Vikan


Vikan - 10.08.1961, Síða 42

Vikan - 10.08.1961, Síða 42
ÞAÐ ER ótrúlegt ...en satt að þeir peningar, sem þér greiðið fyrir einn pakka af flestum öðrum tegundum af „instant“ búðingum, nægja til að kaupa tvo pakka af Brown & Polson „instant“ búðingum, en þér þurfið að bæta sykrinum í Brown & Polson búðinginn f2-3 matsk.). Brown & Polson „instant" búðingar fást í flestum mat- vöruverzlunum. Heildsölubirgðir: Q.Jqhnson & Kaaber - RSSu CjPtjUMulÍlnN Framhald af bls. 28. , ., Kæri draumaráðandi, Núna fyrir stuttu dreymdi mig að ég og vinur minn sátum saman á dívan og lásum 1 blaði og vinkon- ur mínar tvær sátu álengdar og borfðu á okkur mjög afbrýðisamar. Svo fannst mér hann hvisla edn- hverju að mér, en ég heyrði ekki hvað það var. i>á segir hann, að hann skuli segja mér það ef ég vilji koma með sér. Ég lofa engu. Svo fannst mér ég fara fram 1 eldhús og hann kom á eftir og settist í eitt hornið en ég tek mjólkurglas og missi það svo mjólkin flóði um gólfið. Þá sat maðurinn í horninu, en þegar ég var búin að þurrka upp af gólf- inu, leit ég þangað aftur, en þá var hann farinn. Ég fór að leita hans og fann hann, en hann var lagður af stað út á götuna. Ég elti hann, þá fannst mér hann taka i höndina á mér og ætlar að láta mig koma með sér, en ég var svo hrædd, að ég hljóp heim aftur. Nokkru siðar sá ég manninn, en þá var hann alveg blindfullur, hann er reglumaður, og drakk alltaf meir og meir, svo fór hann á spítala og ég fór að heim- sækja hann. Þá voru foreldrar hans að koma út úr sjúkrastofunni, þegar ég fór inn. Er ég kom að rúminu sagði ég: Þú getur orðið aftur sami góði strákurinn, ef þú hættir að drekka. Mér þótti svo mikið vænt um þig áður en þú fórst að drekka. Mig dreymir mjög oft þepnan mann og mér þykir reglulega væni um liann. Með beztu kveðjum, Bögga E. Svar til Böggu E. Það mun vera mjög algengt að stúlkur dreymi um sína dag- draumaprinsa jafnt að nóttu sem degi og þá í ýmsum myndum, eftir því, sem efni standa til í hvert skipti. Samsæti ykkar hjón- leysanna á dívaninum bendir til samstarfs ykkar á hinum ýmsu sviðum, jafnvel svo að þær at- hafnir verði að vera duldar fyrir öðrum, ef dæma má eftir því að þið farið fram í eldhús. Þar verð- ur hinsvegar það slys, að þú miss- ir niður úr mjólkurglasi, sem bendir til mistaka yklcar á milli, þar sem pilturinn gengur á brott. Drykkjuskapur hans er fyrir því að einhver leiðinlegur orðrómur spinnst. um. hann.. Spftalalegan bendir til þess að hann komist yfir þá erfiðleika og ástarjátning þín til hans er tákn um að þið takið aftur saman og allt verður gott. — A6 síOustu: Ég hef ekki áhuga! vikan 4 2

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.