Vikan


Vikan - 10.08.1961, Side 26

Vikan - 10.08.1961, Side 26
Milli visinnn bloðfl Aðeins fimm krónur, sagði Árni og andvarpaði, þegar hann hafði tæmt sparibaukinn sinn. Og mig, sem lang- aði svo til að kaupa eitthvað fallegt handa ömmú á afmælinu hennar. Bara, að ég vissi, hvernig ég ætti aS fara að því að verða mér úti um meiri peninga. Það eru þrjár vikur þangað til. Það er alls ekki auðvelt að græða peninga, þegar maður er litill, tæp- lega sex ára drengur, en Árni hugs- aði sér þrátt fyrir það að reyna, þvi að honum þótti svo vænt um ömmu og það mundi vera skemmtilegt að gefa henni eitthvað. Hann gekk um og sparkaði í visin haustblöðin, meðan hann hugsaði um þetta, og allt i einu kallaði gamla frú Margrét, sem bjó i húsinu niðri á horninu: — Já, sparkaðu og ruslaðu í visnu blöðunum eins og þú getur, en reyndu nú samt að raka þeim saman og bera þau út á öskuhaugana í stað þess að láta mér það eftir, gamalli manneskj- unni, þreyttri og lúinni. — Já, ég vil gjarnan hjálpa yður, frú Margrét, sagði Árni ákafur. Hon- um datt i hug, að kannski mundi hún gefa honum nokkrar krónur fyrir, og hann vildi nú svo gjarnan verða sér úti um dálitla peninga. Frú Margrét leit á Árna og sagði svo blitt: — Já, ef þú rakar saraan blöðun- um og berð þau í burtu, skal ég gefa þér eitthvað í staðinn. Hvað segir þú um eplapoka? Árni hófst þegar handa og rakaði og bar burtu, þangað til honum var orðið funheitt, þó að frekar kalt væri og haustlegt úti. Og þegar hann hafði borið blöðin niður í haugana við hænsnahúsið, sópaði hann enn betur í kringum þau og lagaði til. —- Hvað ætli þetta sé? sagði hann og tók eitthvað upp, sem lá á milli visinna blaðanna. Það var svart flau- elsbindi, og á því var gullpeningur. Þetta var hálfgrafið í jörðina, en Árni gróf það upp og fór með þaö til frú Margrétar. ■—■ Nei, hefurðu fundið hann, sagði hún glöð. 1 sumar týndi sonardóttir mín honum, og okkur þótti það öllum svo leiðinlegt, þvi að þetta var gamall verðiaunapeningur, sem hefur verið í fjölskyldunni í mörg ár. Nú verð- urðu að fá eitthvað reglulega gott i staðinn. Hún náði í 25,00 kr. og gaf Árna þær, og þá var röðin komin að honum að verða reglulega glaður. ■— Nú geturðu farið í bíó á sunnu- daginn, sagði frú Margrét og brosti. — Nei, nú get ég keypt eitthvað fallegt handa ömmu á afmælinu hennar, sagði Árni. — Það var þess vegna, sem ég vildi svo gjarnan fá peninga. —- Ný, hvað er þetta, þá verðurðu að fá eplin hérna lika, sagði frú Margrét. Og mundu svo, að næst þeg- ar þú þarft á peningum að halda, get- urðu bara komið til mín. Hve glögg eruð þið? Þessar tvær teikning- ar virðast i fljótu bragði vera eins, en í raun og veru er sú neðri frá- brugðin í sjö atriðum. Reynið nú að finna þessi sjö atriði og flettið síðan upp á bls. 36, þar er rétt lausn. Kúrekasnara Auðvitað notar kúrekinn snöruna við sína daglegu vinnu til að klófesta kýr og kálfa, en hann notar hana einnig sér til af- þreyingar og getur gert með henni mörg skemmtileg brögð. En kúrekarnir eru ekki hinir einu, sem geta verið leiknir í því að handleika snöru; með dálítilli þolinmæði og æfingu getur hver sem er gert sömu brögð og þeir. Sex metra langt reipi er ágætt fyrir byrjendur. Gerið lykkju á annan enda þess, svona u. þ. b. 7 cm langa. Sterku snæri eða þunnum stálþræði er snúið um hana, eins og sýnt er á teikn- ingunni. Þið byrjið á því að kasta reipinu í hálfhringi á gólfinu, siðan farið þið að lyfta þvi og látið lykkjuna dansa frá einni hliðinni til annarrar. Þetta krefst dálitillar æfingar, en þið skuluð reyna. Skemmtileg landafræöi Þið þekkið öll eyjuna Korsíku. Það var á Korsíku, sem Napóleon fæddist, en það er ýmislegt annað athyglis- Vert við eyna, ekki hvað sízt legu hennar. Hún liggur 148 km frá Frakk- landsströnd og 84 km frá Ítalíuströnd. Lengd eyjarinnar frá norðri til suð- urs er 148 km og breiddin 84 km. 26 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.