Vikan


Vikan - 18.01.1962, Qupperneq 2

Vikan - 18.01.1962, Qupperneq 2
RSS dB nJU PaUMulBlnW Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Draumráðningamaður góður. Viítu gjöra svo vel að ráða fyrir mig eftirfarandi daum. Fyrir nokkru dreymdi mig stúlku, sem ég var í kunningsskap við fyrir nokkrum þennan, sem við ríðum? Fríða mín, hvernig heldurðu það mundi líta út, er þú skriðir dálítið lengra niður í kjólinn? segi yður að hér er mönnum greitt eftir afköstum. —• Nei, af því get ég aldrei lifað. 2 VIKAN órum, en slitnaði upp úr þeim fé- lagsskap. Ég þóttist sjá hana mjög fáklædda að mér virtist vera að hátta ofan í rúm. Ekkert talaði hún til mín né ég til hennar. Var mér nú gengið þaðan út og sá ég þar rétt hjá litla tjörn eða lón og í sama mund bar þar að lítinn dreng, sem stúlkan á og vissi ég ekki fyrr til en hann féll ofan í vatnið og fór í kaf. Ég snaraðist út í og náði barninu og var það þá meðvitundarlaust. Ég bar það á þurrt og hagræddi því. Sá ég þá að jDað var með lifsmarki og fór brátt að anda. Draumurinn var ekki lengri því ég vaknaði. Heldurðu að ég eigi eftir að eiga einhver við- skipti við þessa stúlku og barn hennar og veita þeim einliverja hjálp? Dagfinnur. Svar til Dagfinns. Af draumnum má ráða að stúlkan er vissulega hjálpar þurfi þar, sem hún var fáklædd að hátta upp í rúm. Það táknar að hún standi veik fyrir ísköldum næðingi veruleikans. Fall drengs- ins í vatnið bendir til þess að þér bjóðist óvænt tækifæri til að rétta stúlkunni hjálparhönd í erf- iðleikum hennar. Hins vegar er ýmislegt sem bendir til þess í draumnum að allt fari vel að lokum. Kæri draumráðandi. Síðastliðna nótt dreymdi mig það að mér fannst systir mín eiga mjög fallega nýja skó, sem voru dökk brúnir og sanseraðir. Mér fannst þeir vera mjög fallegir og var því mjög undrandi þegar systir mín kemur með nýju skóna til mín og segir að ég megi eiga þá, því hún gæti ekki notað þá. Skórnir voru mér alveg mátulegir og var ég mjög hamingjusöm með þá. Ég vona að þú getir birt ráðn- inguna á draumnum fljótt, með fyrirfram þakklæti. Anna Pálsdóttir. Svar til Önnu Pálsdóttur. Talið er að nýir skór sem mað- ur fer f í draumi sé tákn um stutt ferðalög. Dökkbrúni liturinn er tákn um erfiðleika í einni slíkri ferð, en „sanseringin“ ben'dir til fjölbreyttra og viðburðaríkra ferðalaga. Herra draumráðningamaður. Mig dreymdi draum fyrir nokkr- um dögum. Ég var, að mér fannst stödd í jeppabifreið niðri á Skóla- vörðustig. Skyndilega sé ég að Volkswagen bifreið veltur tvær velt- ur, en kemur á hjólin aftur. Ég spyr bílstjórann hvort ekki hafi orðið slys, en i því vaknaði ég. Mér leik- ur hugur á að vita fyrir hverju draumurinn er, ég er gift. Guðrún. Svar til Guðrúnar. Ekki er mér kleift að sjá að gifting þín komi draumi þessum nokkuð við, hins vegar virðist mér hann að nokkru táknrænn fyrir efnahag þinn. Þannig mundi ég álykta að hann ætti eftir að taka eina eða tvær veltur í lík- ingu við Volkswagenbifreiðina eða með öðrum orðum, að bylt- ingar yrðu á efnahag þínum, en að lokum kemst hann samt á réttan kjöl. Kæri draumráðandi. fór beint að vaskinum að þvo sér, Mig langar að biðja þig að ráða en upp úr engu vatni og var hann fyrir mig draum, sem mig dreymdi hara á skyrtunni, en horfir alltaf í vetur. Ég var stödd á bæ úti á á mig. Mér fannst móðir hans vera landi en þar býr frændfólk mitt eitthvað gröm út af því. En við lét- og fannst mér ég vera stödd í her- Um sem við sæjum það ekki en ég bergi frænda mins. Hann lá upp á vaknaði við það að hann segir: „Við dívan en ég var að brjóta upp barna- skiljum aldrei“. föt á borði, sem stóð þar. Þá fannst mér hann standa upp og leggur höndina yfir mittið á mér og fannst mér ég þá vera ófrísk og vera í víð- um slopp. Svo fórum við fram að fá okkur kaffi og lagði ég hvita bolla með