Vikan - 10.08.1961, Qupperneq 33
G leit ekki um öxl til föður
míns, en ég var að bíða eft-
ir, að hann greiddi fyrsta
höggið. Kýrnar Robin og
Gridge voru risnar á fætur og stóðu
skammt frá Junabye. Carry stóð
líka upp.
„Ekki hægt að höggva tré í rign-
ingu,“ sagði hún. „Og nú ætlar að
fara að rigna.“
Ég leit þangað, sem hún benti.
Faðir minn gerði það líka, — hann
hafði reitt öxina, reiðubúinn að
greiða fyrsta höggið. En hann lét
öxina þegar síga og kom til okkar.
Skýin höfðu nú öll runnið saman
í eitt. Andrúmsloftið var þrungið
einkennilegri angan, jafnvel þarna
rétt hjá furunni. Eitt andartak virt-
ist lóftið meira að segja þorrið, eins
og það hefði lognazt niður og hætt
að vera nokkuð, sem hægt er að
anda að sér. 1 þeirri svipan virtist
okkur sem við mundum engu lofti
geta andað að okkur á næsta andar-
taki.
Þá kom vindurinn aftur með
gnægðir af lofti. Samstundis lagðist
kornið á ökrunum undan veðrinu
og varð ljósgrænt á lit; laufið á
eikunum og gúmviðnum umhverfð-
ist einnig og varð ijósara á lit -—
líkt og kviður á steinbit. Ég leit til
norðurs. Einhver var að hrópa þar
fyrir neðan.
Það var mamma. Ilún var á leið-
inni til okkar og hljóp eins hratt
og hún orkaði.
„Eitthvað hefur komið fyrir,“
sagði ég. „Það hefur kviknað í hús-
inu eða eitthvað því um líkt!“
Hönd föður míns greip um hand-
legg minn. „Nei, -r- hún sér það, sem
ég sé og hún man eftir,“ sagði hann.
Ilann talaði hratt. Það var hávaði
i loftinu, svo að ég varð að halla
mér að honum til að heyra, hvað
hann sagði. Ég gerði mér ekki fulla
grein fyrir því, hvers lconar liávaði
þetta var. Hann minnti á hljóð í
sögunarmyllu, sem gengur á brjáluð-
um hraða. „Fellibylur!“ sagði faðir
minn.
Nú skildi ég. Hávaðinn kom frá
miðju skýinu, sem hafði verið þrjú
ský. Þetta var það, sem mamma
hafði heyrt. Við jaðar skýsins var
himinninn safrangulur og grár, —
þakinn óhreinum lit líkt og myglað
korn. Skýið snerist og hvirflaðist
í hring, um leið og það æddi áfram.
Eins og hraðlestin frá Atlanta
geystist það yfir akrana og varpaði
á þá skugga. Allt, sem á vegi þess
varð, virtist tætast i sundur. Lauf-
hlöð, staurar og steinar þeyttusl frá
því á báða bóga. Kanínur hlupu svo
þétt fram hjá okkur, að fjórar þeirra
snertu næstum fætur okkar. Þær
höfðu feiknalangt á milli skrefa,
líkt og þær væru allt í einu orðnar
að risum. Refur kom út úr eikar-
lundi fyrir sunnan okkur og þaut
eins og rauður, livítdeplóttur bolti
inn í runna niðri við voginn. Bæði
á ökrunum og Four-Chopt-hæð var
allt komið á hreyfingu. Skýið hafði
hærra en áður. Mamma var komin
nær.
Faðir minn sleppti takinu á hand-
legg mínum, sem hann hafði lialdið
svo fast um, að fingur hans virtust
vera úr járni. Hann hljóp af stað
á móti mömmu. Hann þreif til henn-
ar, og þau börðust áfram móti storm-
inum i áttina að furunni. Ég hljóp
fram þeim til aðstoðar. í skjóli furu-
greinanna minnti andlit Carryar á
þokkalegan, brúnan steinhnullung,
er hún beygði sig áfram i áttina til
okkar.
Nú vorum við komin í hlé við
furuna, öll fjögur. Mamma tók and-
köf. „Ef við bara hefðurn nú raf-
magn!“ sagði hún. „Ég vildi, að við
hefðum útvarp og sjónvarp í gangi
— líkt og þeir í þorpinu." Hún stóð
á öndinni, en gat þó enn haft hátt.
Rödd hennar yfirgnæfði sögunar-
urgið í skýinu. Jarpt hár hennar
flaksaðist í allar áttir. Hún var
falleg. „Þá hefðum við fengið við-
vörun!“ æpti hún.
Faðir minn hristi höfuðið. Hér
undir furunni var nægilega hvasst
til þess, að hárið stóð beint fram
af enni hans. Það gerði mitt hár
líka og virtist um leið svo grófgerl,
að það var engu líkara en pílviðar-
greinar væru að lemja hörund mitt.
Carry reyndi að halda hári sínu í
skefjum.
Faðir minn hróþaði: „Fellibylur
gerir 'ekki boð á undan sér, það
veiztu, Delly! Við hefðum verið
engu betur sett, þótt við hefðum
rafmagn!“
UGU mömmu leiftruðu. Hún
sat á sömu rótinni og Carry,
en þó nær stofninum, og
hnipraði sig saman. Carry
var hjá henni. Þær héldu fast hvor
utan um aðra. Ég leit aftur á skýið.
