Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 20
Framhaldssagan:
Að styi’jöld lokinni tóku Þeir í
kvikmyndaverinu Clark opnum örm-
um, en kvikmyndahlutverkin, sem
honum voru fengin, áttu ekki við
hann og hæfileika hans. Fyrir það
varð ósamkomulag með honum og
framámönnum MGM um það, hvers-
konar hlutverk hentuðu honum bezt.
Hann sagði mér það seinna, að hann
hefði alltaf gert sér Ijóst að hann
ætti alls ekki heima i þeim kvik-
myndum, sem hann var þá valinn í,
og hann kvaðst hafa verið farinn að
kvíða því, eftir að þetta hafði gengið
þannig um nokkurt skeið, að frægðar-
ferill sinn sem leikara væri þar með
á enda.
Clark hafði því sína örðugleika við
að glíma -um þetta leyti, og ég mina,
þótt Þeir væru að visu annars eðlis.
Ég hafði fyrir löngu komizt að raun
um, að mér féll leiklistin ekki sérlega
vel, og að ég hafði síður en svo nokkra
brennandi löngun til að berjast til
frægðar sem kvikmyndaleikkona.
Þetta var mér í rauninni mikið lán,
því að það kom brátt á daginn, að
enda þótt ég hefði i fyllsta mæli allt
það, sem til Þess þurfti að auglýsa
andlitssmyrsl, hafði ég ekki neina
leikhæfileika.
Um nokkurt skeið stundaði ég af
kappi nám í framsögn, dansi og söng,
eins og þeir í kvikmyndaverinu
kröfðust af mér, en þegar ég hafði
haft með höndum nokkur smærri
hlutverk, kvaddi ég þar kóng og prest.
Ég ákvað að vera sjálfri mér hrein-
skilin — þetta var ekki það lif, sem
mér hentaði. Jafnvel þótt ég hefði
verið gædd einhverjum leikhæfileik-
um, geri ég ráð fyrir að öll sú barátta
og baktjaldamakk, sem það kostar að
hljóta viðurkenningu, að minnsta
kosti oftast nær, hefði ekki átt við
mig.
Nei, ég hafði ekki neina löngun til
að leika í kvikmyndum, en hinsvegar
var mér mjög i mun að njóta sól-
skinsins í Kaliforníu. Ég varð strax
ákaflega hrifin af loftslaginu þar.
Skömmu eftir að ég settist þar að,
taldi ég móður mína, systur og bróður
á að flytjast þangað. Við keyptum
okkur hús í Cheviothæðunum og
samrýmdumst brátt fólkinu og um-
hverfinu, rétt eins og við værum
þarna borin og barnfædd.
Merkileg kona, móðir min. Lífið
hafði ekki alltaf tekið hana mjúkum
tökum, en hana brast aldrei kjark-
Þegar við Vincent bróðir minn vorum
enn í æsku og Elisabeth systir okk-
ar aðeins ársgömul, hafði faðir okkar
fengið nóg af búskapnum, að því er
Clark Gable sem Christian í „Upp-
reisninni á Bounty“.
virtist, svo hann bara fór leiðar sinn-
ar án þess að kveðja. Við sáum hann
aldrei framar.
Það var erfitt fyrir mömmu að ann-
ast uppeldi okkar, stjórna búinu og
halda öllu i horfi, sér í lagi þau árin
sem uppskeran brást vegna óhag-
stæðrar veðráttu. En við unnum öll
hörðum höndum við ávaxtaræktina
— ég er þjálfuð í að lesa baunir, epli,
kirsuber og þrúgur. Enginn vann þó
hálft á við mömmu. Hún var staðráðin
í að við börnin skyldum njóta góðrar
menntunar, og hún varð því sannar-
lega að beita bæði sparsemi og hag-
sýni i hvívetna, þessi erfiðu ár.
En einhvernveginn tókst henni
Þetta. Hún kom mér í St. Benedicts
menntaskólann, bróður mínum til
náms í herskólanum að Riverside og
systur minni í Villa Maria mennta-
skólann. Við vorum ákaflega sam-
heldin fjölskylda, og það var okkur
öllum því mikið áfall, þegar móðir
okkar lézt af hjartabilun árið 1953,
aðeins 58 ára að aldri. Okkur var það
nokkur huggun, að við skyldum hafa
getað létt undir með henni síðustu
árin. Mér hefur oft fundizt, að maður
kynni ekki að meta óeigingirni, fórn-
íýsi og umhyggju foreldranna fyrr
en maður á börn sjálfur.
Og oft hef ég óskað þess, að mamma
hefði lifað það að sjá hvílíkrar ham-
ingju ég naut í hjónabandinu við
Clarx Gable. Þau kynntust lítillega
fyrsta árið, sem við vorum saman,
og henni leizt mjög vel á hann og
honum þótti mjög vænt um hana.
Eftir að við Clark giftumst fórum
við oft saman með blóm á gröf henn-
ar, og eins lögðum við oft blóm á
gröf Caroline Lombard og föður
Clarks.
Þetta ár, sem við Clark vorum
mest saman, hafði hann alltaf gam-
an af því hvað mamma var ströng
við mig. Þótt ég væri þá orðin 26
ára að aldri, og hefði tvisvar verið
gift, neitaði hún því stöðugt að ég
bæri á mér lykil að húsinu. Frá þvi
varð hen'ni ekki hnikað.
Það getur vel verið að ég sé gamal-
dags, sagði hún stundum. „En ég er
móðir þin engu að síður, og á með-
an þú dvelst í mínum húsum vil ég
fylgjast með því hvenær þú kemur
heim á nóttunni, telpa mín. Þú færð
því ekki neinn útidyralykil — og
verður að hringja bjöllunni."
Og það urðum við að láta okkur
lynda. Það átti sér stað að hann fylgdi
mér ekki heim fyrr en klukkan tvö á
nóttunni; svo hringdi hann dyrabjöll-
unni og stóð hlæjandi á þrepinu með-
an mamma kom og hleypti mér inn.
Þegar við vorum gengin í hjóna-
bandið og ég fluttist heim til hans,
færði hann mér lítið skrin. „Fyrsta
gjöfin, sem ég gef þér,“ sagði hann.
Það var útidyralykill úr gulli. Við
hlógum bæði. Og ég er viss um að
mamma mundi líka hafa hlegið.
Hvorugt okkar Clark tók þá viðvör-
un í símtalinu alvarlega, að við skyld-
um ekki hyggja á hjónaband aftur.
Ég giftist þriðja sinni árið 1945. Það
hjónaband varð ekki eins og skyldi,
enda þótt við reyndum að þola fjötr-
anna vegna barna okkar, Jóhönnu
og Bunkers, í full átta ár, en þá fékk
ég skilnað.
Hjónabandsævintýri Clarks varð
ekki eins langætt. Hann kvæntist
Sylviu Ashley í desembermánuði,
1949, en þau skildu eftir seytján mán-
uði.
Ég minnist þess að eitt sinni var
ég, ásamt þáverandi eiginmanni mín-
um, boðin í hóf þar sem Clark var
einnig meðal gesta, ásamt eiginkon-
unni sinni nýju. Við heilsuðumst og
kynntum maka okkar, en létum síðan
eins og ekkert væri.
Þegar skilnaður minn var kominn i
kring, seldi ég hið stóra hús mitt að
Bel-Air og keypti annað, mun minna, í
Beverlyhæðunum. Ég hafði nóg að