Vikan


Vikan - 18.01.1962, Side 7

Vikan - 18.01.1962, Side 7
Þær manneskjur skiptu að sjálfsögðu þúsundum, sem lásu leiðarann í blaðinu þennan laugardag. En af öllum þeim, voru það aðeins þrjár, sem leiðarinn hafði þau áhrif á, að lif þeirra var gerbreytl innan átta klukkustunda frá birtingu hans. Ber þá fyrst að geta Fred Meyers. Hann var væskilslegur og hrumur, enda kominn fast að sjötugu. Siðustu þrjú árin hafði hann búið sem ein- setumaður í tveggja herbergja húsnæði í grennd við fljótið; lifði af ellistyrk sinum og svo smáfjárupphæðum frá börn- um sinum þrem, svo lífið var honum bærilegt, enda hafði hann verið ánægður með hlutskipti sitt — allt fram á þenn- an atburðaríka laugardag. Síminn á borði hans hringdi klukkan níu að inorgni. Hann vissi hver hringdi, áður en hann iók upp talnem- ann. Siminn var einskonar munaður, sem Páll sonur hans gerði honum unnt að njóta. Páll hafði áhyggjur af því að faðir hans bjó einn sins liðs, einkum hafði það valdið honum áhyggjum eftir að gamli maðurinn hafði orðið fyrir því slysi veturinn áður að fótbrotna, en þá hafði hann iegið hjálparvana í fulla klukkustund áður en nokkur heyrði kall hans og kæmi honum til aðstoðar. Og nú ræddi gamli maðurinn, fyrst við Pál son sinn og síðan við barnabörnin, Þegar samtalinu var iokið, setti hann á sig hattinn og tók sér í hönd stafinn, sem stóð úti við dyrnar. Brotið var að vísu löngu gróið, en það hafði orðið til þess að hann vandist á að ganga við staf. Og svo labbaði hann sig út að blaðaturninum á horninu og keypli dagblaðið sitt eins og hann var vanur. Þegar hann kom auga á fyrirsögn leiðarans, var sem hann stæði á öndinni í svip. „HJÁLPIÐ OKKUR AÐ HAFA UPP Á MORÐINGJANUM“, stóð þar feilu letri, og í sjálfri greininni hét blaðið tugþúsund dollara verðtaunum hverjum þeim, sem veitt gæti einhverja þá vísbendingu sem stuðlaði að lausninni á einni af þeim morðgátum, sem iögreglu borgarinnar hafði ekki enn tekizt að ráða. „Einhvers staðar mcðal okkar hijóta að fyrirfinnast þær manneskjur, sem húa yfir þeirri vitneskju, sem teitt gæti til þcss að lögregl- unni tækist að hafa hendur í hári glæpamannanna, svo þeir yrðu dregnir fyrir lög'og dóm“, sagði i greininni. Og nú gerðu þeir á ritstjórninni sér vonir um að verðlaunin freistuðu þessa fólks, og þeir gætu á jjann liátt átt sinn ])átt í þvi að fu lnægt yrði að lokum öllu réttlæti. Morð það, sem sérstaklega var getið þarna í leiðaranum, hafði verið framið fyrir fullum fjórum árum — Nickerson- morðið svokallaða,.sem vakið hafði fádæma athygli og um- tal á sínum tíma, og olli Fred gamla Meyer enn martröð í svefni endrum og eins. Við lestur leiðarans, varð hann gripinn skelfingu á ný. Höfundur leiðarans hafði bersýnilega kynnt sér skýrslur lögreglunnar og saga hans af þessu máli var sannarlega krassandi. Nickerson þessi hafði verið fjárhættuspilari, glæpamaður og svindlari. Hann hafði búið í glæsilegri íbúð i New Jersey, þar sem hann lifði dag hvern í ríkulegum fagnaði, en lét sér hinsvegar nægja tvö herbergi í óþrifa- legu húsi í vafasömu borgarhverfi, og var l>ar sex stiga