Vikan - 10.08.1961, Side 19
Barney gat Þó alltaf komið honum í
gott skap. Barney blandaði drykkinn
Síðan tók hann blað, sem lá fyrir
framan hann á borðinu.
— Hafið þér lesið um þennan ná-
unga í Flórída?
— Nei, hvað um hann?
— Ég hef fylgzt með þessu í blöð-
unum undanfarið, en ég hefði sann-
arlega reynt að spjara mig betur,
hefði ég verið í hans sporum. Með
þessu móti fer hann beint í rafmagns-
stólinn.
McNeel leit í blaðið og sá mynd af
þvermóðskulegum, ungum manni, og
lögregluþjónn stóð við hlið hans.
— Hafið þér ekki heyrt um þetta?
spurði Barney. McNeel hristi höfuðið.
— Þessu var þannig háttað, að pilt-
urinn ætlaði að kvænast dóttur auð-
kýfings nokkurs i Chicago, en karl-
inn sá við honum og sagði við dótt-
urina, að ef hún hitti náungann aft-
ur, mundi hann gera hana arflausa.
Þá káiaði pilturinn karlinum í þeirri
sælu trú, að dóttirin fengi arfinn.
— Hvernig fór þetta?
— Það fór allt í handaskolum hjá
stráknum, og hann fer áreiðanlega
beint i stólinn.
— Hvað hefðuð þér gert? spurði
McNeel letilega.
— Ég skal segja yður, hvað hann
hefði átt að gera. Hann hefði átt að
fara sína leið og látast vera hættur
við allt saman, en hafa jafnframt
gætur á karlinum. Seinna hefði hann
getað komið að honum óvörum og
slegið hann í rot, — látið það líta út
eins og innbrotsþjófur hefði verið á
ferðinni, — og eftir hæfilega langan
tíma hefði allt getað fallið í Ijúfa
löð með honum og dótturinni. —
Hann bar hönd að enni sér. — Maður
hefur þó alltaf einhverja vitglóru í
kollinum.
Eitthvað svipað þessu hafði verið
að brjótast um í undirvitund McNeels
undanfarna daga. Nú vissi hann, að
dauði Harrys Meltons var eina úr-
lausnin. En hann hryllti við tilhugs-
uninni og hafði sneitt hjá henni í
lengstu lög, og það var ekki neitt
tilhlökkunarefni að eiga það kannski
á hættu að lenda í rafmagnsstólnum.
En það voru þó miklar líkur til þess,
að hann kæmist undan. Enginn vissi
um samband hans við Klarissu. Sam-
kvæmt ósk hennar höfðu þau alltaf
farið huldu höfði.
Nú var það langt liðið á daginn,
að síðdegisgestirnir voru komnir.
Greg bað um annan Martini og horfði
á Barney, þar sem hann var í óða
önn að afgreiða gestina. Hann er
hreint ekki svo vitlaus þessi piltur,
hugsaði hann. Af vörum brjóstmylk-
inga og bareigenda fær maður að
heyra sannleikann . .. Þetta var sann-
arlega erfitt viðfangsefni, og ef það
mistækist, væri hann búinn að vera.
En hvers vegna ætti það að mistak-
ast? Allt í einu datt honum í hug
það, sem Klarissa hafði sagt: „Ef til
vill hugkvæmist okkur eitthvað."
Hafði hún átt við morð? Kannski
hafði hún aðeins viljað gefa það í
skyn, en ekki viljað segja það hreint
og beint. Það hefði verið heldur ó-
hugnanlegt, ef hún hefði komið með
slíka uppástungu, þar sem hann
sjálfur átti að verða seinni eiginmað-
ur hennar ... Hann mætti þá kannski
vera við öllu búinn, þegar hún kæmi
með morgunkaffið . .. svo að það
var i sjálfu sér mjög eðlilegt, að hún
vildi ekki leggja á ráðin, en aðeins
gefa honum smábendingu.
Þegar McNeel hitti Klarissu í
næsta skipti, sagði hún: — Harry er
væntanlegur frá Los Angeles á morg-
un, siðan fer hann til Atlanta og
verður þar alla vikuna. Hann er að
gera út um einhver viðskipti. Hann
vill flytjast til Flórída svo fljótt sem
auðið er
— Hvenær verður það?
