Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.07.1961, Qupperneq 34

Vikan - 13.07.1961, Qupperneq 34
ORUSTAN VIÐ GETTYSBURG. Framhald af bls. 9. í stríðinu við Mexíkó, og vel hafði þeim gengið í það skiptið. Hinum megin við dalverpið var annar maður úr Mexíkóstriðinu einnig að kanna lið sitt. Það var Gordon Meade hershöfðingi, gamall vinur Picketts. Hann var 46 ára að aldri og gekk með gleraugu. 1 aðalstöðvum sinum bak við Kirkju- garðshvolinn gekk hann frá áætlunum sínum í samræmi við afstöðuna. Herfræði hans var einföld og óbrotin: Látum óvinina heimsækja okkur, og þá skulum við taka á móti þeim. Vel vissi hann, að eftir stundarbið mundi hann standa augliti til auglitis við sinn gamla vopna- bróður, en nú yrðu endurfundir allt annað en vingjarniegir. Hins vegar taldi hann víst, að Lee hershöfðingi mundi senda vorulegan 'iðsafla gegn meginher hans, og var þó ekki gott að segja. Til vonar og vara tók hann þetta til nákvæmrar at- hugunar. Enginn fékk séð, hvað í huga hins unga her- stjóra bjó, er fyrir einum fimnr dögum hafði tekizt á hendur forystu yfir Norðurhernum, hetj- unum frá Pótómac. Hitinn jókst í sífellu. Pickett reyndi að finna sér forsælu, en honum var of órótt t.il þess að geta haldið kyrru fyrir. Og samtímis því, að hann gekk órólegur um og beið þess, að stórskotaiiðið upphæfi sönglist sína, settust Meade og menn hans að góðum málsverði. Hvorki Meade né hans mikli andstæðingur, Lee hershöfðingi, gerðu sér Ijóst, er hér var komið sögu, að fyrír dyrum stóð úr- slitaorustan í borgarastyrjöld Bandaríkjamanna. Báðir höfðu þeir fengið mjög takmarkaðar fregn- ir frá njósnurum og könnunnarsveitum. En stórorusta verður til af sjálfu sér. Hún brýzt fram eins og náttúruafl, höfuðskepna. Meade hershöfðingi hafði 105.000 manna undir vopnum á Kirkjugarðshvoli, en Lee hershöfðingi hafði ekki nema 78.000 manna alls. Hins vegar var Lee þaul- vanur að berjast við ofurefli og átti sigra sína oft að þakka bráðsnjallri herkænsku. Að þessu sinni hafði hann sjálfur valið bæði stund og stað, og með slíkan mann sem Pickett i broddi fylking- ar taldi hann hægt að vinna bug á hersveitum Meades, þótt vel væru vopnum búnar og stór- skotalið hans geigvænlegt. Þegar það hefði tekizt, lægi leiðin opin til höf- uðborgar þeirra Norðanmanna, Washington. STEINSNAR FRÁ SIGRI SUÐURRlKJANNA! Meade hershöfðingi tyllti sér á kassa og kveikti í vindli sínum. Liðsforingjarnir umhverfis hann gerðu slikt hið sama. — Ég hygg, að Lee muni leggja til atlögu við miðherinn, mælti hershöfðinginn. — Mér finnst hann muni imynda sér, að við höfum styrkt hlið- arálmurnar á kosnað miðsveitanna. Við sjáum nú til. Liðsforingjarnir kinkuðu koili og tottuðu vindl- ana með ánægju. Klukkan 1,07 var hleypt af tveimur fallbyss- um hjá Lee. Skothríðin var hafin. Sprengikúla þaut inn í tjaldið til Meades og liðsforingja hans. Hún tók þjón hans sundur í tvo hluta. Hefði sprengjan farið nokkrum sentímetrum lengra til hægri eða vinstri, mundi hún að öllum likindum hafa molað miðtaugakerfi Norðurhersins. Þá hefði orustan við Gettysburg og þar með borgara- styrjöldin í heild farið á annan veg. Pickett skyggði hönd fyrir auga og starði yfir til Kirkjugarðshvols. Hann sá mold og legsteina þeytast upp i loftið, en gráan reykjareim tók að ieggja upp frá stöðvum Norðanmanna. Allur hvoll- inn skalf og nötraði, er skeyti Sunnanmanna sprungu. Var nú allt stórskotalið þeirra komið í hríðina, með hundrað og tuttugu fallbvssur. Or- ustan var hafin. Flestar sprengikúlur Sunnanmanna flugu þó of langt. Lentu þær að baki sjálfrar herlínunnar og ollu þar hinu mesta uppnámi. Særðir menn veinuðu, hestar hlupu um allt, og mannfallið var geysilegt. En á næsta andartaki hófu fallstykki Norðan- manna að svara í sömu mynt. Hverju kúlnaél- inu eftir annað ringdi yfir hersveitir Sunnan- manna. Herstjórninni var beitt af banvænni kænsku, —- með þeim hætti, að mörgum fallbyss- um var beint gegn hverri einni í einu. Þannig var hvert byssustæðið af öðru gereyðilagt. Jafnskjótt sem eitt stæði var óvígt gert eða skyttur þess felldar, beindu Norðanmenn byssum sínum að næsta marki. Voru fallbyssudrunurnar svo geigvænlegar, að orustugnýrinn