Vikan - 10.08.1961, Page 29
rússnesku hjólbarðarnir eru
mikið endurbættir og hafa
unnið sér, verðugt lof þeirra
bifreiðaeigenda sem oft þurfa
að aka á misjöfnum vegum
eða hreinum vegleysum,
slitþol þeirra er ótrúlegt,
enda er bæði efni og vinna
miðað við að framleiðslan
sé betri en áður þekktist.
Munið að spyrja þá, sem
reynzlu hafa af þessum frá-
bæru hjólbörðum einmitt
hér, við hin erfiðu skilyrði,
í landbúnaði, þungaflutning-
um og einkaakstri.
BFJRA VERÐ - MEIRI GÆÐI
MARS TRADING COMPANY
Klapparstíg 20 - sími 17373.
li
4
'nupnap
n
HrútsmerkiS (21. marz—20. apr.): Það gerist ó-
venjumikið í vikunni, og allt bendir til þess að þú
verðir potturinn og pannan í einhverju, sem þið
félagar þínir takið ykkur fyrir hendur. Laugar-
dagur verður skemmtilegur dagur. Líklega hittir
þú þá einhvern, sem þú hefur lengi saknað. Framkoma þín
gagnvart nýjum félaga þínum er ekki allskostar rétt.
_______ NautsmerkiS (21. apr.—21. maí): Mánudagur og
þriðjudagur verða beztu dagar vikunnar, en hætt
er við því að þú verðir fyrir einhverjum von-
brigðum einn af hinum dögunum. Líkur eru á
skemmtilegri ferð — ekki þeirri, sem þú hugðist
leggja upp í — a. m. k. verður ferðaáætlunum talsvert
breytt. Þú hefur verið of önugur gagnvart einhverjum
TvíburamerMÖ (22. maí—21. júní): Þér verður
oftlega komið á óvart í vikunni, ekki hvað sizt í
öllum hjartans málum. Yfirleitt verður vikan
mjög rómantísk, en þú skalt varast of mikla
áleitni. Ást þín eða vinátta virðist of eigingjörn.
Þeir, sem aka bifreið, ættu að fara mjög varlega í allri
umferð. Verið gæti að gleymska þin kæmi þér í koll
KrabbamerkiS (22. júní—23. júlí): Ef þú tekur
lifið ekki allt of alvarlega i vikunni, mun allt
leika í lyndi. Smáatvik, sem á sér stað um helg-
inga, og virðist ekki skipta þig miklu í fyrstu,
gæti orðið til þess að hafa talsverð áhrif á fram-
tíð þína. Þú færð skemmtilega hugmynd í vikunni, en ekki
þykir samt ráðlegt að hrinda henni í framkvæmd
LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Það er einhver
órói yfir vikunni, en úr þvi rætist sennilega i
vikulokin. Þú skalt ekki taka það nærri þér, þótt
vinur þinn gagnrýni þig fyrir framkomu þína —
þú átt það skilið. Þú færð skemmtilegar fréttir
í bréfi eða símleiðis, sem verða til þess að áætlanir þinar
breytast talsvert. Það hefur borið talsvert á eigingirni i fari
þínu undanfarið.
MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Nú verður þú
að hætta að angra sjálfan þig með þessari yfir-
sión þinni. Sannleikurinn er sá. að allir eru búnir
að gleyma þessu nema þú. Þú ferð i skemmtilegt
samkvæmi í vikunni. í þessu samkvæmi verður
sem þú hefur lengi haft óbeit á, en nú munt þú
nýrri hlið af persónuleika hennar.
VociarmerkiÖ (24. sept—23. okt.): Þú munt eiga
mjög annríkt í vikúnni. en hætt er við að þú
komir ekki auga á hvað er mikilvægt og sóir
tíma þínum í lítilsnýta vinnu. Vinur binn kemur
þér þægilega á óvart um helgina. Ástvinur þinn
er eitthvað dapur þessa dagana, og verður þú að koma fram
við hann af stökustu einlægni
Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): I þessari viku
gefst þér tækifæri til bess að gera eitthvað. sem
getur haft mikil og góð áhrif á framtíð bina. Ekki
er þó vist að þú komir auga á þetta gullvæga
tækifæri. Þú færð viðurkenningu fvrir vel unnið
starf í vikunni. en hætt er samt við að gengið verði fram
hjá einhverjum, sem ekki á siður viðurkenningu skilið.
Boamaöurinn (23. nóv.—21. des ): 1 bessari viku
ger'st margt óvænt og vfirle;tt gleðilegt. Þd
verður eitt atvik til bess að varpa skugga á gteði
bína. en þú skalt ekki taka bað allt of nærri bér.
Þér bættir dálítið til þess þessa dagana að ásaka
sjálfan þig fvrir allt og ekkert, en yfirleitt er raunin sú
að þú gerir úlfalda úr mýflugu.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Það verður lit-
’8 les;ð úr stjörnunum í þessari viku. Margt
bendir þó til Þess að eitthvað óvænt og stðrkost-
fltajSS legt gerist, en ekki er samt með öllu víst að það
snerti þig nema óbeinlinis. Líklega væri þér bezt
að vera sem mest heima við í vikunni, því að vel gæti verið
að þessi óyænti atburður væri miður heppilegur,
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú verður
fyrir einhverjum vonbrigðum fyrri hluta vik-
unnar, en siðan gerist eitthvað. sem verður til
þess að þú gleymir öllum áhyggjum. Líklega
verður Amor eitthvað þar að verki, Þú færð
freistandi tilboð i vikunni, en ekki er samt víst að þér beri
að taka þvi,
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú lendir 1
einhverri sennu við kunningja þinn I vikunni, og
hætt er við að þú eigir þá erfitt með að játa það
fyrir þér og öðrurn, að þú hefur rangt fyrir þér.
Þetta virðist yfirleitt áberandi ljóður á þínu ráði.
Fimmtudagur verður óvenjulegur dagur, og það sem ger-
ist þann dag, verður í alla staði ánægjulegt fyrir þig
pe’rsóna,
kynnast
19