— Eftir tæpan mánuð, hugsa ég.
Hann hefur tekið á leigu hús við
Miamiströndina og segist geta stjórn-
að viðskiptunum þaðan, þangað til
hann hefur komið öllu í kring.
McNeel lyfti glasinu. — En fyrst
fer hann til Atlanta?
— Já, ég er búin að útvega honum
farmiða með flugvélinni og panta
hótelherbergi. Hann ætlar að búa á
Imperial Plaza og fer með flugvél-
inni klukkan kortér yfir sex á föstu-
daginn.
McNeel lagði við hlustifnar.
Kannski var það bara af tilviljun, að
hún gaf honum þessar upplýsingar,
— en hvers vegna var hún að segja
honum, hvar Harry ætlaði að búa og
hvenær hann færi, ef hún meinti
ekkert með því? Hann tók matseð-
ilinn og rannsakaði hann nákvæm-
lega. — Humarinn hlýtur að vera
góður. Eigum við að biðja um eina
flösku af Rínarvíni? Hann vætti var-
irnar. — Kortér yfir sex, var það
ekki?
— Á föstudaginn, sagði Klarissa.
— Ég er viss um, að humarinn er
ágætur.
McNeel hafði séð myndir af Harry
Melton í blöðunum öðru hverju og
þekkti hann af þeim. McNeel keypti
sér farmiða með sömu flugvél og gaf
upp nafnið Clarence Smith. Hann sat
fjórum sætaröðum fyrir aftan Melton.
Þegar flugvélin lenti i Atlanta, náði
McNeel sér í leigubil, ók til borgar-
innar og settist að á litlu annars
flokks hóteli í grennd við Imperial
Plaza. Hann var mjög taugaóstyrkur,
þegar hann tók skammbyssuna upp
úr ferðatöskunni og stakk henni á
sig. Hann hringdi til Imperial Plaza
og fékk að vita herbergisnúmer
Meltons og einnig, að hann var ný-
kominn til hótelsins. McNeel fór til
Imperial Plaza, beið í forsalnum og
þóttist vera að lesa í blaði, þar til
eiginmaður Klarissu birtist. McNeel
elti hann út á götu og hafði ekki aug-
un af honum. Hann var allur í einu
svitabaði. Nú mátti honum ekki fip-
ast.
I þessu beygði Melton inn á h'.ið-
argötu. Það leit út fyrir, að hann
væri á skemmtigöngu.
Barney stóð við afgreiðsluborðið,
þegar siminn hringdi. — Sæl og bless-
uð, sagði hann. Han nhlustaði af mikl-
um áhuga dálitla stund, síðan kinkaði
hann kolli. — Þá er allt í þessu fína
lagi, er það ekki? Nei, hafðu engar
áhyggjur þess vegna. Það gerir ekk-
ert til, þó að hann hafi ekki náðst
enn þá. Ef hann reynir að flækja
þér í málið, kemur hann upp um sjálf-
an sig um leið og fer beint í stólinn.
Nei, ástin mín, enginn veit, að þú
þekkir hann .. . Barney hlustaði leng*
enn þá og kinkaði kolli eins og sá,
sem talaði, gæti séð hann. Þegar hann
loks tók til máls, var viðkvæmnin svo
mikil, að við lá, að hann vatnaði mús-
um. — Ég veit, að þú elskar mig,
Klarissa, og þú veizt, að ég elska Þig.
En þú skilur ... Það er ekki við-
eigandi að gera það strax, þegar
Harry er nýlátinn. Við verðum að
bíða nokkra mánuði. Já, vissulega.
Eftir nokkra mánuði getum við gift
okkur. ★
Hjónnbornin:
Hin kúgnðn stétt
— Jónina ...
— Já.
— Ég kann ekki við þetta ...
— Þetta hvað?
— Þú veizt ...
—■ Ég? Nei, guð minn almátt-
ugur. Hvernig ætti ég að vita Það.
— Ég var að hugleiða þetta í
nótt, eftir að við komum heim úr
samkvæminu ...
