Vikan - 18.01.1962, Qupperneq 3
'Útgefandi: Hilmir h.f.
RitHtjóri:
Gísii Sigurðsson (ábm.)
Auglýsingastjóri:
Jóhanncs Jörundsson.
Framkvæmdastjóri:
Hilmar A. Kristjánsson.
____
Bitsf.jórn og auglýslngar: Skipholti
33. Símar: 35320,,'35.321,-"35322. Pðst-
hólf 149. AfgreiBsla og dreifing:
BlaSadreifing, Miklubraut 15, sími
36720. Dreiíingarstjóri: Óskar KarXs-
son. Verð í iausasölu kr. 15. Áskriít- .
arverB er 200 kr. áraþrlðjungslega,
greiðist ..fyriríram. Prentun: Hilmír:
h.í. Myndamót: Rafgraf h.f.
- ■ • . • ■
'
í næsta blaði verður m.a.:
Við verðum að spara, væna mín. Smásaga eftir Guðnýju Sig-
uhðiardóttur.
* Ungt fólk á uppleið: Jóhann Eyfells, arkitekt, listmálari og
myndhöggvari.
V Þá stóð enginn farþegi uppi á Ceres. Sigurður Sumarliðason,
fyrrum skipstjóri, segir frá eftirminnilegum atvikum frá langri
sjómannsævi. Jónas Guðmundsson, stýrimaður, skráði.
V Þráðarspottinn. Sakamálasaga.
^ Nýr þáttur: Bergþóra skrifar um konur og menn. Fyrsti þátt-
urinn heitir: Gift útlendingi.
¥ Framhaldssaga Vikunnar: Eiginmaður minn, Clark Gable. Eft-
ir Kathleen Gable.
* Æskan og lífið: Guðmundur sundkappi Gíslason. Sagt frá
þessum efnilega íþróttamanni og þjálfaranum Jónasi Hall-
dórssyni. Þeir eru þeir menn sem flest íslandsmet hafa slegið
í íþróttum.
* Hinzta stefnumótið. Mjög athyglisverð smásaga.
^ Verðlaunagetraunin: 40 fermetra Axminstergólfteppi í boði.
* I fullri alvöru eftir Drómund: Bókin í skápnum.
Hús og húsbúnaður: Arinn f íbúðinni.
Kæra Vika.
Mér þótti þið taka í lurginn á
dægurlaga-textahöfundunum (fal-
legt orð, finnst ykkur ekki). Sumt
af þvi fundust mér orð í tíma töl-
uð, en mér finnst ekki, að útvarpið
geti farið að sortera það. Fólkið
verður að gera það sjálft.
Kalli K.
... Er það nú þvæla. Hvað haldið
þið að þetta breyti að láta svona
útí þessa textahöfunda. Þeir halda
víst alveg áfram þó þeir sjái svona
píp, sem kannski er gott og bless-
að út af fyrir sig en það þýðir bara
ekkert að skammast og svo eru
þessir textar ekkert verri en geng-
ur og gerist með útlenda texta.
Gæjarnir á Vesturgötunni.
... Alltaf þykir mér vænt um það,
þegar blöð hafa einurð í sér til að
skera á kýlin og kreista duglega,
þótt einhverja svíði. Þetta texta-
bull er okkur til skammar og ég er
ykkur alveg sammála um hlutdeild
útvarpsins í málinu ... G. K.
... Ég var sammála sumu i grein-
inni um textahöfundana og mér
finnst það leiðinlegt, að hinir betri
menn í þeim hópi skuli ekki hafa
sig meira i frammi. En mér fannst
nú blaðið taka óþarflega djúpt i ár-
inni á köflum og dæmin, sem til-
færð voru, eru ekki verri en margt
annað. Þórarinn.
Ef dæmin, sem tilfærð voru, eru
ekki verri en hvað anað, þá
sýnist augljóst, að úrbóta sé þörf.
Hún er hrifin af strák.
Það er gamla vandamálið, sem
alltaf er að brjótast í kollinum á
æskunni ...
„Svo er mál með vexti,“ segir
ung stúlka í bréfi til okkar, „að ég
er mjög hrifin af strák, sem ég
þekki ekki neitt, en sé hann ein-
stöku sinnum. Ég hef aldrei talað
við hann, og hann veit ekki neitt
um það að ég sé hrifin af honum.
Ég er ekki neitt sérstaklega lagleg,
svo það er ekki von að hann taki
eftir mér. Mig langar mjög mikið
til að komast i kynni við hann, en
veit ekki hvernig ég ætti að fara
að þvi. Vonandi getur þú hjálpað
mér, kæri póstur. Með fyrirfram
þakklæti. Ein í vandræðum.
P. s. Hvernig er skriftin?“
Fyrsta boðorðið er, kæra vand-
ræðavinkona, að láta strákinn
aldrei vita að þú sért hrifin af
honum. Hann mætti ef til vill
komast í skilning um að þú gætir
svona aðeins þolað hann í hall-
æri, en ekki meir. — Hvort þú
ert lagleg eða ekki, skiptir í raun
og veru ekki svo miklu máli, svo
framarlega að þú sért ekki kol-
rangeygð, hjólbeinótt, innskeif og
með skögultennur í báðum góm-
um. Þú getur ábyggilega puntað
eitthvað uppá ásjónuna með dá-
lítilli málaralist. Svo er ekki sízt
mikið atriði að ganga vel og
snyrtilega til fara — reyna að
vera dálítið „sexy“ og ekki
blaðra of mikið um sjálfa þig.
Ég ætla mér ekki að fara að
kenna þér hvernig þú átt svo að
kynnast honum, þegar þú ert til-
búin og búin að snyrta þig til.