upp 6 VIKAN SMÁSAGA eftir Matt Taylor Hvernig má það ver*, að blaðamennirnir, nem alltaf taka málstaS minnihlutans, sýna þeim minnihluta, sem hrjáð- astur er og ofsóttastur, freklegasta miskunnar- leysi — þeim tiltölulega fámenna hópi, sem á sér hvergi griðastað fyrir lögreglunni? Er þetta fallegt, eða sjálfu sér samkvæmt? Ég spyr bara sisvona. að fara. Iíannski gerði hann þetta til að koma í veg fyrir að þurfa að taka á móti skuggalegum persónum í heimsókn á hinu glæsilega heimili sínu. Morgun nokkurn hafði svo þvottakonan komið að holium dauðum í skrifstofu sinni. Hann lá þar á gólfinu, og hafði verið lagður rýtingi í bakið. Rannsókn leiddi i Ijós að morðið hafði verið framið um nóttina, einhverntíma á milli eitt og þrjú. Hvergi fundust nein fingraför. Dyrnar höfðu ekki verið brotnar upp, og margt benti til þess, að heimsókn gestsins hefði að minnsta kosti ekki komið húsráðanda á óvart. Á borði einu stóð viskýflaska, átekin, og tvö glös, bæði tæmd. Fingraför Nickerson fundust á öðru Jjeirra, en engin fingraför á hinu. Allt benti því til þess, að Nickerson og gestur hans liefðu fyrst drukkið saman í bróðerni. Svo hafði Nickerson sennilega snúið baki við gest- inum. og ekki átt sér rieins ills von ... Ekki var um að ræða nema tvo menn, sem trúlegast gátu veitt einhverjar upplýsingar varðandi þennan „næturgest", þar eð báðir hefðu átt að sjá til ferða hans. Annar þeirra var næturvörðurinn. Það kom í Ijós, að hann hafði dottað í stól sínum bak við afgreiðsluborðið um þetta leyti, og ekki orðið neinna mannaferða var. Hinn var sá sem stjórnaði lyft- AZMOiD unni að næturlagi. Hann hét Fred Meyer. Fred Meyer bar það einnig, að hann hefði ekki örðið gestsins var. Kvaðst að öllum likindum hafa verið staddur í lyftunni hærra uppi f byggingunni, þegar morðinginn brá sér upp stigana að skrifstofu Nickerson, og að öllum likindum hefði einnig hitzt svo á, þegar hann hélt þaðan aftur og sömu leið til baka. Fyrir bragðið var ekki heldur um neinn að ræða, sem veitt gæti nokkrar upplýsingar. Lögreglan hafði ekkert við að styðjast — enga visbendingu að fara eftir. Fred Meyer lauk lestrinum og lagði frá sér blaðið. Hann fékk ákafan hjartslátt. Leiðarinn hafði rifjað upp fyrir honum hryllilegar endur- minningar. Hann minntist alls þess, sem hann hafði orðið að þola vegna þessa atburðar; þeirrar hættu, sem um langt skeið vofði ekki aðeins yfir honum sjálfum og fjölskyldu hans — og vofði ef til vill yfir enn, fyrst þetta mál hafði nú verið rifjað upp í blaðinu. Og þótt fjögur ár væru umliðin, þorði Fred Meyer ekki enn að ganga á fund lögreghiyfirvaldanna og lýsa fyrir þeim manninum, sem hann hafði séð halda út úr byggingunni klukkan hálftvö umrædda nótt. En mundi morðinginn álíta sig geta treyst því, að hann gerði það ekki . .. Eflaust hafði hann þegar lesið leiðarann í blaðinu. Tíu þúsund dollarar voru auðæfi fyrir aldurhniginn mann. Gat það því ekki átt sér stað, að morðinginn áliti það öruggast að ganga svo frá þvi eina vitni, sem hann vissi að um var að ræða, að hann þyrfti ekki að óttast að það félli fyrir