— Já, einmitt — Þá fer ég að
skilja. En hvað get ég gert að því,
þótt ég sé alltaf svona umsetin
af karlmönnunum. Þú ættir sjálf-
ur bezt að vita hvernig þeir eru
... mega ekki sjá sæmilega snotr-
an kvenmann, svo þeir geri sig
ekki að fíflum. Eða öllu heldur að
þeir sýni hvílík erkifífl þeir eru
upp til hópa. Annars finnst mér,
satt bezt að segja, að þú ættir að
vera stoltur af því, að konan þín
nýtur slíkrar aðdáunar, í stað þess
að setja upp hundshaus og tauta
yfir morgunkaffinu ... ég kann
ekki við Þetta, ég kann ekki við
Þetta ...
— Það er ekki það, Jónína. Þú
misskilur mig viljandi. Og þetta
kom lika fyrir í samkvæminu, sem
við vorum í þar áður ...
— Þetta hvað?
— Taktu nú einu sinni eftir því,
sem ég segi, Jónína! Ef þú ert 5
rauninni eitthvað óánægð í hjóna-
bandinu ...
— Ég ? Almáttugur minn ...
hversvegna dettur þér það í hug?
Þótt ég daðri kannski ósköp lítið
við laglega og myndarlega karl-
menn svona endrum og eins, þá
meina ég ekkert með því — ekki
annað en það, að ég hef svolitið
gaman af að gera grín af Þeim.
Og hvernig stendur á að þú virðist
fyrst vera að taka eftir því núna?
Ertu farinn að halda framhjá mér,
eða hvað?
— Jónína! Það er ekki það, sem
ég á við, og það veiztu líka ósköp
vel sjálf. Einmitt þess vegna ertu
með þessi undanbrögð. Viltu að ég
segi þér það beinum orðum?
— Vitanlega ... Almáttugur,
hvað ég er spennt, Jón minn,
elskan ...
— Jón minn elskan ... Jón minn
elskan ... Já, þarna kom Það! Og
svo getur þú verið að fjölyrða um
það í hverju samkvæminu eftir
annað, hvað þið konurnar séuð
undirokaðar . .. hvað eiginmenn-
irnir séu miskunnarlausir harð-
stjórar ... hvernig þeir troði á
viðkvæmustu og helgustu tilfinn-
ingum eiginkonunnar og allt það!
Það er þetta, sem ég kann tkki
við ...
— Nú, var það ekki annað en
þetta, Jón minn ... elskan ...
— Nei, ég kann ekki við það.
Og ég þykist ekki eiga það skilið
— því að vitanlega halda allir við-
staddir, að þú talir af reynsl-
unni .. .
—■ Já ... en það vil ég líka.
Til þess er leikurinn einmitt gerð-
ur — skilurðu það ekki, Jón minn,
elskan ...
— Já, einmitt Það! Til þess er
leikurinn gerður! Jæja, þú viður-
kennir þó ... en segðu mér eitt,
og svaraðu mér nú af fullri hrein-
skilni og einlægni: Á ég þetta
skilið ...
— Nei, Jón minn ... því miður
áttu það ekki skilið ...
— Því miður?
— Jón, ertu virkilega svona
heimskur, eða bara læztu vera
það ... Skilurðu i rauninni ekki,
hvað mér gengur til?
— Nei, fjandinn hafi það ...
.—■ Skilurðu ekki, að ég er að
reyna að telja öllum viðstöddum
trú um, að ég sé gift karlmanni
... þó ég sé það ekki. Eða kannski
vegna þess ...
— Hvað áttu við?
— Hefurðu ekki tekið eftir því
hvað þú átt vaxandi kvenhylli að
fagna síðan ég fór að læða þvi
inn hjá þeim, að þú drægir mig
á hárinu, segðir mér að halda mér
saman og allt það ... Segðu nú
einu sinni aftur, „fjandinn haf:
það“ ... og berðu duglega í borö-
ið um leið. Og kysstu mig svo ...
Jón minn ... elskan ...
Gægir.
ERU KVENNARÁD
----------1
VIKAN 19