rauðum rósum á borðið, en þegar við ætluðum að fara að drekka kaffið kemur móðir hans og horfir á oldcur og við það vaknaði ég. Svo dreymdi mig annan draum. Ég var stödd á sama stað, þá fannst mér ég og móðir hans fara upp i vöru- bíl, sem er á þessum bæ, en það er keyrt aftan á bílinn, þá kemur þessi frændi minn og segir að það sé meiri vitleysan að keyra á bílinn, því hann væri kominn til þess að færa hann. Svo fórum við inn og hann Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna. Día. Svar til Díu. Merki ástarinnar í draumnum er mörg og ágæt. Til dæmis að þú berð frænda þínum kaffi í hinum rauðrósóttu hvítu bollum. Rauði liturinn er tákn ástarinnar, en hinn hvíti tákn hreinleikans. Með öðrum orðum tákn hinnar hreinu ástar, sem ríkir milli ykkar. Einnig handtak hans um mitti bitt bendir til þess að hann hafi girnd á þér. Síðari draum- urinn er ennfremur styrking sambands ykkar. Framhald á bls, 43. Bréfaviðskipti Vikunni berzt ávallt fjöldinn all- ur af bréfum, bæði erlendum og innlendum, frá fólki, sem langar til að komast í bréfasamband við aðra. Því miður er ekki pláss til að birta öll þessi bréf, né allar þær nákvæmu og ólíku upplýsingar, sem bréfritarar gefa af sér og áhuga- málum sínum, né þær óskir, sem látnar eru í ljós um þá, sem bréf- ritarar vilja komast í samband við. Slíkt yrði efni í mörg blöð. Þess vegna birtum við nú nöfn þeirra — og heimilisföng — ásamt nauðsynlegustu upplýsingum, sem við vonumst til að nægi til þess að lcsendur geti valið úr. INNLEND BRÉFASAMBÖND Ninja Kristmannsdóttir, Frumskóg- um 9, Hveragerði. Vill skrifast á við pilt eða stúlku 11—12 ára. Bergþóra Árnadóttir, Laufskógurn 7, Hveragerði, við pilt eða stúlku 13 —15 ára. Birna Bessadóttir, Garðarsbraut 34, við pilta og stúlkur 14—16 ára. Sigþrúður Guðnadóttir, Ljósafossi, Grímsnesi, við pilt 13—14 ára. Kamilla Axelsdóttir, Gjögri, Stranda- sýsíu, við pilt eða stúlku 15—19 ára. Olga S. Axelsdóttir, Gjögri, Stranda- sýslu, við pilt eða stúlku 15—19 ára. Guðrún Eiríksdóttir, Víganesi, Strandas., vil pilt eða stúlku 15— 19 ára. Guðrún E. Óskarsdóttir, V-Fifilholti, V.-Landcyjum, við pilt eða stúlku 14—16 ára. Gunnlaug Árnad., Ingunn Tryggvad. og Karólína Þorgrímsdóttir, allar á Kvennaskólanum að Blönduósi, við pilta 17—21 árs. Jenny Ólafsdóttir, Syðstu-Grund, V.- Eyjafjöllum, Rang., við pilt eða stúlku 17—18 ára. Ásta Hulda Markúsdóttir, Heiðar- gerði 121, Rvik, við stúlku frá Ak- ureyri, ísafirði, Akranesi eða Vest- mannaeyjum, 12—14 ára. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Innra Hólmi við Akranes, við pilt og stúlku 13—15 ára. Frá Menntaskólanum að Laugar- vatni skrifa tveir, sem vilja kom- ast i samband við stúlkur 17—19 ára: — Páll Þór Imsland og Ás- geir Gunnarsson. Ellen Pétursdóttir, KIöpp, Vogum, Vatnsleysuströnd við pilt 15—17 ára. Sigríður Jónsdóttir, Garðshúsi, Vog- um, Vatnsleysuströnd, pilt 14— 16 ára. Þórdís Óskarsdóttir, Gránufélags- götu 53, Akureyri, við pilt 20—30 ára. Guðrún Ingimundardóttir, Hafnar- hólmi, Hólmavík, Strandas., pilta 15—18 ára. Frá Húsmæðraskólanum að Lauga- landi, Eyjafirði, skrifa eftirtaldar sex stúlkur, sem allar óska eftir bréfasamböndum við pilta. (Æski- legur aldur þeirra i svigum): — Dröfn Sumarliðadóttir (18—20), Jóna Sigurðardóttir (18—20), Hulda Sigurbjörnsdóttir (18—20), Kristín Helgadóttir (19—21), Fanney Jósteinsdóttir (22—25) og María Friðriksdóttir (18—20). Einar Bragi Gíslason, Lundi, Lund- arreykjardal, Borg., við stúlku 18 —21 árs. Frá Héraðsskólanum að Laugar- vatni skrifa þessir piltar, sem vilja skrifast á við stúlkur 15— 17 ára: — Valur Valsson, Sæ- björn Valdimarsson, Jón Hjartar- son og Erlingur Torfason. ERLEND BRÉFASAMBÖND Birthe Tietgen Hansen, „Danevang“ Framhald á bls. 19.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.