnd og hægt var að baða sig árið um kring. Síðar fluttist hann frá Ríó til Nova Friburgo, og þá voru það fjöllin, sem hann skrifaði um: tindur við tind, svo langt sem augað eygði. Og hann skrifaði um ferðir á hestbaki og um dásam- lega sundlaug frá náttúrunnar hendi, þar sem trén teygðu marglitar greinar sínar út yfir vatn- ið, —- því að Terens frændi hafði keypt gamla höll uppi i fjöllunum fyrir utan Ríó og breytt henni í dýrindis-gistihús. Þangað gátu svo rikir Bandaríkjamenn riðið, leikið golf og synt undir heiðum, suðrænum himni eða klifið í fjöll, ef þá langaði til. — Þetta er í rauninni eins konar smáparadis hér uppi í fjöllunum, skrifaði Terens frændi með sinni stórkostlegu rithönd, sem naumast var hægt að lesa. Hann skírði gistihúsið Fjallaparadís eða Monte Paraiso á portúgölsku og sendi þeim mynd- ir af hinu dásamlega útsýni þaðan heiman að tll sannindamerkis um, að Það bæri naín með rentu. Enn fremur skrifaði hann, að þegar starfsemin væri komin í fullan gang, ætlaði hann að taka sér það frí, sem hann hefði allt of lengi frestað. Hann ætlaði að ferðast heim til Englands og heim- sækja systur sína og börn hennar, en það fólk var nú hið eina, sem batt hann við föðurlandið. Lísa hafði verið nýbyrjuð í heimavistarskólan- um, þegar Terens frændi vakti fyrst máls á því, að hann ætlaði að skreppa heim. Og hún hafði alltaf kviðið fyrir því, að hann kæmi, óður en sumarleyfi byrjuðu, þannig að hún yrði af aðal- skemmtuninni: gjöfunum borðunum og leiksýn- ingunum, sem hann hafði lofað þeim. En hún þurfti ekki að kvíða því. Þegar hún brautskráðist úr skólanum, eftir fjögur ár, gátu þau enn hlakkað til heimsóknar Terens frænda. Hann var enn ekki farinn að koma. — Annað hvort kem ég nú í ár eða næsta ár, skrifaði hann, — undireins og ég er búinn að stækka gistihúsið. Því að hann var Þá einmitt að stækka Fjalla- paradís og sá ekki út úr önnum við að ráða tU sin þjónustufólk, svo að taka mætti á móti öll- um þeim gestum, sem hótelið rúmaði. — Þetta verður glæsilegasta gistihús i allri Suður-Ameríku, þegar ég er búinn að fullgera það, stóð í bréfinu til systur hans. Það var rétt svo, NÝ SPENNANDI FRAMHALDSSAGA 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.