heyrðist i tíu mílna fjarlægð. SKAL LEGGJA TIL ATLÖGU, HERSHÖFÐINGI? Stórskeyta-einvígi þetta hélzt i tvær stundir sleitulaust. Þá skipaði Hunt hershöfðingi, sem var yfirmaður stórskotaliðsins, að hætta skothríð- inni. Hann bjóst við, að fótgönguliðar gerðu á- hlaup og vildi eiga nóg af skotfærum eftir til að bjóða þá velkomna. Klukkan þrjú hættu Sunn- anmenn að skjóta, og reykinn tók að leggja frá. 1 sömu andrá fékk Pickett hraðboð frá stór- skotaliðsforingjanum: — 1 guðanna bænum, leggið af stað. Við er- um að verða skotfæralausir, og eigi þetta að dragast lengur, get ég ekki ábyrgzt vður aðstoð fallbyssnanna! Pickett bölvaði í hljóði, en sveiflaði sér í hnakk- inn og skipaði liði sínu í stöðu. Ekki var minnsta tilraun gerð til að villa óvinunum sýn eða nein- ar öryggisráðstafanir viðhafðar. Trumburnar kváðu við, og ungir piltar sneru sér til Kirkju- garðshvols og gengu í raðir. Pickett sveigði hest sinn til hliðar og hleypti til Longstreets hershöfðingja. — Skal lagt til atlögu, hershöfðingi? spurði hann. Longstreet beygði sig undir örlögin og kink- aði bara kolli. Þá sneri Pickett reiðskjótanum að nýju og reið til manna sinna. Honum féll ósamkomulag yfirmanna sinna ákaflega þungt. — Ráðizt til áhlaups! hrópaði hann, og hinir hraustu Virginíumenn lögðu fram rifflum sínum, er búnir voru löngum byssustingjum. Svo lögðu þeir af stað. Þegar þeir nálguðust óvinina, skiptist herdeild- in i þrjú fylki, er greiða skyldu atlöguna samtím- is, en hvert öðru óháð. Sem þeirri skiptingu var lokið, kváðu trumburnar við að nýju. Hinn ljós- rauði gunnfáni Picketts biakti þarna langfremst, og nú var stefnan tekin á trjálundinn uppi á miðj- um Kirkjugarðshvoli. Þar lágu Norðanmenn og glottu við tönn. — Skyldi þeim finnast þeir vera á hersýningu i West Point? sagði einhver. — Að sjá, hvernig þeir sækja fram, þessi fífl! Til þessa hafði Pickett riðið í fylkingarbrjósti manna sinna. Veifaði hann nú sverðinu og hróp- aði: — Komið, piltar, og köstum nú bannsettum Könunum aftur heim til föðurhúsanna! Klukkan var nokkrar minútur yfir þrjú. Hinir snjöllu stórskotaliðar Norðanmanna horfðu á þá koma. Þeir fórum sér að engu óðslega, en biðu og biðu, þar til grástakkarnir frá Suður- ríkjunum voru komnir í dauðafæri. 1 fyrstu hafði Pickett fundizt þögn Norðanmanna spá góðu. En er frá leið, rann það upp fyrir honum, að þessi kyrrð var einmitt þrungin helspá fyrir hann og lið hans. Annað veifið kom hann auga á riffilskytturnar, er lágu bak við varnarvirki úr legsteinum og mið- uðu byssum sínum á þá án þess að hleypa úr þeim einu einasta skoti. Þeir biðu rólegir, þangað til þeir voru vissir um að hæfa í mark. Nú var árásarliðið komið að hliðarfætinum og hélt af stað upp hallann. Ekki stakt skot frá fjandmönnunum enn. Þeir nálguðust í sifellu, — 250 metrar eftir, 200 metrar, 150, eitt hundrað, nær og nær. Nú voru þeir komnir svo nálægt, að þeir heyrðu greinilega, þegar bláklæddu liðsforingjarnir uppi á hæðarkollinum hrópuðu: SkjótiS! SkjótiS! FRAMAN VÍÐ FALLBYSSU- KJAFTANA. Fallbyssur Norðanmanna blátt áfram þyrluðu kúlunum, málmrusli og glóandi járni niður yfir liðssveitirnar, er gengið höfðu þarna í röð og reglu þráðbeint í opinn dauðann. Byssuliðarnir æptu og öskruðu, hlóðu að nýju, ruddu kúlum og brotajárni niður i rjúkandi hlaupin, helltu í þau púðri, og svo kom skipunin á ný: SkjótiO! Þetta var ekki nein hertækni lengur, það var slátrun. Hermenn Suðurríkjanna hrundu niður eins og strá fyrir ljá. En jafnskjótt og skotnar voru stórar geilar í raðir áhlaupsmanna, var fyllt upp í þær af þeim, sem á eítir komu og héldu á- fram eins og ekkert væri. Um leið og einn merkis- beri féll til jarðar, var annar þar kominn til að taka upp merki hans. Gekk sá að jafnaði örfá skref, áður en hann lyti sömu örlögum, en hinn næsti tæki við, og svo koll af kolli. Sprengjubrot tók með sér tvær tennur úr kjálka ofursta nokkurs, og einn hermannanna spurði, hvort hann væri illa særður. — Ónei, drengur minn, bara dregnar úr mér nokkrar skémmdar tennur! Áfram! Lifi Virginia! — Ég tók Hansen með mér heim, því hann þorir ekki heim til sín vegna konunnar sinnar. 34 VUEAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.