Vikan


Vikan - 18.01.1962, Side 18

Vikan - 18.01.1962, Side 18
lilll Átján ára gðmul dönsk stúlka hefur vakið mikiö umtal vegna bókar, sem kom út eftir hana fyrir skömmu, og Þykir nokkuC djarflega skrifuö, og hefir stúlkan oft veriö nefnd Francois Sagan Danmerkur. Stúlkan heitir annars Ulla Dahlerup og bóklna, sem geröi haná fræga nefnir hún „Glæöur í ösku'nni". Aöaláhugaefni hennar og tilgangur bókarinnar, er aö sýna karlmönn- um fram á að þeir eigi að skipta athygli sinni og áhuga jafnt milli ytra útlits konurinar og innri persónuleika. „Til þess að maður geti verið trúr sinni sálu án þess að svikja kroppinn", segir Ulla. — Hvernig stendur á því að stúlkur, sem lita vel út, þurfa að berjast eins og berserkir til að fá karlmenn til að hafa áhuga fyrir ööru en líkama þeirra, segir hún. — Það er ekki einu sinni hægt að fyrirlíta kynbombur, sem lifa hátt á því að nota ekki nema kollinn . .. Það eru karlmennirnir, sem hafa alið þær upp þannig. UUa vill láta taka tillit til sín og sýna sér virðingu. Hún krefst Þess meö leiftrandi augum og virðist hafa mesta lönguin til að berja jafn- framt i borðið. En þess í stað vill hún líka, að ungar stúlkur viöurkenni sinn eiginn líkama og þarfir hans án Þess aö fyrirverða sig fyrir það . . . Fyrst þegar þær eru hættar að fyrirverða sig og heilinn fylgist vel með öllu, sem þær taka sér fyrir hendur, kemur hamingjan. — Ef hún kemur. — Verði ég hamingjusöm, verð ég sjálf að sjá um að svo verði, segir hún. -— Ég get ef til vill stuðzt við eitthvað, ást eða eðli — en mest hefur það að segja, sem maður gerir sjálfur. Það er erfitt að lifa, vegna Þess að maður er hræddur við að opna huga sinn. Maður er hræddur við að segja: „Eg elska þig“, hræddur við aö opna hug sinn alveg fyrir öðrum, því að þá er auðveldana aö særa mann. — Annars er bókin m?n það einasta ærlega, sem ég hefi nokkurn tíma gert. Hún viðurkennir að hafa skrifað hana fyrst og fremst til að fá útrás fyrir bæði hræðslu og grát, óvissu og hamingju. — Eg held því fram að Þið — kynslóðin á undan mér og mínum jafnöldrum — hafið arfleitt okkur að tveim heimsstyrjöldum og sprung- fnni kjarnasprengju, er það kannske ekki satt? En ég fel mig ekki á bak við þetta, né nota Það sem afsökun fyrir því að ég sé e. t. v. villuráfandi sái, eins og ég hefi verið kölluð, heldur slæ þvi aðeins föstu að ég er dauðhrædd við það, sem kemur á eftir. — Ég vil helzt láta sem minnst á mér bera og fela mig í herbergi mínu .... — Og láta bókina tala sjálfa? — Einmitt .... Olla hallar sér afturábak í stólnum með sígarettu i hendinni, og lætur fara vel um sig, í Þeirri voto að nú sé allt þetta umstang í kring um bókina búið, og að ef til vill muni einhverjir finna í henni þlann eld, sem felst á bak við glóðina í öskunni. Æ — hann virðist ætla að fara að rigna kannske verður sól á morgun.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.