Það var engu líkara en ég gæti ekki
iitið af því ncma rétt sein snöggv-
ast. Það var eins stórt og furan sjálf.
Nú var það miklu nær en áður. Allt
í einu heyrði ég ekki einu sinni
hróp föður míns. Þá varð ég þess
var, að hann kippti mér ineð sér
lengra inn undir greinarnar. Jörðin
virtist orðin að trylltri hringiðu
misinunandi lita, — guluin, gráblá-
um, svörtum og dökkgrænum lit-
brigðum í einni bendu, — er þyrl-
úðust upp úr skugga skýsins. Regn
streymdi úr lofti hart eins og hagl.
Nokkrir dropar lömdu andlit mitt,
harðir sem grjót. Ég grúfði mig
niður ásamt mömmu, pabba og
Carry. Skýið var hér um bil yfir
okkur. Ómögulegt var að heyra
nokkuð annað. Það gaf frá sér sker-
andi skræki og kvein, likt og log-
arnir mundu tala, ef eldurinn hefði
mál. Þó var það andstæða eldsins
og gagntekið hatri eins og andblær
frá helvíti. En samt sem áður var
það svo voldugt fyrirbrigði, að jafn-
vel þótt það hefði gripið mann og
þyrlað honum með sér, kreist önd-
ina úr nösum hans og drepið hann,
Iiefði hann lilotið að dást að þvi.
Kýrnar höfðu í ráðaleysi sínu
fært sig lítinn spöl frá okkur og
stóðu þar andspænis skýinu. Iind-
urskin þess gerði ásjónur þeirra
rafgular, gullnar og ullarhvitar.
Augu þeirra voru galopin og sak-
leysisleg eins og í smádrengjum.
Nú lék öll furan á reiðiskjálfi.
Jörðin undir henni skalf og varð
síðan viðkomu eins og mjúk ullar-
ábreiða. Eins og eldingu lausl þess-
ari hugsun niður í huga minn: Það
glennir upp ginið og gleypir okkur.
Við erum búin að vera.
Jörðin kyrrðist. Vindurinn var
enn afleitlega hvass, en þó ekki
sefti áður og hægði fljótlega á sér.
Ég stóð upp. Faðir minn var einnig
staðinn á fætur svo og mamma og
Carry. Skýið hreyfðist áfram, gnæf-
andi hátt eins og furan okkar. Það
fór hratt yfir eins og þrýstilofts-
flugvél. Ég gat jafnvel ekki lokið
upp munninum til að tala. Það gat
ekkert okkar. Skýið hélt áfram og
náði heimili okkar. Við sáum hina
og þessa hluti tætast sundur likt
og við sprengingu og hverfa inn i
kvið þess, sogast upp um hálsinn
á því og þyrlast umhverfis höfuð
þess. Þar með var húsið horfið eins
og það lagði sig; fáeinir staurar,
steinar og grjótmulningur úr grunn-
inum var hið eina, er minnti á fyrri
tilveru þess. Hins vegar hafði skýið
sleppt hlöðunni. Með ópum og ó-
hljóðum hélt það áfram meðfram
voginum og síðan upp til fjallanna.
Nú var allt orðið kyrrt og ferskt.
Loftið var eins og Guð hefði hreins-
að það af öllu illu til langs tlma.
Faðir minn horfði á mömmu.
„Delly,“ sagði hann.
Hún liorfði þangað, sem liúsið
okkar hafði staðið, — á eyðilegg-
inguna, sem þar blasti við. Augna-
ráð hennar var eins og þjóðin væri
að farast eða eitthvað nýtt væri
ef til vill í uppsiglingu. Carry strauk
liönd hennar.
„Mamma,“ sagði hún, og röddin
var í senn mild og óstyrk. „Mamma?
Við erum öll á lífi; jafnvel skepn-
urnar eru heilar á húfi. Mainma?“
Ég stóð hinum megin við mönnnu
og faðir minn andspænis henni.
„Mamma," sagði ég, „það tók ekki
einu sinni þorpið. Það hlífði jafnvel
tóbaksekrunni við bugðuna á vog-
inum. Þú sérð það sjálf, mamma.“
„Delly,“ sagði faðir minn,“ lengi
megum við þakka Guði fyrir að hlífa
okkur nú.“
„Það sleppti þorpinu, mamma,“
sagði ég. „Snúðu þér við, og littu
suður eftir, þá sérðu það sjálf. Það
þaut yfir veginn og fór rétt fram
hjá furunni okkar. — Sérðu ekki
farið eftir það?“
Hún horfði beint á föður minn.
Adamseplið sagði til sin. Skyndi-
lega þreif hann liana til sín og
kyssti hana fast.
„Delly,“ sagði hann, „ég byggi
nýjan bæ hér upp frá, þar sem við
getum fengið rafmagn frá brautinni,
byggi hann hinum megin, svo að
Framhald á næstu siðu.
Gef
mér líka!
Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona
mikið i einu! Sjáðu bara hvernig
mamma fer að: Litið í einu en oftar.
En þú hefir rétt fyrir þér — maður
byrjar aldrei of snemma á réttri húð-
snyrtingu. Mannna þín hefir líka frá
œsku haft þessa reglu: Nivea daglega.
Gott er að til er NIVE A !
Nivea inniheldur Euce-
rit — efni skylt húðfit-
unni — frá því stafa
hin góðu áhrif þess.
VIKAN 33