freistingunni? Eflaust mundi hann þvi ekki láta sitja við hótanirnar í þetta skiptið; hann mundi gripa til annarra og róttækari ráða, og það tafarlaust. Louis Vincent hafði sofið til hádegis eftir nætursvallið. Hann bjó i rikmannlegri íbúð, sem ljóshærð og fráskilin og auðug dúfa, er heill- azt hafði af hörku hans og ruddaskap, lét honum 1 té — eins og hún lét honum einnig f té dýrasta og vandaðasta fatnað og vasapeninga, sem ekki voru skornir við nögl. Hann hitaði sér kaffi og drakk þrjá bolla, hvern á eftir öðrum. Svo brá hann sér fram á ganginn eftir dagblaðinu. Klukkan var þá stundar- fjórðung gengin i tvö. Gagnstætt Fred Meyer varð hann öllu fremur reiður, en hræddur, ])egar hann las leiðarann. Fjandans ekki sen óheppni, að þeir skyldu nú fara að rifja þetta upp. Og tíu þúsund dollara verðlaun. Það var dálaglegur skildingur, því varð ekki neitað. Nógu há fjárupphæð til þess, að jafnvel gætnustu og huglausustu náungar tækju að endurskoða afstöðu sína. Eins og Fred Meyer höfðu martraðardraumar ásótt Louis Vincent síðastliðin fjögur ár; þá hafði honum ævinlega þótt sem hann sæi aldurhniginn og væskilslegan mann benda á sig og segja: — Þarna er morðinginn! Það voru spilaskuldirnar við Nickerson. Þær höfðu aukizt geigvæn- lega fljótt og mikið, og þegar þær námu samtals fimm þúsund dollurum hafði Nickerson kippt að sér hendinni. Þann fimmtánda ágúst, í siðasta lagi, hafði hann sagt. Hvern einasta eyri, annars mundi hann gripa til róttækra aðgerða. Og Vinpent gerði sér það fyllilega ljóst, að þegar Nickerson hótaði róttækum aðgerðum, var ekki nema um eitt að ræða. Ifann hafði samband við hina samvizkulausustu þorpara, sem ekki hik- uðu við að fremja morð fyrir sómasamlega ])óknun, ef því var að skipta. Og tækist honum ekki að standa í skilum, mundi Nickerson ekki telja það eftir sér að víkja einhverju að þeim fyrir greiðann. — Peningana verð ég að fá á tilsettum tíma, sagði hann við Vincent. Mér stendur á sama hvernig þú verður þér úti um þá, það kemur mér ekki við. Þú getur rænt banlca, ef þú hefur ekki önnur ráð. Og það var einmitt þetta, sem Vincent hafði gert. Það var að vísu ekki í fyrsta skiptið, sem hann framdi bankarán, cn aldrei hafði hann gerzt jafn fífldjarfur. Þarna var um að ræða lítið útibú í einu af út- hverfunum. Þar var ékki neinn varðmaður, og gjaldkerinn hafði orðið miður sin af skelfingu. Vincent hafði verið kominn í margra kílómetra fjarlægð í stolnum bíl áður en gjaldkeranum tókst að jafna sig svo, að hann hefði rænu á að tilkynna lögreglunni hvað orðið var. Þegar Vinc.ent var kominn heill á lnifi til herbergis síns, athugaði hann ránsfeng sinn. Sex þúsund dollarar. Með öðrum orðum — lang- mestur hluti fengsins mundi lenda i vasa Nickerson. Eða ... Vincent hafði teflt djarft. Hann hafði lagt frelsi sitt næstu tíu, eða jafnvel tuttugu árin, í hættu til að komast yfir þetta fé. Hann hafði skammbyssu undir höndum og auk þess rýting með sex þumlunga blaði. Hnífurinn var bæði þöglara og öruggara vopn til slikra hluta. Hann Framhald á bls. 30. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.