Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 10.08.1961, Qupperneq 6

Vikan - 10.08.1961, Qupperneq 6
'A ÍM Fram að þessu hafa hugmyndir okkar um frœnku mina frá París verið nokkuð á reiki. Við vitum, að hún ber hið hijómfagra nafn Dorette eins og móðir hennar, sem er frönsk. Ég fæ hréf frá foreldrum hennar á hverj- um jólum, og stundum senda þau mér myndir af Dorette. Eftir þeim að dæma er hún mjög snotur, en eins og aliir vita, er ekki alltaf að marka ljósmyndir, og mér fannst það nokkuð langt gengið, þegar Holgeir fór að kalla hana „hina svarthærðu Marilyn Monroe.“ Kannski gæti ég lika tekið mig sæmilega út, ef ég léti mynda mig hálínakta í mínu finasta skarti. En ég bý i tvílyítu húsi, sem er það langt frá bænum, að ógerlegt er að fá íasta húshjálp, þar við bætist eiginmaðurinn (Holgeir), sem notar gólfteppin fyrir öskuhakka og getur ekki lundið eina bók án þess að tæma alla bókahilluna. Og eins og allar húsmæður vita, verður ekki mikill tími aflögu til þess að punta sig upp og fara til mynda- smiðs. Dorette, frænka mín, er tveimur árum yngri en ég, og dag nokkurn fékk ég bréf frá henni, þar sem hún sagði, að sig iangaði til að kynnast fjölskyldu föður síns og hefði í hyggju að heimsækja Jette, frænku sina, — það er ég. Holgeir varð frá sér numinn. Hann skrifaði strax og bauð henni að búa hjá okkur, þvi að við hefðum gestaherbergi. Ég varð ekki alveg eins hrifin, þvi að svo illa hittist á, að konan, sem ég hafði loks fengið til að aðstoða mig við morgunverkin, var með hálsbólgu, en ég ætiaði samt að reyna að taka vel á móti henni. Okkur Holgeir var nefnilega boðið til Parisar næsta sumar, og 22 ára gömui stúlka hlýtur þó að geta búið um rúmið sitt sjálf og hjálpað svolítið til, jafnvel þótt hún liti út eins og filmstjarna. En sú Dorette, sem við sóttum á járnbrautarstöðina, var jafnvel enn þá fallegri en myndirnar höfðu sýnt. Ég varð að viðurkenna, að það var langt síðan ég hafði séð svona fallega stúlku. Hún var lítil og nett og bók- staflega talað flaug í fangið á Holgeir (hann hafði stað- ið með útbreiddan faðminn, frá því að hún birtist í klefaglugganum), og föt hennar voru augsýnilega frá Dior. Dorette frænka sönglaði dönskuna, og fólkið á brautarstöðinni sneri sér við og horfði á eftir henni. Hún var kurteis og alúðleg, og þó að mér sýndist hún vera hálfgerð „puntudúkka", vonaðist ég til að geta um- borið hana í einn mánuð. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Dorette vakti mikla hrifningu meðal fjölskyldunnar, og hún hefði getað haft Holgeir fyrir fótaþurrku, ef hún hefði kært sig um. Hún tók til i herberginu sínu og gerði það sæmilega, þegar tekið er tillit til þess, að hún kom með fjórar ferðá- töskur og einhver ósköp af dularfullum flöskum og krukkum. Hún gerði sér ekki fyllilega ljóst, hve erfitt það er að halda svona stóru húsi í horfinu, því að eitp? daginn lýsti hún yfir, að þetta væri „nýtizulegasta hús í heimi, miðstöðvarhiti, ryksuga og þvottavél, — þú hrýtur að vera eldfljót með húsverkn, Jette, og hafa mikiun tima aflögu fyrir sjálfa þig.“ Það var alls ekki laust við, að þetta skilningsleysi færi dálitið i taugarnar á mér. Einmitt þennan dag hafði ég verið svo önnum kafin við að strauja, að ég hafði orðið að hætta við að fara í hárgreiðslu. Ekki bætti það úr skák, þegar Holgeir sagði: „Ég er viss um, að Jette hefði alltaf nóg að gera, þó að hún hefði þrjátiu vinnu- konur.“ Ef augnaráð væri banvænt væri ég fyrir löngu orðin ekkja, en Dorette hló bara og sagði, að húsið heima hjá henni væri alveg eins stórt, en ekki eins nýtizkulegt, og samt liefði móðir hennar tima til að sauma öll föt sín sjálf og tæki þar að auki nokkur börn í nágrenninu i spilatíma. Ég var nú alveg búin að fá nóg af þessu, og j>egar líolgeir spurði mig, hvort ég vildi koma í bíó um kvöld- ið, sagðist ég heldur vilja hvila mig, svo að Dorette og hann fóru. Þau voru i ágætu skapi, þegar þau komu heim, og höfðu ráðgert að halda boð næsta iaugardag. Við vorum nýbúin að bjóða allri fjölskyldunni, svo að ég ieyfði mér að bera fram mótmæli. En Hoigeir sagði: „Ég á auðvitað ekki við fjölskylduna, Ég ætla að bjóða ungu í'ólki af skrifstofunni. Við verðum að hafa það liugfast, að Dorette er ung stúlka, sem liefur gaman af að dansa.