Vikan


Vikan - 18.01.1962, Síða 19

Vikan - 18.01.1962, Síða 19
Kæra Vika, / vikunni sem leið kom yfir mig andi, nokkurs konar skáldandi. Þá tók ég mér penna í hönd og skrifaöi þessa smásögu sem fer hér á. eftir og sendi hana í þeirri von að liún þyki birtingarhœf í Vikunni, en ef svo reynist ekki, bið ég fyrirgefningar á ónæOinu. Svo þakka ég Vikunni allt það skemmtilega efni er hún birtir. Viröingarfyllst, Fjóla. Elskar hann mig, eða elskar hann mig ekki? Að fjórum árum liSnum fékk hún svar: „Mikið c>r veðrið annars alitaf gotl þú komið sé fram í nóvember," sagði móðirin við dóttur sina er þær voru að ]jvo upp leirinn eftir miSdegisverðinn. „Já,“ svaraði dóttirin annars hugar. „Er ekki annars 13. nóvember í dag,“ hélt móðirin áfram. Dóttirin hrökk eilítið við en jafnaði sig fljótt og svaraði móður sinni íágt: „Ég veit það ekki.“ Samtalið féll niður, þær luku við að þvo upp leirinn. Dísa gekk upp stigann upp í herbergið sitt og reif tvö blöð af dagatalinu, jú það var rétt, i dag var sunnudagur 13. nóv. Tvö ár i dag síðan hann fór til Ameríku, pilturinn sem hún elskaði, Irugsaði hún um leið og hún settist á stól við gluggann. Þau höfðu kynnzt á dansleik, þegar hún var 1G ára og hann 17. Nú voru 4 ár síðan. Þau höfðu verið saman í tvö ár, hún hafði elskað hann frá fyrstu sýn, getað vaðið vatn og eld fyrir hann. Fyrstu mánuðina höfðu þau verið mikið saman, oft farið saman í bíó eða á dansleiki, já og hann hafði jafnvel ekki bragðað áfengi þá. Já, þá hafði verið dásamlegt að lifa. En svo breyttist allt, það skeði mjög óvænt. Þau höfðu farið saman á dansleiki, hann hafði orðið mjög drukkinn. Dansleikurinn endaði með því að hann fylgdi annarri stúlku heim. Það var sem hníf væri stungið í hjartaö á Dísu, jafnvel enn í dag, er hún hugsaði um þetta kvöld, hún mundi líka vel að hún hafði grátið sig í svefn. En svo hafði hún fyrirgefið honum, gat ekki annað jafnvel þó hún hefði ekki átt að gera það, og þó ... Og svona hafði þetta haldið áfram, hann misbauð henni hvað eftir annað, og hún, hún hafði fyrirgefið honum og elskað hann meira með hverjum deginum sem leið, liún hafði jafnvel hleypt honum inn hvað eftir annað þó hann kæmi drukkinn að næturlagi. Vinstúlkur liennar höfðu sagt: f guösbænum, Dísa, hættu að hugsa um hann Andrés, hann er skepna og ekkert annað, þú ert allt of góð fyrir hann, þú sérð sjálf ef þetta væri almennilegur strákur mundi liann ekki koma svona fram við þig. Dísa hafði ekki svarað þeim, en hugsaö I örvæntingu: Þær vita ekki hvað ást er. Já, hún var ekki í neinum vafa um að hún elskaði hann en stóra spurningin var, elskar hann mig? Stundum hélt lnin honum þætti vænt um sig en sú von dofnaði ef hún lieyrði ekkert frá honum, kannski í marga daga, jafnvel vikur. Svo hafði hann farið til Ameríku, einliver fjarskyldur ættingi liafði beðið hann að koma og vera sér til aðstoðar við verksmiðju í tvö ár. Hún • mundi mjög vel kvöldið sem hann hafði farið, hann hafði komið að kveðja hana. Vertu blessuð vina min, hafði hann