Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.07.1961, Qupperneq 25

Vikan - 13.07.1961, Qupperneq 25
Trennein fjölskyldan fær bréf, sem ger- breytir högum hennar. Þau sjá nú fram ævintýraríkt lif undir suðrænni sól. að Kitty Tremein fyndi ekki tii öfundar, er hún sagði börnum sínum þetta. — Terens hefur aevinlega lánazt allt, mælti hún. — Hann hefur sagt, að þar kæmi, að hann græddi mikið fé, og nú er sannarlega svo komið. — Bara, að hann vildi nú gefa okkur eitthvað af þvi, sagði Marín og andvarpaði. Móðir hennar setti hógværlega ofan i við hana. Síðan hélt hún áfram: — Hver veit, hv’að hann kann að hafa i hyggju núna. Hann hjálpar okkur áreiðanlega, þegar hann kemur heim, það er ég viss um. Terens hefur alltaf verið örlátur. Hann er einn þeirra, sem gætu gefið utan af sér fötin. Heyrið þið bara, hvað hann skrifar hér. . . En við það sat. „Þegar Terens frændi kemur heim," varð eins konar orðtak innan fjölskyld- unnar, eins og þegar aðrir miða við að vinna í happdrættinu. Þegar frændi kæmi heim, mundi hann án efa bjóða systursyni sínum starf við hið mikla gistihús sitt. Og þar mundi dugnaður hans og áhugi fá að njóta sín, og hann þyrfti ekki að láta sér nægja leiðindagrúsk í endurskoðunar- fyrirtæki. Hann mundi kaupa handa Kitty skinnkápuna, sem hún hafði svo lengi þráð, og fara með systur- dætrum sínum á beztu skemmtistaði og gefa þeim reglulega fín föt. Ekki var heldur með öllu ó- hugsandi, að hann hjálpaði þeim til að borga niður bankalánið af húsinu, -- því að hvað mun- aði þann mann um nokkur þúsund krónur, sem átti stærsta tizkuhótelið í Suður-Ameriku? Það var bara þetta, að hann kom aldrei. Þau höfðu ekki einu sinni heyrt neitt frá honum síðan fyrir jól, bráðum tiu mánuðir síðan. Að vísu iiafði slíkt komið fyrir áður. Ó, hugsa sér, ef það skyldi nú standa í bréfinu, að hann ætlaði að fara að koma, flaug 1 hug Lísu, um leið og hún fór upp á loft. Hún gekk út að glugganum á litla herberginu sínu, og horfði yfir endalausar raðir af húsþökum og regnið, sem buldi á þeim. Svo varp hún önd- inni. Því var svo sem ekki að neita, að fjölskyldan var illa stödd í augnablikinu. Mikki ætlaði að drepast úr leiðindum í starfi sinu, og ekki gekk það sérlega vel milli hans og Bellu heldur. Ef hún vildi nú annaðhvort giftast honum eða hætta við allt saman í stað þess að halda honum í þessari sifelldu óvissu. Mikki var þögull og óstyrkur allan daginn og allsendis ólíkur þessum glaðværa yfirborðsmanni, ■sem hann hafði verið, þangað til Bella hertók Framhald í næsta blaði. iEFST I ÞESSU BLAÐI vikan 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.