“ Samkvæmið fór ágætlega fram. Ég hafði aldrei séð samstarfsfólk Holgeirs fyrr og grunaði ekki, að það væri svona margt. Meðal þeirra voru nokkrar reglulega við- kunnanlegar stúlkur, en þær gerðu ekki annað en dá- sama Dorette, svo að ómögulegt var að toga út úr þeim orð af viti. Gestirnir fóru klukkan 2, og þegar frænka mín sá, í>ð ég ætlaði að fara að þvo upp, varð hún alveg agn- dofa. „En góða mín, það er sunnudagur á morgun, og við höfum allan daginn fyrir okkur. Þá skal ég hjálpa þér að þvo upp, og Holgeir getur ryksogið." „Það er sjálfsagt einhver franskur siður að láta allt eiga sig þangað til daginn eftir,“ hugsaði ég bálreið. Auk þess hefur Holgeir aldrei snert ryksuguna, og ég lét Dorette líka heyra það. En sú litla svaraði því til, að hann hefði bara gott af þvi að læra það og það væri heimskulegt af mér að vera með hreinlætisæði um miðja nótt. Ég lét eins og ég skildi ekki sneiðina og sagði þeim að fara að hátta. Klukkan var víst orðin 5, þegar ég fór að sofa, en þá var lika allt hreint og fágað fyrir sunnudaginn. Ég svaf eins og steinn, og þegar ég loks vaknaði, fannst mér allt svo einkennilega hljótt. Dorette og Holgeir höfðu fengið sér kaffi i eldhúsinu, þvegið upp eftir sig og skilið eftir bréfmiða: „Vertu bara róleg. Við ákváðum að hitta Thom- sen- og Lindhjónin, þú kannast við þau. Við ætlum í „Fugla- búrið“ og komum heim í síðdegiskaffið." Það var alger þögn i húsinu. Ég settist niður og hugsaði málið. Fyrst kom mér í hug að fá mér bil til „Fuglahússins,“ sem var vinsælt sumarhótel í miðjum skóginum, og láta Hol- geir borga brúsann, en þegar ég gáði betur að, sá ég, að það var orðið of framorðið, svo að ég tók rögg á mig og ákvað að taka til i herbergi gestsins okkar. En þar var allt i röð og reglu. Ég varð þrátt fyrir allt að viðurkenna, að hún var vel upp alin. Þau komu heim um fjögurleytið i sólskinsskapi. ’ Aðdáun Holgeirs á frænku minni jókst með degi hverjum. „Þú ættir að láta klippa þig eins og Dorette,“ sagði hann. '— „Þú ættir að nota meiri andlitsfarða, Jette.“ Eins og ég hefði ekki nóg annað við tímann að gera en mála mig og púðra. — „Langar þig ekki til að eiga rauða kápu eins og Dorette á?“ hélt Holger áfram. (Þakka, en við erum engir milljónarar). „Ég hef meiri þörf fyrir regnkápu og hrærivél," sagði ég. FROJKA MÍM FRA # PARIS , Sannleikurinn var sá, að ég var orðin dauðþreytt á Dorette og iðraðist þess sárlega að hafa boðið henni að dveljast hjá ókkur einn mánuð til viðbótar. Þessi frænka mín var eins og skrautlegt auglýsingaspjald fyrir föt og fegrunarvörur, en ég var alltaf önnum kafin við húsverkin í þessu stóra húsi. Við fórum líka oft út að skemmta okkur, svo að ég fékk aldrei nægan svefn. Ég var þreytt og ergileg, og ofan á allt þetta fékk ég bréf frá minni ástkæru föðursystur, þar sem hún sagð- ist hafa öklabrotnað daginn, sem vinnustúlkan liennar átti að fara í frí, — og hvort ég gseti nú ekki komið eins og frelsandi engill og verið lijá henni í hálfan mánuð. Ég tók ekki mikið mark á þessu englatali. Mig grunaði, að föðursystir mín hefði útvegað sér hjúkrunarkonu og vildi fá mig til að spjalla við sig, meðan hún lægi í rúminu með fótinn í gipsi. Og mér veitti sannarlega ekki af þvi að hvíla mig. Það gat ekki verið mikð verk að taka til i íbúðinni henn- ar, sem var búin öllum nýtízkuþægindum, hugsaði ég. — Það væri kannski ekki svo vitlaust að fara til Jótlands og láta allt eiga sig í hálfan mánuð. Ég impraði á þessu við morgunverðarborðið, og ef til vill hafði ég vonazt eftir kröftugri mótspyrnu. En Holgeir sagði, að þetta væri eins og sending frá himnum, ég væri svo þreytu-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.