sagt, og gleymdu Framhald á bls. 38. Á ballið Þegar við bregðum okkur í Lido eða á Riiðul og aðra nærliggj- andi skemmtistaði, þá hugleiðum við ekki, hvað það er auðvelt að smeygja sér inn í leigubíl og segja: „Lido takk“, á móti því sem ungt fólk hefur orðið að leggja á sig úti á landsbyggð- inni til þess að komast á skemmíanir. Jafnvel í nágrenni Reykja- víkur og einni af blómlegustu sveitum landsins var fyrir örstut.tu hætt að nota samkomuhús, þar sem ekkert snyrtiherbergi var til. Áður en bílar urðu almennir, fóru menn að sjálfsögðu ríðandi á staðinn og þá var hvergi hægt að hafa fataskipti annars staðar en í hesthúsflórnum. Það var ekki einu sinni ljós í hesthúsinu svo menn höfðu með sér kerti til þess að geta brugðið upp tvru. Svona er þetta sums staðar enn þann dag í dag; það verður að fara gangandi eða á hestum yfir hálfgerðar vegleysur til þess að halda uppi skemmtanalifi. Verst er þó, þar sem ár eru óbrúaðar eins og til dæmis austur í Skaftafellssýslum. Þá verða menn að selflytja kvenfólkið eins og þessi skemmtilega mynd sýnir — ef þeir á annað borð vilja hafa kvenfólk með og allt væri nú ónýtt annars. En það er hætt við, að okkur hér í Reykjavík þætti þetta helzt til mikið umstang — og þó kannske væri þetta miklu skemmtilegra, ef einhver vildi taka að sér að vaða. Bréfaviðskipti Framhald af bls. 2. Dyböl, Danmörk, við pilta 17— 19 ára. Skrifar á dönsku. Mona Boeriis, Stenildvej 19, Ulf- borg, Jylland, við pilta 15—16 ára. Skrifar dönsku. Alrin Huffer, 3 Rue Victorien Sar- dou, Paris lGa, France, við pilta og stúlkur 29 ára eða þ. u. b. Skrifar á ensku eða frönsku. Svein Ole Rundgren, „Rasta“ pr. Kongsvinger, Norge, við pilta eða stúlkur. Skrifar á dönsku eða norsku. Helga Rathner, Luxemburgerstrasse 211/13/4, Vienna X, Auslria, við pilta eða stúlkur. Skrifar á ensku, þýzku eða latínu. Gerard Wade, Flat 2, 146 Randolph Avenue, Madia Vale, London W.9., við pilta eða stúlkur um 19 ára. Charles L. Usmar, 927 Mulberry St., Montoursville, Pa„ U.S.A., við ung- ar stúlkur eða pilta. Marit Helene Haganæs, Aurdal i Valdres, Norge, við pilta og stúlk- ur 15—17 ára. Skrifar á norsku eða ensku. Jorunn Welten, Tonsevn II, Grefsen, Oslo, Norge, við stúlkur og' pilta 19—21 árs. Skrifar á ensku eða norsku. Gunnel Aspelund, Box 326, Valberg, Varmland, Sverige, við pilta og Stúlkur 14—-15 ári. Skrifar á sænsku eða ensku. Birgitte Norlenius, Alvdalsgatan 4a, Karlstad, Sverige, við pilta og stúlkur 14—15 ára. Skrifar á sænsku eða ensku. Else-Britt Rvdahl, Seminariegatan 2, Karlstad, Sverige, við pilta og stúlkur 13—15 ára. Skrifar á sænsku eða ensku. ★ Að lokum eru hér þrjú bréf frá frímerkjasöfnurum, sem vilja kom- ast I samband við íslenzka frí- merkjasafnar, fyrst og fremst með frímerkjaskipti fyrir augum: Jam Ediuard Smith, Bjerkebakken 41, Röa, Oslo. (11 áraj. Truls Disen Bastiansen, Ovre Stor- gatan 55, Drammen, Norge, (15 ára). Mrs. .El. .Emerv, .Jensen Beach. Florida, lí.S.A.' VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.