Vikan


Vikan - 18.01.1962, Síða 5

Vikan - 18.01.1962, Síða 5
f fullii nlvöru KEMUR MÉR EKKT VID Upp úr aldamótunum síðustu mundi það hafa þótt hlægilegt, að minnsta kosti hér á landi, ef ein- hver hefði gerzt til þess að halda uppi vörn fyrir einræðisstjórnskipu- lag í einhverri mynd, svo heilög var mönnum þá lýðræðis- og lýðfrelsis- hugsjónin, eins og hún var tjáð og túlkuð af vormönnum aldarinnar nýju. Þá voru menn ófeimnir við að laka afstöðu og láta í ljós álit sitt. Og þá gáfu menn sér líka tima til að fylgjast með þvi, sem var að gerast, ekki aðeins i landinu sjálfu, heldur hvarvetua i heiminum, enda var þá yfirleitt svo langt á milli þess að fréttir hárust, að menn höfðu tóm til að hugsa þær og kryfja þær til mergjar frá sinu sjónar- miði. Þá þekktist það yfirleitt ekki, að persónulegar skoðanir á mönnum og málefnum gætu orðið að fóta- kefli, varðandi atvinnu og stöður. Einu undantekningarnai', sem um var að ræða, urðu yfirleitt skrifað- ar á reikning danskra ráðuneytis- manna, eu það þótti þá frekar sæmd en hitt að verða fyrir harðinu á þeim. Þannig var það líka fyrstu árin eftir að íslenzk stjórnarvöld fengu allar stöðuveitingar í sínar hendur; þess voru fá dæmi, að stjórnrnála- iegar skoðanir eða aðrar skoðanir kæmu þar íii greina. En svo hreyti- ist þetta .... Það er óþarft að rekja þá öfug- þróun, hún er öilum kunn. Slíkt er mein í likama hverrar þjóðar, en því hættulegra sem þjóðin er fá- mennari. Það hefur meðal annars þá miklu hættu í íör með sér, að menn forð- ist ekki aðeins að láta uppi skoðanir sínar um þjóðmál og almenn mál- efm, heldur og að hugleiða þau, en einbeiti sér þess i stað eingöngu að starfsundirhúningi sínum og starfi i sem aiira þrengstri merkingu. Þetta er þvi hætluiegra, að þetta eru yfirleitt þeir menn, sem hafa svo heiia skaphöfn, að þeir treysta sér ekki iil að ganga á mála hjá neinum, og gripa því til þess óyndisúrræðis að telja sér trú um, að þessi mál komi þeim ekki við. Enn er og það, að hin mikla sér- hæfing í námi og starfi, sem tækni- þróunin krefst, er svo tímafrek, að menn hafa yfirleitt alls ekki tíma eða tóm til að sinna öðru, eða fylgj- ast með á öðrum sviðum. Eigi þeir að ná þeim árangri, sem af þeim er krafizt, verða þeir að taka þá af- stöðu, að allt annað sé þeim óvið- komandi. Þarna er um tvö, að vísu óskyld atriði að ræða — annars vegar ótt- ann við það að verða látinn gjalda skoðanna sinna, hins vegar skort á tíma og tækifæri til að mynda sér skoðanir — en afieiðingin verður þó ein og söm. Það verður svipað í þjóðféiaginu og i lilutaféiögum, þar sem hiuthafarnir fela einstök- um aðilum að fara með umboð sitt og atkvæði á fundum, þar sem á- kvarðanir eru teknar. Og i okkar þjóöfélagí — og.raunar fiestum þjóð félögum — kemst þetta umhoð á stöðugt færri hendur, og ekki ein- ungis það — heidur þurfa þessir fáu umhoðsmenn æ minna að óttast, að þeir, sem afhent hafa þeim umhoð sitt, gerist til að gagnrýna eða láta sig yfirleitt nokkru máli skipta, livernig þeir hafa með það umhoð farið. Einmitt þetta ryður einræðinu braut upp 1 vaidasessinn — grímu- klæddu eðá augljósu flokkseinræði eða vissrar vaidakiíku. Aimenning- ur þorir ýmist eKki að hugsa og mynda sér skoðamr, eða hefur ekki tíma og aðstöðu tii þess. Snmir eru því jafnvel fegnastir, að láta aðra liugsa fyrir sig og taka ákvarðanir fyrir sína hönd, varðandi þau mál, sem „koma þeim ekki við“. Þeir eru að vísu fáir okkar á meðal, sem þora að haida uppi vörn fyrir ógrimukiæddu einræði — svo rik eru áhrif vox-manna þessarar ald- ar enn hjá aimenningi, sem betur fer — en þeir gerast stöðugt fleiri, sem hrjóta slíku einræði hraut, sjáifrátt eða ósjálfrátt, mcð því að haga sér í anda þessara fáu meinleysilegu orða, sem engu að siður eru lýðræð- is- og iýðfrelsishugsjón mannsins hættulegust: „Iíemur mér ekki við . . .“ Drómundur. 30 aura Bax-a að styðja á hnapp, og svo lyftist maður frá jörðu með þyt og blossagangi og 45—48 lcm hraða á klukkustund, og síðan áfram með svipuðum hraða. Jú, og vitanlega getur maður líka staðið kyrr í 10—15 m hæð og horft niður á þá jarð- bundnu með svipaðri tilfinningu og svip og maður, sem horfir á gang- andi vegfarendur út um rúðuna á bil sínum. Útbúnaður sá sem með þarf — eldsneytisgeymarnir, þotustútarnir og beltin — er samtals ekki þyngra en 5—15 kg, og fer nokkuð eftir því til hve mikilla loftkasta er ætl- azt. Þyngd meðal útbúnaðar er 12 kg, þegar geymarnir eru fullir. Um tvær aðalgerðir er að ræða — önn- ur miðuð fyrst og fremst við sem mesta stökkhæð, hin við sviflengd- ina. Sex víðkunn bandarisk fyrir- tæki, sem einkum hafa fengizt við flugvélaframleiðslu, vinna nú að full komnun á þessum tækjum, og svifs- þotuiæki, sem geti borið mann allt að 6 km i einum áfanga með 65—95 Framhald á bls. 34. i vikunni VIKAN K

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.