Þú ert þá ekki lík þinum kyn-
systrum, ef þú finnur ekki ein-
hver ráð til þess án þess að hann
taki eftir því. — Skriftin er
þokkaleg, — en réttritunin og
setningaskipun ekki uppá marga
fiska ...
Ást, ást, ást.
19 ára stúlka sendir mér bréf. Hún
er í öngum sínum af því hún er ung
og ástfangin og segir að það sé erfitt
og næstum sárgrætilegt, að geta ekki
látið tilfinningar sínar i ljós öðru-
vísi en á huglægan hátt.
Þess vegna kom það fyrir eitt
kvöld, er hún settist niður að hvíla
sig eftir annasaman dag, að hún
„rak augun í penna og blað“. Hafði
ég engin umsvif á, en byrjaði að
skrifa,“ segir hún „og það var eins
og orðin væru seidd á blaðið, sjálf
var ég of þreytt til að geta hugsað.
Þetta varð árangurinn. Og eftir því
sem ég les orðin oftar, finnst mér
þau lýsa tilfinningum minum betur
og betur .
Ef ég væri skáld,
ég yrkja skyldi brag um þig
þú einasti eini
sem fyllir huga minn
yndislegum minningum
frá liðinni tíð
þegar lifið hló og grét
af ást
i brjóstunum ungu
sem hnigu þungt og voru þrungin
af ást
á hvort öðru
en tíminn leið
og þú varðst nauðugur
viljugur?
að fara burtu frá mér
sem núna hugsar aðeins um þig
þig einasta eina
sem fyllir huga minn
af ást.
Elin.
Ég hefi þá bjargföstu skoðun, að
hver maður megi skrifa hvað sem
er, hvenær sem er og hvernig sem
er, ekki hvar sem er. Kannske
hefi ég hreint ekkert vit á skáld-
skap, og allra síst kjarnorkukveð-
skap, en mér finnst þetta í sann-
leika hálfgert ugluvæl, Elín mín,
og alveg á takmörkum að það
megi setja það í svo virðulegt
blað sem Vikan er, en hér er það
nú samt og nú ertu komin í blöð-
in . . . Annars er það kannske
ekki svo miklu lakara en mörg
þau ljóð, sem atómskáld fylla
heilar bækur með.
ólæknandi útþrá.
Kæra Vika.
.. við erum með alveg ólækn-
andi útþrá,“ segja tvær óþreyju-
fullar, „en þar sem við erum engir
milljónerar, sjáum við enga mögu-
leika til að ferðast til útlanda við
svo búið, en það er einmitt það, sem
okkur langar mest til. Þess vegna
hefur okkur dottið í hug að reyna
að ráða okkur á millilandaskip eða
eitthvað álíka.
Segðu mér nú kæri póstur, held-
urðu að það sé nokkur möguleiki
að það sé hægt og ef svo er, geturðu
leiðbeint okkur með það hvert við
eigum að snúa okkur i þessu, þar
sem við þekkjum engan, sem getur
sagt okkur um þetta nema þig, og
við vonumst eftir svari sem allra
fyrst.“ Tvær óþreyjufullar.
Það er nú svo, að það hafa margir
farið utan án þess að vera mill-
jónerar, stúlkur mínar, og heldur
ekki á þann hátt að ráða sig á
skip til að vinna fyrir farinu.
Hræddur er ég líka um að jafnvel
þótt svo ólíklega tækist til að þið
gætuð ráðið ykkur á skip, eins og
þið hafið í huga, að ferðalagið
yrði ekki í alla staði eins
skemmtilegt og þið virðizt
halda. Skip eru tiltölulega
lengi í förum milli landa, en
hafa stutta viðdvöl á hverjum
stað. Það yrði því lítill tími til að
ferðast um á landi og skoða sig
um, ef það er það, sem þið hafið
í huga. Ef þið annars hafið mik-
inn áhuga á að komast á skip, þá
er sjálfsagt ekkert auðveldara en
ræða um það við skrifstofur
skipafélaganna, og vita hverjir
möguleikar eru fyrir slíku.
Nú, og svo er líka möguleikinn
á að gerast flugfreyja . . .
Annars hafa margir ferðazt,
eins og ég sagði áðan, án þess
að vera milljónerar, og það er
gert á þann auðvelda og hag-
kvæma hátt að safna sér fyrir
fari. Það hljótið þið að hafa heyrt
um áður, og ekki vorkenni ég
ykkur að gera það, því það hefi
ég orðið að gera sjálfur og margir
mínir kunningjar. Síðan er hægt
að ferðast á ódýran og hagkvæm-
an hátt með því að fara með ein-
hverju ferðafélagi.
Fuglareytingarvél.
„Kæri Póstur,“ skrifar veiðimað-
ur fyrir hönd nokkurra veiðimanna.
„Ég sé að svo margir leita til þín,
með sín vandamál, að mig langar
til að gera það lika. Ég hef heyrt
að hægt sé að fá vél, sem reytir
fugla, en ég veit ekki hvar.
Mig langar til að biðja þig um
upplýsingar. Hvar þær fást og hvað
þær kosta.
Með fyrirfram þökk“. H. J. S.
Ég hefi sjálfur séð lunda setta
í slíka vél, og fiðrið þaut af henni
eins og nýfallin mjöll í 12 vind-
stigum. Vélin er íslenzk upp-
finning, en ég get ekki veitt þér
aðrar upplýsingar en þær, að þú
skalt reyna að hringja eða skrifa
til „Sylgju“, Laufásvegi 19. Sím-
inn er 12656